Rysjóttur september

Jæja, það er best að halda sig þá bara við veðrið!

September er nú hálfnaður. Meðalhitinn er í Reykjavík 10,0 stig, tæp tvö stig yfir gildandi meðallagi.  Hitinn hefur farið upp í 10 stig eða meira hvern dag í Reykjavík en það er ekki alltaf svo þegar mánuðurinn er hálfnaður. Flesta daga hefur rignt en úrkomumagn er ekki mikið.

Það sem stendur upp úr finnst manni er það hvað mánuðurinn hefur verið hryssingslegur alveg eins og í fyrra. Sól er nánast aldrei svo heitið geti.

Eftir því sem lengra líður á mánuðinn dofna vonir manns að fá notalegan sólskinsdag með sæmilegum hita, það er að segja hita sem gæti verið á sumardegi. Þrátt fyrir tiltöluleg hlýindi finnst mér þessi mánuður vera antiklímax á sumrinu. Hann er reyndar ekki búinn en spáin næstu daga gefur ekki ástæðu til að vona að verulega góðir dagar komi nokkuð hér syðra. 

Þessi svokallaða hitabylgja var svo sem ágæt fyrir norðan en það fylgir þessu öllu saman mikill hryssingur og vesen, eitthvað svo langt langt frá mildum og góðum haustdögum.    

Engir dagar ársins finnst mér eins sérstakir sem tiltölulega hlýir og bjartir dagar  um jafndægur á hausti án þess þó að um einhvern methita sé að ræða en slíkum hitum fylgir yfirleitt ekki sól á þeim árstima á suðurlandi.

Ég á við daga eins og þennan sem hér sést.

Viðbót 17.9. Enn heldur Höfn í Hornafirði, af öllum stöðvum, að mæla flesta daga minnsta lágmarkshita á kvikasilfursmæli á landinu. Þessar mælingar sýna svona fimm stig lægra en  sjálfvirki mælirinn á staðnum og eru auk þess í engu samræmi við hitafarið annars staðar á suðausturlandi og það sem venjan segir að búast megi við á stað eins og Höfn á þessum árstíma  í því veðurlagi sem ríkt hefur. En svona hefur samt þetta gengið allan mánuðinn.

2000-09-23_12.gif

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alltaf gott að demba sér í veðurumræður inn á milli

DoctorE (IP-tala skráð) 16.9.2009 kl. 22:32

2 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Nú er bara spurningin hvort krossnefurinn gerir sér hreiður um eða eftir áramót. Sú vangavelta er í raun makalaus en að öllu leyti í takti við náttúruna.

Sigurbjörn Sveinsson, 16.9.2009 kl. 22:38

3 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Smá bloggleyndó: Ég er mjög meðvitaður blogari og nota stundum veðurfærslur einmitt til að lægja öldur sem farnar eru að rísa hátt á blogginu!

Sigurður Þór Guðjónsson, 16.9.2009 kl. 22:42

4 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Nettop!

Sigurbjörn Sveinsson, 16.9.2009 kl. 22:47

5 Smámynd: Kama Sutra

Líkt og ísköld sturta eftir hot og steamy sex... 

Kama Sutra, 16.9.2009 kl. 23:05

6 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Kama Sutra ætti að vita það!

Sigurður Þór Guðjónsson, 16.9.2009 kl. 23:09

7 identicon

Ég gæti nú æst málin smá í þessu veðurtali með því að fara að skammast út í veðurguði

DoctorE (IP-tala skráð) 17.9.2009 kl. 10:24

8 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ef þú ferð að atast í veðurguðunum Doksi skaltu eiga mig á fæti!

Sigurður Þór Guðjónsson, 17.9.2009 kl. 10:39

9 identicon

Ef trúarbrögð væru með veðurfréttir ;)

DoctorE (IP-tala skráð) 17.9.2009 kl. 12:20

10 Smámynd: Kama Sutra

Dokksinn hittir í mark eins og venjulega. 

Kama Sutra, 17.9.2009 kl. 17:24

11 identicon

Fátt er ljúfara en milt haustveður. Við Norðlendingar kvörtum ekki, þótt stundum hafi blásið fullmikið af suðvestri. En örvæntið eigi, Sunnlendingar! Eg man 13-15 stiga hita í okt-nóv og indælt faðmlag við haustfagra náttúru í svo mildu veðri. Það kemur, veriði viss!

Áskell Örn Kárason (IP-tala skráð) 17.9.2009 kl. 18:32

12 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Það er ekkert víst að komi svona dagur í Reykjavík héðan af. Í fyrra gerðist það ekki.

Sigurður Þór Guðjónsson, 17.9.2009 kl. 19:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband