4.9.2009 | 11:42
Pirringur
Vefir Veðurstofunnar á netinu eru þeir bestu sem veðurstofur Norðurlanda bjóða upp á og þó miklu víðar væri leitað.
Þeir eru nú tveir í gangi, sá nýi og sá gamli.
Eigi að síður ætla ég að kvarta dálítið yfir þeim núna.
Á gamla vefnum birtist kvölds og morgna yfirlit um nóttina og daginn. Á morgnana er hægt að sjá þarna sólskinsstundirnar sem mældust daginn áður í Reykjavík og kemur þetta hvergi annars staðar fram á vefum Veðurstofunnar. En undanfarið hefur verið óregla á þessum upplýsingum. Þær koma ekki. Síðustu upplýsingar núna eru t.d. frá því klukkan sex í gær. Engar upplýsingar er þá að hafa um sólina í Reykjavík auk þess sem hámarks-og lágmarkshiti í Reykjavík og á landinu um nóttina og svo aftur yfir daginn og mest úrkoma og vindur kom þarna alltaf fram.
Mesti og minnsti hiti koma fram hér á nýja vefnum fyrir sjálfvirkar stöðvar en aðeins fyrir þrjár stöðvar í einu. En ekki fyrir mönnuðu stöðvarnar.
Þær koma hins vegar á gamla vefnum hér. Sá galli er þó á gjöf Njarðar að hitinn er frá kl. 18 til 18 sem þýðir það að stundum er mesti hiti sem gefinn er upp í rauninni frá því daginn áður. Annar listi er frá kl. 9 til 9 sem kemur á morgnanna. Hann er skárri að þessu leyti. Það var áður hægt að smella á sjálfvirku stöðvarnar sem fylgja þarna með hinum mönnuðu og leiddi það menn beint inn á upplýsingar frá viðkmomandi sjálfvirkir stöð. Þetta er ekki hægt lengur heldur kemur þetta sem þýðir að menn verða að leggja í leit og vesen. Þetta er afturför.
Ég botna satt að segja ekkert í því að ekki sé búið að setja inn á nýja vefinn daglegt uppgjör fyrir allar stöðvar fyrir hita og úrkomu, að ógleymdu sólskini fyrir Reykjavík og Akureyri. Hitalistarnir fyrir mönnuðu stöðvarnar ættu alls ekki að vera frá klukkan 18 til 18 eða klukkan 9 til 9 heldur frá klukkan 9-18 og svo aftur frá klukkan 9 til 18. Listarnir fyrir sjálfvirku stöðvarnar mættu vera frá miðnætti til miðnættis eins og nú er á nýja vefnum en einungis fyrir þær þrjár stöðvar sem mæla mest og minnst. Þær ættu allar að vera inni með daglegan hámarks-og lágmarkshita og úrkomu sem það mæla.
Á gamla vefnum voru skemmtileg kort sem birtust reglulega á þriggja tíma fresti allan sólarhringinn. En nú hefur óregla hlaupið í þetta. Kortin birtast þannig að einhvern tíma eftir klukkan níu á morgnana koma kortin frá klukkan 3,6 og 9 en fremst er alltaf kortið frá hádegi daginn áður! Síðan kemur ekkert meira á síðuna fyrr en næstu nótt þegar hægt er að sjá kortin sem komu eftir hádegi og fram til miðnættis. En alltaf er eitthvað hádegiskort fremst. Upplýsingarnar sem á þessum kortum er hægt að sjá annars staðar. En þessi kort eru mjög skemmtileg og falleg og þau eiga að vera í lagi úr því verið er að birta þau á annað borð.
Mér sýnist gamli vefurinn vera að drabbast niður án þess að hirt sé um að koma upplýsingum á honum inn á þann nýja. Pirrandi!
Að lokum: Eitthvað er í ólagi með lágmarkshitann á mönnuðu stöðinni á Höfn í Hornafirði. Hún er nú hvað eftir annað með mesta kulda á landinu, með eins stigs frost í nótt. Það gengur engan veginn upp.
Afsakið pirringinn í mér í dag. En þetta er meðfæddur andskoti!
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Desember 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Athugasemdir
Sæll Sigurður.
Þú ættir að skoða norska www.yr.no. sem er frábær vefur. Hægt er að fá spár fyrir einstaka staði hér á land. Kannski veistu af honum nú þegar.
Sigurbjörn Svavarsson, 4.9.2009 kl. 12:39
Ég veit af þessum vef. Þegar ég segi að íslenska vefsíðan sé svona góð á ég fyrst og fremst um upplýsingar um veður á landinu sem eru meiri en flestar veðurstofur gefa upp til almennings. Ég hef reyndar engan sérstakan áhuga á spám um veður, meiri um raunverulegt veður.
Sigurður Þór Guðjónsson, 4.9.2009 kl. 12:50
Elsku kallinn minn.. ég ætla að kvarta undan þessari mynd af þér, ég væri löngu búinn að heimsækja þig nema að mér fannst alltaf að þetta væri Hannes Hólmsteinn... sorry :)
DoctorE (IP-tala skráð) 4.9.2009 kl. 14:45
Mér finnst hann bara landsföðurlegur DoctorE. Þetta er eins og portrett af þjóðhöfðingja. Treystu því að Sigurður er ekki í neinum skilningi líkur Hannesi Hólmsteini. Mætti segja hann andhverfuna ef eitthvað er.
Fyrirgefðu svo Sigurður að ég hafi þig hér í þriðju persónu á eigins bloggi.
Jón Steinar Ragnarsson, 4.9.2009 kl. 18:47
Ég er að hugsa um að leysa þennan myndaágreining með því að láta bara mynd af mínum sérlega sendiherra, monsjör Mala, á forsíðuna.
Sigurður Þór Guðjónsson, 4.9.2009 kl. 18:54
Mjá
Kama Sutra, 4.9.2009 kl. 19:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.