Fyrstu og síđustu frost og snjóar í Reykjavík

Fyrsta frost á ţessu hausti í Reykjavík mćldist ađ kvöldi 3. október. Samkvćmt skráningarreglum Veđurstofunnar verđur ţađ bókađ 4. október. Síđasta frostiđ í vor kom 25. apríl. Frostlausi tíminn hefur  ţví varađ í 161 dag. 

Alautt varđ til frambúđar svo snemma í vor sem 31. mars en alhvítt varđ fyrst í haust 6. október. Dagarnir ţarna á milli eru 188.

Skráningar á síđustu vorfrostum og fyrstu haustfrostum eru til fyrir Reykjavík árin 1880 til 1903  eftir sírita og frá stofnun Veđurstofunnar 1920 og er ţá fariđ eftir kvikasilfursmćlingum. 

Skráningar á ţví hve nćr alautt verđur ađ stađaldri á vorin og fyrst alhvítt á haustin eru til samfelldar frá ţví 1924. Einstaka sinnum hefur ţađ gerst ađ dagar koma flekkóttir af snjó áđur en fyrst verđur alhvítt á haustin en ţetta eru ađeins fáein tilvik sem hér verđa ekki rakin.

Međaltal síđasta frosts ađ vori árin 1961 til 1990 er 14. maí en fyrsta frosts ađ hausti er 5. október. Frostlausi tíminn er ţví 143 dagar. Međaltal dagsins sem fyrst verđur alautt ađ vori er 24. apríl en fyrst verđur alhvítt ađ međaltali 7. nóvember. Dagarnir ţarna á milli eru 196.

Árin 1931 til 1960 voru samsvarandi dagsetningar 10. maí og 6. október međ frostin en 20. apríl og 6. nóvember međ snjóinn. Ţarna munar meira ađ vori en hausti. Frostlausu dagarnir voru 148 en snjólausu dagarnir 199.

Á árunum 1880-1903 voru síđustu frost á vorin ađ međaltali 22. maí en fyrstu haustfrost  25. september. Frostlausi tíminn var 125 dagar, 18 dögum fćrri  en 1961-1990 og 23 dögum fćrri en á hlýindaskeiđinu 1931-1960.

pict0960_921429.jpg

Fyrsti haustssnjór í Reykjavík áriđ 2005, 29. október. 

Síđan Veđurstofan var stofnuđ áriđ 1920 hefur frostlausi tíminn lengstur veriđ áriđ 1939, 201 dagur, frá 23. apríl til 9. nóvember. Nćst koma árin 1941, 186 dagar og 1959 og 1991 međ 174  daga. Fćstir hafa frostlausu dagarnir veriđ 102 áriđ 1927, sem samt var gott ár, 103 dagar 1962 og 105 dagar 1952. 

Síđasta vorfrost hefur fyrst orđiđ 3. apríl áriđ 1974 en síđast 7. júní árin 1927, 1936, 1977 og 1997.

Fyrsta haustfrost sem komiđ hefur var reyndar svo snemma sem 27. ágúst 1956, en nćst fyrst 4. september 1982 og 10. september 1965 en hins vegar ekki fyrr enn 10. nóvember 1939. Ţađ ár er í eina skiptiđ sem ekki hefur komiđ frost fyrr en í nóvember í Reykjavík frá stofnun Veđurstofunnar en líklega gerđist ţađ ţó einnig áriđ 1915. Ađeins einu sinni, náttúrlega 1939, hefur hvorki frosiđ í maí og október eđa nokkrum mánuđi ţar á milli. Nćstu dagsetningar á eftir 1939 eru 28. október 1959 og 1976 og 27. október 2001.  

Snjólausir dagar milli vors og hausts voru flestir 248 áriđ 2000 en 243 árin 1955 og 1995, en fćstir hafa ţessir dagar veriđ 121 áriđ 1926, 152 1929, 158 áriđ 1967, 159 áriđ 1944 og 165 dagar 1969 og 1935.

Síđast ađ vori sem jörđ hefur orđiđ alauđ er 29. maí 1949, en ţá var reyndar aldrei talin alhvít jörđ í maí heldur ađeins flekkótt,  og 21. maí 1979 en fyrst 23. mars 1928, 25. mars 1955, 26. mars 1939  og 31. mars á ţessu ári. Síđasti dagur á vori sem jörđ hefur veriđ talin alhvít í Reykjavík er 16. maí 1979. 

Jörđ hefur fyrst orđiđ alhvít ađ hausti í Reykjavík 9. september 1926, 26. september 1954, 28. september 1924 og loks 30. september 1969. Ekki hefur orđiđ alhvítt í öđrum septembermánuđum en ţessum eftir ađ Veđurstofan var stofnuđ. Einstaka sinnum er vel liđiđ á veturinn ţegar koma fyrstu snjóar. Svo virđist sem fyrsti alhvíti dagur ađ hausti áriđ 1933 hafi ekki komiđ fyrr en 18.  desember en frá 1949 gerđist ţađ 16. desember áriđ 2000 og 10. desember 1976. 

Á árunum 1880 til 1903 mćldist síđasta vorfrost seinast 7. júní árin 1881 og 1885 en áriđ 1889 kom síđasta vorfrostiđ 27. apríl. Fyrsta frost ađ hausti kom 2. september 1894 og 1897 en ekki fyrr enn 6. október 1902.

Jóns Ţorsteinsson mćldi međ hámarks-og lágmarksmćlum í Reykjavík frá ţví í júlí 1829 og síđasta haustiđ hans var 1853. Ţó ţessar mćlingar séu kannski ekki sambćrilegar viđ yngri mćlingar er samt fróđlegt ađ sjá ađ hann mćldi síđast vorfrost 11. júní 1848. Ţađ er síđasta dagsetning sem hćgt er ađ finna eftir mćlingum međ frost ađ vori í Reykjavík. Áriđ 1845 kom síđasta vorfrostiđ hins vegar 14. apríl. Fyrsta haustfrost mćld Jón 4. september 1841 en áriđ 1830 ekki fyrr enn 26. október.

Í fylgiskjali viđ ţessa fćrslu má sjá dagsetningar viđ síđustu vorfrost, fyrstu haustfrost, fyrsta alauđan dag ađ vori og fyrsta alhvítan dag ađ hausti í Reykjavík. Fyrir árin 1920-1923 eru snjóatölurnar  óáreiđanlegar og eiginlega ágiskun, ţó út frá nokkrum líkum, og eru hér settar inn sem utan dagskrár efni. Útgildi  í  töflunni eru svartletruđ og ţví auđvelt ađ finna ţau. Villur geta leynst  í ţessu og verđa leiđréttar ţegar upp um ţćr kemst. 

 

 


Skrár tengdar ţessari bloggfćrslu:

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Búinn ađ lesa. Snjómćlingar á Veđurstofunni eru vćntanlega gerđar ađ morgni klukkan 9. Samkvćmt mínum frumstćđu skráningum sem gerđar eru á miđnćtti voru 237 alauđir dagar frá vori til hausts áriđ 2000. Ţ.e. frá 24. mars til 16. nóvember. Eftir 16. nóvember varđ jörđ nćst hvít um miđnćtti ţann 15. desember eftir mikinn úrkomudag.

Emil Hannes Valgeirsson, 11.10.2009 kl. 22:31

2 Smámynd: Einar Sveinbjörnsson

Enn ein afar gagnlega samantekt ţín  Sigurđur Ţór !

Yfir lengri tíma, ţ.e. áratugi gefa upplýsingar um, sérstaklega fyrsta og síđasta frost ágćta tilhneigingu umveđurfarssveiflur.  Snjórinn vitanlega líka.  En muna verđur ţarna ađ vinna međ međaldagsetningar yfir lengri tíma !

ESv 

Einar Sveinbjörnsson, 12.10.2009 kl. 11:20

3 Smámynd: Sigmar Ţór Sveinbjörnsson

Heill og sćll Sigurđur Ţór, ţetta er fróđleg lesning. Mér datt í hug eftir ađ hafa lesiđ ţennan pistil ţinn hvort ţađ sé til á veđurstofu Íslands samantekt á mannskađaveđrum sem komiđ hafa yfir landiđ, og ţá hvort haldiđ er ská um ţau slys sem ţau valda. Og í framhaldi af ţví hvort hćgt er ađ komast yfir slík gögn ef ţau eru til.

kćr kveđja Sigmar Ţór Sveinbjörnsson

Sigmar Ţór Sveinbjörnsson, 14.10.2009 kl. 18:20

4 Smámynd: Sigurđur Ţór Guđjónsson

Í mánađarriti Veđurstofunnar, Veđráttunni, er alltaf sagt frá ofviđrum í hverjum mánuđi og skađa sem af ţeim hlýst. En ég veit ekki hvort hún telur allan mannskađa, en öll stćrri slys. Sérstök skrá um ţetta eingöngu held ég nú ađ ekki sé til.

Sigurđur Ţór Guđjónsson, 14.10.2009 kl. 18:52

5 Smámynd: Sigmar Ţór Sveinbjörnsson

Heill og sćll Sigurđur Ţór og takk fyrir ţetta svar. Ţađ sem ég er ađ fiska eftir eru ađalega slys á sjómönnum eđa skipstapar.

kćr kveđja

Sigmar Ţór Sveinbjörnsson, 14.10.2009 kl. 20:39

6 Smámynd: Sigurđur Ţór Guđjónsson

Skiptapar eru mjög áberandi í Veđráttunni.

Sigurđur Ţór Guđjónsson, 14.10.2009 kl. 21:17

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband