25.9.2009 | 17:10
Ekki neitt blíðskaparveður
Í morgun var alhvít jörð í fyrsta sinn í haust á nokkrum veðurathugunarstöðvum á láglendi. Mest var snjódýptin 12 cm í Steinadal inn af Kollafirði á Ströndum en einnig var alhvítt innst í Steingrímsfirði og á einum stað við Ísafjarðardjúp.
Ansi er þetta snemma og ansi er þetta vondur endir á góðu sumri. Þessi september hefur reyndar verið ósköp leiðinlegur á suðurlandi. Sólarlítill og hryssingslegur og ætlar að enda illa. Þegar upp verður staðið er vafasamt hvort hann nái hitameðaltali áranna 1931-1960 en hann nær meðaltali áranna 1961-1990 en það meðaltal er eiginlega orðið út í hött fyrir veðurfar nútímans.
Á mánudag verður bjart veður um land allt en einungis fárra stiga hiti um hádaginn. Ásdís Auðunsdóttir veðurfræðingur kallaði það ''blíðskaparveður'' í sjónvarpsspánni í gær. Það finnst mér ekki viðeigandi lýsing. Mér finnst að hiti skipti líka máli þegar talað er um blíðskaparveður. Það er ekki nóg að sé kyrrt veður og stillt. Orðið blíða felur í sér mildi en ekki hörku.
Stillt og bjart veður á þessum árstíma með næturfrostum og kannski fimm stiga hámarkshita í sólinni er ekki blíðskaparveður. Ef hitinn færi í 10 stig væri nær lagi að tala um blíðskaparveður en fyrst og fremst ef hitinn væri enn þá meiri.
Það dettur úr manni allur sumarfílingur að fá bjartviðri í september með næturfrostum og dagshita rétt yfir frostmarki.
Það er nánast þjófstart á haustinu og ekki blíðskaparveður fyrir fimm aura í mínum augum.
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Desember 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Athugasemdir
Þetta er nú meiri gusturinn. Haglél og læti.
Emil Hannes Valgeirsson, 25.9.2009 kl. 22:58
Algjör viðbjóður. Forsmekkurinn að Hreggviði, harðasta vetri í manna minnum sem er að fara að skella á!
Sigurður Þór Guðjónsson, 25.9.2009 kl. 23:12
Mokaði mig í gegnum skafla á Svínadal vestri í október 1980. Eftir það komu sjö harðir vetur.
Sigurbjörn Sveinsson, 26.9.2009 kl. 01:07
Í alvöru talað þá voru árin kringum 1980 sérlega köld og veturnir frá 1975 og áfram í mörg ár alveg einstaklega. Það er ekki líklegt, miðað við stöðu mála, að eitthvað ámóta sé í uppsiglingu.
Sigurður Þór Guðjónsson, 26.9.2009 kl. 09:49
Hér fyrir norðan blása viðskotaillir vindar. Á slíkum dögum er upplagt að elda kálfakjöt. Það ætla ég einmitt að gera í kvöld. Þá býð ég upp á soðinn kálf í túnfisksósu. Það hefði nú ekki verið amalegt að geta boðið þér í mat.
Svavar Alfreð Jónsson, 26.9.2009 kl. 09:55
Sama og þegið.
Sigurður Þór Guðjónsson, 26.9.2009 kl. 10:29
Mér finnst þú full prinsippfastur þarna, Sigurður. 5 stig með sól og logni er gott veður til útivistar. Þannig er það hér á Akureyri í dag: pollurinn spegilsléttur og fullur af haustlitum úr hlíðum Vaðlaheiðar. Þetta eru blíð sköp frá mínum bæjardyrum séð.
áskell örn kárason (IP-tala skráð) 28.9.2009 kl. 17:01
Þetta er ekki nein prinsippfesta. Ég er að tala um ákveðið veðurlag, hlýja haustdaga sem stundum koma. Ekki neita ég því að það sé gott og fallegt haustveður t.d. í dag en það er bara annars konar veður en ég hef í huga, ég á við haustdaga sem fyrir hita sakir gætu gengið sem sumardagar. Slíkir dagar koma þó nokkuð oft seint i september og jafnvel fyrst í október og eru allt annar veðurflokkur en veðrið sem nú er. Það fylgir þeim ekstra sjarmi. En sá sjarmi kemur ekki nema í sumum árum. Hins vegar er þetta kuldakast nokkuð hastarlegt eftir árstíma og ekki dæmigert fyrir árstíðina þó annað eins gerist auðvitað stundum.
Sigurður Þór Guðjónsson, 4.10.2009 kl. 01:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.