Flókið Gagnatorg

Skýrt hefur verið frá því að opnað hafi verið vefsvæðið Gagnatorg. Þar á að vera hægt ''með einföldum hætti'', eins og segir í kynningu, að finna allar veðurathuganir Veðurstofunnar.

Þeir sem standa að  vefnum, sem eru aðrir aðilar en Veðurstofan, gera sér glæstar vonir um að grunnurinn gagnist ekki aðeins grámyglulegum fræðimönnum heldur líka kynferskum nemendum og sérlunduðum áhugamönnum um veðurfar. 

Ekki virðist vefurinn samt árennilegur og næsta víst að notkun hans vefjist fyrir nemendum og áhugamönnum. Til að komast eitthvað áfram verða menn að fylla út heil ósköp af einhverju sem virðist vera það sama en með mismunandi nöfnum; ''mæling'', ''upprunaleg gildi,'' ''gæðastimplar'', hvað merkir þetta?

Engar skýringar um eitt né neitt eru sjáanlegar.

Allt er þetta litlu skiljanlegra en vegir almættisins. 

En kannski er þetta bara byrjunin. Til þess að  venjulegu fólki geti gagnast þessi vefur þarf  nauðsynlega að gera hann aðgengilegri.

Viðbót: Þegar maður fer að skoða vefin grandgæfilega renna upp fyrir manni ýmis göfug skilningsljós. Eigi að síður ættu vefmeistarar að gefa skýringar, þarna eru t.d. skammstafanir sem ekki liggja í augum uppi og hætt er við að ýmislegt í töflum sem upp koma þegar leitað er geti valdið misskilningi hjá námsmönnum og áhugamönnum. Auk þess þyrfti að sjást hvað gögn ná langt aftur fyrir hverja stöð. Og síðast en ekki síst ætti að raða veðurstöðunu í dálkinum þar sem hægt er að haka við þær eftir einhvers konar röð, stafrófsröð, landsröð, eftir gerð veðurstöðvar eða á einhvern annan kerfisbundinn hátt,  en röðin er núna gjörsamlega holt og bolt. Það tekur því langan tíma að leita að tiltekinni stöð. Þá vill hakast af sjálfsdáðum við eitthvað sem maður hefur ekkert hakað við og veldur töfum og leiðindum. Loks er bagalegt að ekki skuli vera hægt að komast fyrirhafnarlaust í upphafsstöðu, maður þarf að fletta til baka langar leiðir ef maður hefur verið að skoða stöðvar og eitt hefur leitt af öðru. Það er líka þreyandi að leitarramminn sem maður slær inn með tímabil, t.d. 1.10.2009-10.10. 2009 og vill skoða dag (en ekki klukkustundir eða mánuði) þá halda þessar stillingar ekki áfram ef maður vill skoða margar stöðvar, maður þarf því sífellt að vera að slá inn aftur  þessum tímaviðmiðunum. Svona er þetta hjá mér og ég geri ráð fyrir að það sé ekki mín tölva sem veldur heldur sé feillinn hjá Gagnatorgi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Ertu að segja mér að "einfaldur háttur" sé flókinn? Þú er bara ekki nógu einfaldur.

Sæmundur Bjarnason, 9.10.2009 kl. 18:21

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ég tala ekki um einfaldleikann Sæmundur, það eru þeir sem standa að Gagnatorginu og ég er að draga orð þeirra í efa.

Sigurður Þór Guðjónsson, 9.10.2009 kl. 18:23

3 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Bara smástríðni. Þegar kemur að svona löguðu tek ég meira mark á þér en nokkrum öðrum.

Varðandi t.d. aðgengi fatlaðra að tölvugögnum tek ég meira mark á Arnþóri Helgasyni en nokkrum öðrum.

Sæmundur Bjarnason, 9.10.2009 kl. 18:59

5 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Takk fyrir þetta Pálmi Freyr! Það eru truflanir á vefnum, sem áreiðanlega stafa ekki af minni tölvu, það koma upplýsingar sem ekki er beðið um, hakast sjálfkrafa við einhvern fjandann, alltaf það sama, sem ekki er spurt um,veðurstöðvadálkurinn hreyfist upp og niður og svona hitt og þetta.

Sigurður Þór Guðjónsson, 12.10.2009 kl. 13:03

6 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Það virkar nú ekki hjá mér að smella á stöðvar á kortinu.

Sigurður Þór Guðjónsson, 12.10.2009 kl. 23:30

7 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Mér gengur heldur ekkert með þetta gagnatorg. Ég sé t.d ekki að hægt sé að kalla fram graf yfir meðalhita, bara Min og Max. Það gengur illa að slá inn dagsetningar og þar fyrir utan er síðan svo óþæg að ég þurfti að neiða forritið til að hætta núna síðast.

Emil Hannes Valgeirsson, 13.10.2009 kl. 00:14

8 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Síðan er illviðráðanleg og er með ýmsa stæla, ekki í síst í dagsetningabransanum. Þegar síður eru svona erfiðar gerist bara eitt: Menn gefast upp á þeim.

Sigurður Þór Guðjónsson, 13.10.2009 kl. 00:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband