Miskunnarleysi

Mér finnst nú merkilegast við þessa frétt að ökumennirnir héldu áfram eins og ekkert hefði ískorist.

Árangurinn í keppninni skipti víst meira máli en það að gæta að slösðuðum skepnunum.

Er þetta hinn sanni íþróttaandi?


mbl.is Rallbíll lenti á hestum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og hvað áttu þeir svo sem að gera.???það var nóg að fólki sem var þarna til að sinna hestunum....Hvað með kæruleysi þeirra sem áttu hestana.....afhverju var engin að gæta þeirra???Sama er í raun hérna heima...afhverju er það alltaf svo að ökumaður er sá sem er skaðvaldurin í svona slysum hér heima....afhverju eru hross t.d. ekki með endurskinns merki???

Guðbjartur (IP-tala skráð) 19.8.2009 kl. 14:18

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Ég hugsaði það sama en áttaði mig svo fljótt á því að ökumennirnir hefðu ekkert verið bættari með því að stoppa.. mótshaldarar eiga að sjá um svona dæmi þótt ljót séu...

Óskar Þorkelsson, 19.8.2009 kl. 16:26

3 identicon

Hvar stendur það í þessari frétt að þeir hefðu bara haldið áfram????? En hvað með það... það eru ógrinni af starfsmönnum kringum svona keppni, sannast nú bara á því að það náðust myndir af þessu, semsagt áhorfendur... Það er algjörlega pottþétt að hestunum var sint um leið og þetta gerðist, hvort sem það voru ökumennirnir eða aðrir... þó það væri bara til að koma í veg fyrir frekari slys...

Hinnsvegar virðist það lennska hjá blöggurum að hugsa ekki áður en þeir skrifa... skrifa bara einhverja vitleysu bara til að skrifa eitthvað... erfitt að breita því ...

Eggert Snorri Ólafsson (IP-tala skráð) 19.8.2009 kl. 16:30

4 identicon

Ökumenn í rallýbíl eru ekki með menntun né tól og tæki til að huga að illa slösuðum og ef ekki dauðum hestum, Þeir hefðu engum greiða gert með því að stoppa og horfa á steindauða hesta !

virkilega leiðinlegt atvik, en það fer í taugarnar á mér að lesa svona vitleysu.

Guðni Freyr (IP-tala skráð) 19.8.2009 kl. 16:42

5 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ég átti nákvæmlega von á svona viðbrögðum frá einhverjum eins og koma hér frá Eggerti og Guðna Frey. Annar dæmir blogg mitt einhverja vitleysu frá upphafi til enda, líklega veðurbloggið einnig, hinn segir að rallyökumenn séu ekki með tól né tæki til að horfa á ''steindauða hesta''. Ég hélt bara að allir ökumenn þó þeir hafi ekki tól né tæki myndu stoppa til að huga að skepnum sem þeir aka á og eru kannski helsærðar. Það er ekki víst að um ''steindauða hesta' sé að ræða. Það eru bara sjálfsögð viðbrögð almennt í lífinu en þegar íþróttir eru annars vegar  þá þykir í lagoi að víkja slíkum viðbr0gpum til hliðar. Og  takið samt eftir kæruleysinu og  skeytingarleysinu í orðalaginu um dauðu hestana. Það sem fer i taugarnar á þessum mönnum er líklega orðalag mitt varðandi íþróttirnar. Þær eru heilagar. En það fer í taugarnar á mér hvað allt  verður undan að víkja þegar þær eru annars vegar jafnvel þjáningar lifandi vera. þegar um íþróttir er að ræða. 

Sigurður Þór Guðjónsson, 19.8.2009 kl. 17:01

6 identicon

Það sem fer í taugarnar á þeim sem lesa fréttir og blogg tengd þeim er það að til dæmis í þessu tilfelli er ekkert "í þessari frétt" um það að ökumennirnir hefðu ekki stoppað... og svo koma svona fullyrðingar algjörlega út í loftið eins og þú heldur fram...

Ótrúlega algengt að bloggarar semji eitthvað framhald við fréttir sem þeir eru að fjalla um án þess að hafa nokkrar forsendur til þess...

Eggert Snorri Ólafsson (IP-tala skráð) 19.8.2009 kl. 17:04

7 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Mér sýndist það vera augljóst á myndskeiðinu að bíilinn hélt áfram leiðar sinnar eftir að hafa ekið á hestana. Það var ekki tekið fram með orðum í fréttinni en myndmálið sagði það. Hreint út sagt. Og það var það sem olli viððbrögðum mínum. Ég var því ekki að bulla um neitt sem ekki kom fram í fréttinni hvaða skoðun sem menn hafa á þessu að öðru leyti. Hins vegar get ég eiginlega tekið undir komment Óskars og gert það að mínu.

Sigurður Þór Guðjónsson, 19.8.2009 kl. 17:15

8 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Ég er nú ekki sammál því að þeir hafi haldið áfram eins og ekkert hafi í skorist. Ég er ekki í nokkrum vafa að þeim var mjög brugðið. Af myndunum að dæma óku þeir langtum hægar eftir óhappið en áður. Eigum við ekki að leyfa ökumönnunum um að njóta vafans og að þeir hafi metið aðstæður þannig að þeirra væri ekki þörf á staðnum þar sem aðrir voru augljóslega þar. Það getur líka aukið á aðrar hættur við þessar aðstæður að stöðva keppnistæki á veginum því næstu keppendur koma með mínútu millibili.

Birgir Þór Bragason, 19.8.2009 kl. 18:19

9 identicon

ingibergur (IP-tala skráð) 19.8.2009 kl. 18:30

10 identicon

Í erlendum fréttum um málið kemur fram að ökumennirnir hafi klárað leiðina en tapað sirka 30 sekúndum vegna þessa atviks. Sjá t.d.:

http://www.nydailynews.com/news/us_world/2009/08/18/2009-08-18_wild_horse_hit_by_rally_car_in_south_america_sent_flying_30_feet_into_the_air.html

Það sem mér finnst jafnvel furðulegra í þessu máli er að þessu splatter myndbandi hafi verið dreift út um allan heim af virðulegum fjölmiðlum. Ég sé ekki alveg upplýsingagildið í þessari "frétt".

En auðvitað höfðar svona lagað til lágra hvata fólks og tryggir margar heimsóknir á fréttina, sem er auðvitað það eina sem skiptir máli fyrir þá sem reka miðlana.

Bjarki (IP-tala skráð) 19.8.2009 kl. 19:11

11 identicon

Upplýsingagildið í fréttinni er væntanlega ekkert; en málið matreitt sem æsifrétt.

Ef við skoðum aksturíþróttir í stærra samhengi; má þá ekki alveg deila um hvort að um íþróttir sé að ræða?

Rally, motorkross, torfærur eða formulu? Eru þetta íþróttir?

Mr. Jón Scout Commander (IP-tala skráð) 19.8.2009 kl. 21:25

12 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Mr. Jón svarið er já.

Birgir Þór Bragason, 19.8.2009 kl. 21:32

13 identicon

Herra Jón, afhverju ættu þessar mótoríþróttir ekki að teljast til íþrótta. Þessar íþróttir reyna fullt á líkamann þótt þú feykist um á mótorfáki. Það þarf líka snögg viðbrögð, andlegt úthald og útsjónasemi til þess að geta keppt í þessum íþróttum.

Hvað þarf til þess að eitthvað flokkist sem íþrótt? Er skák t.d. ekki íþrótt af því að hún reynir ekki á líkamann ?

Bjöggi (IP-tala skráð) 19.8.2009 kl. 21:35

14 Smámynd: Óskar Arnórsson

Það er keyrt á hesta um allar jarðir og í mðrgum lðndum. Þessir kappar hefðu nú getað stoppað vegna dýranna sem kanski dóu eða slösuðust.

Íþrótt eða ekki íþrótt kemur málinu ekkert við. Virðing fyrir dýrum á að sitja í fyrirrúmi. Ég er fullkomnlega sammála síðuhöfundi, Sigurði Þóri að þetta sýnir miskunarleysi keppnisfíkla.

Það eru greinilega til margar gerir af "samvisku" hjá fólki. 

Óskar Arnórsson, 19.8.2009 kl. 23:55

15 identicon

Tek undir með Birgi Þór, sem starfsmaður í ansi mörgum rallkeppnum hér á landi hefði engum verið greiði gerður með því að þeir hefðu farið að stoppa til að sinna dýrunum, þeir hefðu mjög líklega búið til meiri hættu með því að stöðva bílinn.

Dóri Stóri (IP-tala skráð) 20.8.2009 kl. 00:50

16 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ekki er ég hafinn yfir gagnrýni og heldur ekki fljótfærmi. Þakka fyrir upplýsandi umræðu sem fær mann til að hugsa.  

Sigurður Þór Guðjónsson, 20.8.2009 kl. 01:44

17 Smámynd: Óskar Arnórsson

Dóri Stóri? Er ekki í lagi að stoppa bíl, hvort sem hann í keppni eða ekkin og huga að slösuð dýrum?

'EG BARa TRÚI ÞESSU EKKI! 

Óskar Arnórsson, 20.8.2009 kl. 01:45

18 Smámynd: Óskar Arnórsson

Gott að þú tókst þetta fram Siggi Þór! Ég fæ bara hjartslátt af að lesa suma krítik á þig.

Ég veit að ég er hundlégur í íslensku, svo þess vegna blogga ég. Ég les pislanna þína með athygli héðan frá Svíþjóð, og kallla ég það fróðleik sem ég les á þinni síðu.

"Ekki er ég hafinn yfir gagnrýni og heldur ekki fljótfærmi. Þakka fyrir upplýsandi umræðu sem fær mann til að hugsa." segir þú!

Algjör snilld! 

Mkv, Óskar 

  

 

Óskar Arnórsson, 20.8.2009 kl. 01:55

19 identicon

Óskar: Ekki þegar það skapar meiri hættu að stoppa á veginum heldur en hitt. Þegar næsti bíll á veginum er á leiðinni mínútu síðar á rétt um 200 km/h á klst. þá er ekkert vit í því að stoppa þegar það er nóg af fólki á svæðinu til þessa að líta til með dýrunum.

Annars sýndist mér þarna vera á ferð eðalsteikur sem fóru illa.

Dóri Stóri (IP-tala skráð) 20.8.2009 kl. 08:20

20 identicon

Það var engin ástæða til að stoppa... hesturinn var farinn af veginum ;)

Birgir (IP-tala skráð) 20.8.2009 kl. 16:50

21 Smámynd: Landfari

Mér finnst nú einkennilegt að enginn skuli gagnrýna umsjónarmenn kepninnar fyrir að þetta skyldi geta gerst.

Ég hélt að ökumenn í svona keppni ættu að geta treyst því að ekkert kvikt sé á ferli á brautinni. Ef svo er ekki hlýtur það að teljast vítaverður akstur að keyra á svona miklum hraða þar sem oft sést takmarkað fram á veginn.

Ég sé ekki að hægt sé að áfellast keppendur fyrir að stoppa ekki fyrst keppnin var ekki hreinlega stöðvuð. Það væri kanski meiri ástæða fyrir keppendur í svona keppnum að stoppa þegar þeir verða varir við að áhorfendur eru komnir hættulega nálægt brautinni en ég held að það sé nú ekki tíðkað.

Landfari, 20.8.2009 kl. 19:39

22 identicon

Íþróttir eru burtreiðar nútímans. Skítt með hver drepst. Aðalatriðið að vinna og aðeins vinna. Sá sem tapar er lúser. Þetta eru skilmingarþrælar nútímans.

Jón bóndi (IP-tala skráð) 24.8.2009 kl. 09:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband