Hvaða kulda er verið að tala um

Yfirmaður hjá Landsvirkjun segir að ''þurrkur og kuldi'' hafi komið niður á vatnsbúskapnum og bæði júní og júlí hafi verið dræmir mánuðir.

Hvaða ''kulda'' er maðurinn eiginlega að tala um?

Það hefur reyndar verið fremur þurrt síðustu tvo mánuði víða en ekki fyrir þann tíma á árinu. Hvað ''kulda'' áhrærir var júní meira en heilt stig yfir meðallagi hitans á landinu, enn hlýrri á hálendinu,  og ekki voru maí og apríl síðri. Það sem af er júlí fram að kuldakasti var sjaldgæfur hiti á suður og vesturlandi og vel yfir meðallagi annars staðar. Og nú er aftur farið að hlýna svo mánuðurinn í heild er enn vel hlýr.

Hvað sem veldur slæmum vantabúskap, sem hefur þó stundum verið verri, er ekki kulda um að kenna. 


mbl.is Þurrkur og kuldi koma niður á vatnsbúskapnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband