Fjósgola

Það var lítið varið í fjósgolu þessa sem gekk yfir Reykjavík.

Almennilegt ofviðri hefur ekki komið í höfuðstaðnum síðan ég man ekki hve nær. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kama Sutra

Fjósgola.

Ég held að þetta hljóti að vera nýyrði...

Kama Sutra, 10.10.2009 kl. 01:31

2 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Hvort sem það er nýyrði eður ei þá er það allrar athygli virði. Er síðasta sterkviðrið þegar þakið fauk af Hekluhúsinu við ofanverðan Laugaveg á sjöunda áratugnum?

Sigurbjörn Sveinsson, 10.10.2009 kl. 01:52

3 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Fjósgola er ekki nýyrði.

Sigurður Þór Guðjónsson, 10.10.2009 kl. 15:03

4 Smámynd: Sigurður Sveinsson

Þetta var líka óttalega ræfilsleg gjóla hér á Selfossi. Svona smáprump bara. Ekkert varið í svona veður.

Sigurður Sveinsson, 10.10.2009 kl. 21:52

5 Smámynd: Guðrún Markúsdóttir

Mig minnir að það hafi verið frekar vont veður í Reykjavík 3. febrúar 1991.  Hvað er fjósgola mörg vindstig?

Guðrún Markúsdóttir, 11.10.2009 kl. 10:25

6 Smámynd: Kama Sutra

OK.  Hvað þýðir þá fjósgola?

Ég finn þetta ekki í minni orðabók (Menningarsjóðs, önnur útg. 1983);  ekki heldur á Googlinu.

Kama Sutra, 11.10.2009 kl. 18:51

7 Smámynd: Kama Sutra

... ekki heldur á Vísindavefnum.

Kama Sutra, 11.10.2009 kl. 19:01

8 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Fjósgola er gola sem heldur að hún sé stormur eða uppskafningur sem heldur að hann sé alvöru karl í krapinu.

Sigurður Þór Guðjónsson, 12.10.2009 kl. 00:11

9 Smámynd: Kama Sutra

Flott og sniðugt orð, fjósgola.

Í framhaldi af þessu legg ég til orðið Fjósdólgur yfir uppskafninga þá og auðróna sem stundum eru nefndir útrásarvíkingar.

Kama Sutra, 12.10.2009 kl. 01:22

10 Smámynd: Kama Sutra

Fjósdólgur gæti líka verið notað yfir þá sem eru pólitískir vindhanar og lýðskrumarar.

Nóg af þeim þessa dagana...

Kama Sutra, 12.10.2009 kl. 01:30

11 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Á einum stað i Íslenskum aðli eftir Þórberg Þórðarson notar höfundurinn orðið á sérlega fyndinn hátt um mann sem var mikill á lofti en var í rauninni skræfa. Líklega hefur hann ekki smíðað orðið en þekkt það annars staðar frá en hann var mikill orðasafnari. Fjósdólgur er hins vegar örugglega nýyrði sem mér líst vel á. 

Sigurður Þór Guðjónsson, 12.10.2009 kl. 11:15

12 Smámynd: Kama Sutra

Svo ég haldi áfram með nýyrðasmíðina:  Flórdólgur er alls ekki verra orð en fjósdólgur.  Sömu merkingar.

Kama Sutra, 13.10.2009 kl. 19:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband