26.8.2009 | 12:52
Drykkjuskapur á Alþingi
Myndband af Sigmundi Erni Rúnarssyni í ræðustól á alþingi hefur vakið upp þær grunsemdir að hann hafi verið ölvaður.
Á Vísi is. er haft eftir vitnum að hann hafi hellt í sig víni í kvöldverðarboði MP banka fyrr þetta sama kvöld og hann hélt ræðuna. Sjálfur þvertekur hann fyrir að hafa drukkið áfengi. Vísir segist hafa rætt við fjölmarga þingmenn sem voru í þingsalnum og enginn kannaðist við að Sigmundur hafi verið drukkinn.
Kvöldfréttir Ríkisútvarpsins í gærkvöldi og Mbl. is í dag sögðu frá því að Ragnheiður Ríkharðsdóttir ætli að ræða framkomu Sigmundar á fundi forsætisnefndar á morgun.
Sigmundur Ernir hefur gefið sínar skýringar: ''Upp úr klukkan tíu og fram til hálftólf var kominn mikill galsi í þingsalinn og orðafar manna eftir því," segir hann. Með þessum orðum sínum játar þingmaðurinn að umræðurnar hafi í það minnsta eitthvað verið öðruvísi en venjulega. Það er því ekki út í hött, ekki síst í ljósi myndbandsins, að mönnum detti í hug að eitthvað hafi verið athugavert við þingmanninn.
Vitni segja að hann hafi neytt áfengis. Hann segist ekki hafa gert það. Annar hvor vitnisburðurinn er ósannur. Það er alvarlegt ef venjulegir borgarar bera ljúgvitni gegn öðrum borgara . En það er enn þá alvarlegra ef þingmaður segir ósatt og reyndar einnig það að hann sé drukkinn í ræðustól á alþingi.
Það verður fróðlegt að sjá hvað kemur út úr fundi forsætisnefndar.
Það er óþolandi ef þingmaður er undir áhrifum áfengis í umræðum á alþingi. Slíkt á ekki að koma fyrir. Um það eiga allir þingmenn að vera sammála og fordæma slíkt athæfi og ætti þar engu máli að skipta hver í hlut á.
Meðvirkni þjóðarinnar í áfengismálum er hins vegar mikil. Meðvirkni manna í stjórnmálaflokkum með hverjum öðrum er ekki minni. Skyldi Ragnheiður hafa tekið þetta mál upp ef Sjálfstæðismaður hefði átt í hlut? Nei, ætli það.
Eigi að síður er gott að hún hafi tekið upp málið og það á að veita henni stuðning í því. Menn eiga að gleyma stjórnmálunum um stund og einbeita sér að umgengnishætti þjóðarinnar við áfengi.
Það á að komast heiðarlega til botns í þessu máli. Það á ekki að láta það bara detta upp fyrir.
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Desember 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Athugasemdir
Kannski fullmikið að segja að hann hafi verið drukkinn; hefur hann ekki frekar verið "kenndur". ?
(Án þessað ég þekki til aðstæðna).
Mr. Jón Scout Commander (IP-tala skráð) 26.8.2009 kl. 13:28
Það er sama að vera ''kenndur'' og vera drukkinn.
Sigurður Þór Guðjónsson, 26.8.2009 kl. 13:37
Verða menn drukknir af 3-4 léttvínsglösum?
Ég skilgreyni drukkinn mann þannig; að hann hafi enga stjórn á aðstæðum.
Það var nú varla svo í þessu tilviki.
(Án þess að ég ætli að fara að halda uppi vörnum fyrir manninn)
Mr. Jón Scout Commander (IP-tala skráð) 26.8.2009 kl. 15:29
Kannski var hann bara svona blóðlaus, þannig að léttvínir fór alveg með hann ... :)
DoctorE (IP-tala skráð) 26.8.2009 kl. 15:47
Það er aðeins virðulegra að vera kenndur heldur en drukkinn.
Emil Hannes Valgeirsson, 26.8.2009 kl. 17:13
Drukkinn eða kenndur. Gildir einu. Hann var ekki í eðlilegu ástandi og tilsvörin og viðbrögð önnur en til mátti ætlast. Þetta skiptir þó minna máli en það, að alþingismaðurinn laug að þjóðinni eins og bert er orðið. Hann reyndi að bjarga sér úr þessum pytti með ómerkilegri afneitun.
Það veit ekki á gott. Er málatilbúnaðurinn sama marki brenndur í því, sem meira máli skiptir? Sá spyr sem ekki veit.
Ásgeir heitinn í Ásgarði, fyrrum þingforseti, sagði mér margar sögur af kennderíi þingmanna allt frá árinu 1949. Ég minnist þess ekki að hann hafi sagt þá hafa reynt að skrökva sig út úr vandræðunum.
Sigurbjörn Sveinsson, 26.8.2009 kl. 17:31
Drykkjuskapur þingmanna á þingi hefur reyndar lengi verið vel þekktur. Ég bíð eftir viðbrögðum forsætisnefndar sem mér finnst miklu skipta. Mín afstaða er einföld: Menn eiga ekki að kóa í svona málum eins og mér sýnist menn reyndar vera að gera út um allt netið. Það ætti að vera sú einfalda regla að þingmaður sem stígi undir áhrifum áfengis í ræðustól alþingis víki af þingi. Einföld regla er gilti fyrir alla. Annað er meðvirkni og áfengisdaður.
Sigurður Þór Guðjónsson, 26.8.2009 kl. 17:37
Heyrði á samtal í heita pottinum: "Þeir (Alþ.m.) mættu allir vera í'ðí, það gæti ekki versnað".
En svona án gríns, þá má þetta ekki líðast. Hann hefur viðurkennt að hafa drukkið áfengi.
Eygló, 26.8.2009 kl. 18:31
Það hæfir ekki að mæta kenndur í opinbert embætti og vera þar með óhæfur í verkefnið.
ElleE (IP-tala skráð) 26.8.2009 kl. 18:51
Sigmundur var haugafullur, vel kenndur og drukkinn eins og svín og nú lýgur hann eins og hann mígur. Hann ætlar að leysa vandann í landinu í einni allsherjar vímu.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 26.8.2009 kl. 20:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.