1.1.2007 | 17:49
Bloggið og ég
Ég vissi ekkert um blogg fyrr en í mars síðastliðnum. Þá sendi einn kunningi minn mér part af bloggsíðu sem hann hafði fundið á netinu. Þar var látið svo lítið að nefna mig óverðugan og var vel um mig talað. Það gera nú ekki allir. - En flestir samt.
Ég byrjaði að blogga í haust, mjög óreglulega í fyrstu, en frá 1. desember á hverjum degi. Það voru vinir mínir sem hvöttu mig til að fara að blogga. Þeir héldu að ég væri alveg rétta týpan í það, kjaftfor mjög en hefði þó ekkert að segja. Og ég lét til leiðast. Fór að blogga. En ég verð að viðurkenna að fyrst og fremst freistaði það mín að geta sett inn á netið ýmsar upplýsingar um veðrið, sem ég hef víst alveg á heilanum, er hreint ekki liggja á lausu í þjóðfélaginu yfirleitt.
Ég fór á Moggann af því það var auðveldast, allt á íslensku og tilbúið fyrir mann. Ég er svo ótrúlega vitlaus að ég ræð ekki við annað. En ég er enginn gæðingur Moggans eða nokkurs annars. Það var sagt á einhverri útvarpsstöð að það séu bara gæðingar Moggans sem koma stundum upp í völdum blöggum. Þó ég hafi verið þar annað veifið fyrir blessuð jólin er ég samt enginn gæðingur. Fremur að ég sá hálfgerð trunta.
Mér finnst ekki sérlega gaman að blogga. Ég get mjög vel án þess verið.
Þegar síðan mín hrökk úr gír í árslok og lá niðri í tvo daga var ég kominn í 24. sæti hjá vinsælustu bloggurunum og trúði varla mínum eigin augum. Ég er á móti vinsældum og samkeppni í bloggi. Sjálfur les ég lítið af bloggi. Skemmtilegustu bloggin finnst mér vera þegar skemmtilegur karakterar koma fram á síðunni í sæmilega læsilegum texta. En ég er ekki á móti neinum sem blogga.
Ég las einhvers staðar á bloggi að Moggabloggið væri MacDonaldið í blogginu. Er ég þá virkilega hamborgari? Kannski tvöfaldur eða þrefaldur? RISABORGARI? Nei, fjandakornið. Ég held ég sé bara ósköp venjulegur einfaldur smáborgari en kannski með smávegis remúlaði eða gúmmelaði.
Og nú ætla ég að upphefja egóið svolítið eins og bloggarar eiga víst að gera. Einhver bloggi sem nefnir sig Chien Andalou (sem er nafn á frægri stuttmynd eftir Bunuel) - og ég kann ekki enn að gera þetta eins og alvöru bloggarar - http://blogdog.blog.is/blog/blogdog/ valdi mig á gamlársdag einn af fimm bestu bloggurunum á Moggablogginu. Sagði að ég væri gullpenni og skemmtilega sérvitur. Ég sem hélt ég væri eiturpenni og alveg óbærilega leiðinlegur. En ég er enginn andskotans sérvitringur! Mér finnst bara gaman af gömlum veðurskrám og því meira sem þær eru eldri og öllu þokkalegu fólki algjörlega framandi.
En hver skyldi hann vera þessi bloggi eða blogga Chien Andalou? Eftir skrifum hans að dæma er hann eða hún skýr og skarpur bloggari og virðist hafa innsýn í ýmislegt. Hann fattar jafnvel mig. Ég hef á tilfinningu að þetta sé kona, kannski glæsikvendi. En ef þetta er ekki kona þá er þetta líkast til karlmaður.
Ég vænti svo einskis á þessu ári. En er samt við öllu búinn.
Meginflokkur: Blogg | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt 5.12.2008 kl. 23:26 | Facebook
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Desember 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Athugasemdir
Þú ert nú meiri vingullinn!!! Maður fær hvað eftir annað aðkenningu af hjartaáfalli/heilablóðfalli og/eða maníu/depressjónarköstum yfir því að þú sért hættur að blogga og svo byrjarðu bara aftur eins og ekkert hafi gerst! Ég meina það.
Þórunn H. (IP-tala skráð) 3.1.2007 kl. 01:02
Nú tókstu af mér alla sjálfumgleðina! Ég hélt ég nyti hylli sjaldgæfrar glæsipíu! Og þá er það bara einhver helvítis leiðinda gaurinn.
Sigurður Þór Guðjónsson, 4.1.2007 kl. 18:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.