Esjan orðin hvít

Það mátti ekki seinna vænna að skaflinn í Gunnlaugsskarði í Esju hafi horfið í gær. Nú er fjallið orðið alhvítt niður í miðjar hlíðar. Klukkan 18 var hitinn í Hreppunum 1 stig og ekki kæmi á óvart þó snjór verði á jörðu í fyrramálið á láglendi á suður-og vesturlandi. Í dag gekk á með hagléljum í Reykjavík. 

Tímaspursmál er hve nær  frýs í Reykjavík og það getur hæglega komið snjór fyrir mánaðarlok.  Það hefur aðeins gerst árin 1926, 1954 og 1969 að snjó hafi fest í borginni í september.

Það er nánast móðgun við náttúrulega dómgreind að kenna þetta veðurlag þegar ekki er lokið september á einhvern hátt við blíðu eins og gert hefur verið.

Bjartir dagar í kjölfar svona ískalds vestanskots eru eitthvert hvimleiðasta kuldaástand sem getur komið á þessum árstíma.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hér á Siglufirði snjóaði í fjöll s.l. nótt og í dag gekk á með blautlegum éljum í byggð.

Jón Steinar Ragnarsson, 26.9.2009 kl. 19:47

2 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Já, hér í Norðlingaholti um kl 18 skall á þetta flotta haglél, og spái ég því að í kvöld og í nótt muni snjóa!

Guðmundur Júlíusson, 26.9.2009 kl. 20:05

3 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Móða á gleraugunum. Ellimerki?

Ólafur Þórðarson, 29.9.2009 kl. 06:28

4 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Og virðist enn hvít, þó snjóinn hafi tekið upp fyrir löngu.

Sigurbjörn Sveinsson, 30.9.2009 kl. 22:36

5 Smámynd: Kama Sutra

Er Nimbusinn týndur og tröllum gefinn?

Kama Sutra, 1.10.2009 kl. 09:00

6 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Nimbusinn gæti verið frosinn.

Emil Hannes Valgeirsson, 1.10.2009 kl. 09:47

7 identicon

Þú ættir að flytja í Kópavoginn, Sigurður. Ekki snjóaði hér í dag - og yfirleitt aldrei fyrr en í desember!

Ómar Valdimarsson (IP-tala skráð) 2.10.2009 kl. 00:20

8 identicon

Sæll,

 Var að lesa gamalt blogg hjá þér og sá góða færslu um fordóma heilbrigðisstarfsmanna gagnvart geðsjúkum. Ég tók eftir að þú vitnaðir í stóra rannsókn sem gerð var á sálfræðingum, læknum og hjúkrunarfræðingum og þar sem að ég er að leita mér að heimildum um þetta efni þá langaði mér að vita hvar þú fannst þessa rannsókn.

 Bestu kveðjur

Birna 

Birna Katrín Halldóttir (IP-tala skráð) 6.10.2009 kl. 13:39

9 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Nú verð ég að leita Birna en er ekki viss um að ég finni. Þessi færsla er ekki lengur inni enda var hún flutt sem erindi á ráðstefnu og þá vitnar maður munnlega í heimldir. Er ekki viss um að ég finni frumheimildina lengur en skal reyna. 

Sigurður Þór Guðjónsson, 6.10.2009 kl. 14:07

10 identicon

Sæll Sigurður,

 Takk fyrir skjót svör, frábært ef þú fyndir hana enda er ég í miklum vandræðum að finna góðar rannsóknir en ef það tekst ekki þá þakka ég bara samt fyrir.

Bestu kveðjur 

 Birna 

Birna Katrín (IP-tala skráð) 6.10.2009 kl. 14:23

11 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ég vitnaði ekki beint í rannsóknirnar Birna en vísaði á kynningu Steindórs J. Erlingssonar á þeim sem birtust einhvers staðar en ég man ekki hvar. Steindór gæti frætt þig um þetta. Rannsóknin var um viðhorf geðheilnrigðisstarfsfólks til sjúklinga sinna.

Sigurður Þór Guðjónsson, 6.10.2009 kl. 21:48

12 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Nú hefur annálaveður gengið yfir fullt með bloggtilefnum. Og Nimbus hímir undir vegg í fullkomnu afskiptaleysi.

Það er átakanlegt.

Hvað snertir okkur frekar en ótaminn landsynningur?

Sigurbjörn Sveinsson, 9.10.2009 kl. 23:43

13 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ég ligg undir feldi. Reyndar er of mikið úr þessu veðri gert eins og öllum öðrum veðrum síðustu árin en alvöru ofviðri hefur ekki komið í mörg ár.

Sigurður Þór Guðjónsson, 10.10.2009 kl. 00:16

14 Smámynd: Kama Sutra

Malapabbi - til hamingju með hrukkuna sem var að bætast við!

Kama Sutra, 10.10.2009 kl. 01:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband