28.8.2009 | 01:36
Að koma ábyrgð yfir á þolendur
Þess hefur gætt í viðbrögðum við ölæði þingmannsins á Alþingi, bæði í blaðagreinum og á bloggi, að reynt sé að taka á einhvern hátt ábyrgðina á því sem gerðist frá honum og varpa henni yfir á umhverfið.
Spurt er hvort aðrir þingmenn hafi notfært sér ástand hans og spilað á það.
Sitthvað er til í ábendingum af þessu tagi. Viðbrögð manna við hverju einu sem gerist geta verið sæmileg eða ósæmileg.
Þetta er samt aukaatriði.
Ábyrgð á ölvunarástandi er á ábyrgð hins ölvaða en ekki umhverfisins.
Alveg eins og ofbeldi er á ábyrgð gerandans en ekki þolandans.
Þessar raddir eru því einfaldlega klassískt dæmi um meðvirkni hvað varðar misnotkun áfengis.
Margir hafa hneykslast á þessu ölæði í þinginu. Sú umræða er jákvæð. Umræða um svona nokkuð hefði verið þögguð niður fyrir nokkrum árum. Okkur er sem sagt að fara ofurlítið fram almennt talað í viðhorfi til umgengni okkar við áfengi.
Það verður samt ekki sagt um Alþingi. Öll viðbrögð þingsins hafa verið fyrir neðan allan hellur og eru hreinlega með ólíkindum.
Allt snýst þetta ekki um einstaklinga og breyskleika þeirra. Það varðar viðhorf og hugsunarhátt.
Áfengismóral.
Að lokum: Ég hef haldið úti bloggsíðu í þrjú ár en aldrei skrifað um áfengismál.
En það er ekki hægt að þegja þegar annað eins og þetta gerist.
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Desember 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Athugasemdir
Hver segir að pólitík og áfengi fari ekki ágætlega saman. Fjölmargir landsfeður hafa verið örgustu drykkjusvolar og mest dáðu mikilmennin líka eins og t.d. bragvættur heimsins Winston Churchill sem drakk víst tvær whiskey flöskur á dag, þegar verst lét.
Er ekki Boris Yeltsin sagður frelsishetja Rússlands, hann sem dansaði fullur við hvert tækifæri, þ.e. þegar hann var ekki að fást við hjartaáföll. J
jafnvel Drottningarmóðurinn hér í Bretlandi var sögð ekki komast af með minna en eina flösku af gini á dag.
Dáðustu skáld íslensku þjóðarinnar sem jafnframt voru Pólitíkusar og fyllibyttur, menn eins og Einar Ben eru heiðraðir í dauðanum með greftrun í þjóðarkirkjugarðinum á þingvöllum. Kannski að skáldið Ernir stefni þangað.
Svanur Gísli Þorkelsson, 28.8.2009 kl. 02:18
Hafi ég lýst því yfir fyrr í dag að ég myndi ekki fjalla meir um þetta mál, þá er sjálfsagt að biðjast velvirðingar á því. Geri það hér með góðfúslega. (sic)´
Fall Íslands má fyrst og fremst rekja til "ofur"umburðarlyndis á öllum stigum mannfélagsins, þegar kemur að reglum og siðlegum gildum.
Nú er mál að linni. Já það verður hundfúlt, svart og hvítt, en áframhaldandi umburðarlyndi má ekki þrífast ef við eigum að eiga einhverja von. Hann laug, og braut þar með þingmannsheiti sitt, auk þess var hann drafandi fullur, sem er allt í lagi í góðra vina hópi, en ekki fyrir framan alþjóð að fjalla um mestu drápsklyfjar sem settar hafa verið á eina þjóð.
Fyrir það á hann að víkja, öðrum til aðvörunar, og sem risastórs skrefs í átt til nýja Íslands. Aumkunnarverðir frammíkallarar og æsingarfólk, á að fá ærlega áminningu frá bjöllu-Ástu
Jenný Stefanía Jensdóttir, 28.8.2009 kl. 03:07
Það er einmitt þetta viðhorf þitt Svanur sem ég er að andæfa. Að það sé allt í lagi með alkóhólisma og afleiðingar hans. Mér finnst í þessu máli mikið bera á slíkum skoðunum. Margir mikilhæfir menn hafa verið haldnir drykkjufíkn. Það gerir alkóhólisma samt ekkert skárri og heldur ekki drykkjulæti á almannafæri.
Sigurður Þór Guðjónsson, 28.8.2009 kl. 09:58
En Sigurður :)
Ég skil að þú ert að gagnrýna að þetta framferði Ernis skuli ekki gagnrýnt. En þú átt eftir að útskýra hvers vegna það er ámælisvert að mæta fullur í vinnuna, sérstaklega þessa vinnu. Þetta sem þú kallar drykkjufíkn á sér mikla samsvörun í þjóðarsálinni. Margir hafa mætt groggaðir í vinnuna og engin sér neitt athugavert við það. Hvað sérð þú athugavert við að mæta fullur í pontu á alþingi? Hvað er rangt við það?
Svanur Gísli Þorkelsson, 28.8.2009 kl. 10:13
Hvað er rangt við það að vera fullur á löggjafarsamkomu þjóðarinnar? Ætli þú vitir þetta ekki sjálfur Svanur. Þar er verið að ræða velferð þjóðarinnar í smáu og stóru og mikilvægt að það sé gert af yfirvegum og viti. Áfengi virkar fyrst og fremst á æðstu vitsmunastöðvar heilans og dregur úr dómgreind manna og yfirvegun. Þetta vita allir. Og þetta er ein af ástæðunum fyrir því að það er rangt að vera ölvðaur þar sem aðgæslu er þörf en það mun þurfa í allri vinnu. Jú, ég hef séð hótfyndni og útúrsnúninga með það að á alþingi sé enginn með dómgreind svo þetta skipti ekki máli þar. Þó ég hafi gaman af kaldhæðni og gráglettni hef ég kosið að fjalla um þetta mál á alvarlegum nótum. Ég hef gert skýra grein fyrir skoðunum mínum og hef eiginlega engu við þær að bæta.
Ég trúi því annars ekki að þér sé alvara með þessar arhugasemdir þínar, t.d. að enginn sjái neitt athugavert við að mæta fullur í vinnuna, en það held ég að nú orðið sé yfirleitt ekki liðið.
Sigurður Þór Guðjónsson, 28.8.2009 kl. 10:40
Mér er full alvara með þessar athugasemdir mínar um alþingismenn og stjórnmálamenn Sigurður. Það eru engir útúrsnúningar eða hótfyndni. Þessi stofnun Alþingi er vita gagnslaus til að "ræða velferð þjóðarinnar í smáu og stóru". Hún er eitt skrýpashow og það er vel við hæfi að niðurlæging hennar birtist í drykkjulátum í ræðustól. Að taka hana alvarlega er að veita henni stuðning sinn og brautargengi.
Svanur Gísli Þorkelsson, 28.8.2009 kl. 10:56
Þetta sjónarmið þitt er allt annar vinkill en ég var að nota. Ég var að beina sjónum mínum að umgengni manna við áfengi almennt í þjóðfélaginu og hvernig hún birtist á Alþingi í því sambandi.
Sigurður Þór Guðjónsson, 28.8.2009 kl. 11:03
Í sjálfsævisögu Stefáns Jóhanns Stefánssonar, fyrrum forsætisráðherra Íslands m.m. er sérstakur kafli um það hvað áfengi og notkun þess hafi fært honum margar ánægjustundir um dagana.
Fátt bendir til annars en að St. Jóh. St. hafi verið hófsmaður á vín, en erfitt er að hugsa sér þann núlifandi stjórnmálamann, íslenskan, sem þyrði að setja svona þanka á blað.
Því miður hef ég ekki bók Stefáns Jóhanns við hendina, en tel mig þó muna þar rétt, að hann mælir hvergi með því að menn séu hreifir í þingsölum.
Hildur Helga Sigurðardóttir, 28.8.2009 kl. 13:40
Í þessu samandi vil ég drepa á atriði í leiðara Moggans í dag. Þar segir að neitun Sigmundar Ernis á því í fyrstu að hann hafi neytt áfengis sé alvarlegri en það að hann neytti þess yfirleitt fyrir þingfund. Í mínum huga er þetta tvennt bara sitt hvor hliðin á sama fyrirbrigði: Því andlega sjúkkelsi og óheiðarleika sem fylgir misnotkun á áfengi og er alþekkt fyrirbrigði.
Það er ekkert nema misnotkun á áfengi að fara ölvaður í ræðustól á alþingi.
Sigurður Þór Guðjónsson, 28.8.2009 kl. 13:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.