21.10.2009 | 13:12
Ætti að banna Björn Bjarnason
Ekki eru allir ánægðir með Egil Helgason, hvorki i Silfri Egils né Kiljunni. Og ekki eru það bara ''hægri menn'' heldur líka ''vinstri menn'. Ég þekki vinstri sinnað fólk sem þolir hann ekki og finnst hann vera orðin alltof áberandi.
Ekkert af þessu fólki hefur þó dottið í hug að ætti að reka Egil.
Aðrir eru mjög ánægðir með hann. Sjá ekki sólina fyrir honum!
Ekki er um það deilt að hann er vinsælasti þáttastjórnandi í landinu. Honum hefur tekist það, sem ekki er öllum gefið, að fá næstum því alla til að horfa á sig.Óhjákvæmilega hlýtur slíkur maður að verða umdeildur þar sem sjónarmiðin sem þjóðin hefur eru svo mörg.
Það er meiriháttar óraunsæi að ætlast til þess að þáttastjórnandi sem nær álíka vinsældum sé fullkominn. Hann hlýtur að hafa sínar veiku hliðar en einnig sínar sterku hliðar. Vinsældir Egils hljóta að vitna um það að sterku hliðarnar séu þungar á metunum.
Spurningin um það hvort þáttastjórnandi sem nær eins vel til þjóðarinnar sé alltaf og ævinlega óhlutdrægur er ekki einföld. Mat á því er eingöngu byggt á huglægu mati hvers og eins og fer aðallega eftir stjórnmálaskoðunum viðkomandi. Einum finnst þetta, öðrum hitt.
Þegar Björn Bjarnason fullyrðir að Egill sé svo hlutdrægur að hann sé óhæfur til að stjórna þætti á vegum Ríkissjónvarpsins er það huglægt mat og hann leggur nákvæmlega engin hlutlæg dæmi fullyrðingu sinni til stuðnings. Þó Björn segi ekki beinum orðum að ætti að reka Egil liggur það í orðum hans ef þau verða leidd til lógískra lykta.
Nú getur Björn hins vegar ekki beitt valdi sínu nema þá á bak við tjöldin. Orð hans ættu ekki að hafa meira vægi en orð hvað manns annars sem vera skal. Áreiðanlega verða þó margir til að taka undir óbeina kröfu Björns Bjarnasonar um að útvarpsstjóri reki Egil, ekki síst í nafnlausum athugasemdum á bloggi. Þar verða Agli víst ekki vandaðar kveðjurnar fremur en fyrri daginn af þeim sem eru á móti honum.
Eitt af því sem Björn finnur Agli til foráttu er nafnlaus illmælgi á bloggsíðu Egils sem hann segir að sé hroðaleg. Ég les bloggsíðu Egils bara stöku sinnum eins og aðrar bloggsíður en þá hef ég séð ýmislegt ófagurt í athugasemdum en alls ekki bara þeim nafnlausu. Ég held að verði málið kannað séu nafnlausar mjög hroðalegar athugasemdir á bloggsíðu Egils, eða á öðrum bloggsíðum sé út í það farið, aðeins brotabrot af öllum athugasemdunum. Það er bara lýðskrum að blása þetta út langt fram yfir það sem eðlilegt má telja.
Ósæmilegar athugasemdir á bloggi eru samt visst áhyggjuefni. Það er þó erfitt við að eiga. Nauðsynlegt er að leyfa athugasemdir því annars verða engar umræður, bara eintal viðkomandi bloggara eins hundleiðinlegt og það nú er. Ekki er heldur ráðlegt að banna nafnlausar athugasemdir, en krafan um það er að verða ískyggilega sterk og uppretta hennar eru stjórnmálamenn sem er illa við gagnrýni þó þeir þykist ekki vera það. Á útlendum vefjum eru nafnlausar athugasemdir mjög algengar og ekki allar fallegar. Er okkur nokkur meiri vorkunn en útlendingum? Ýmsar ástæður geta valdið því að menn velji að koma fram undir dulnefni, þeirra á meðal ótti um einhvers konar refsingar ef þeir reka hornin í einhverja í okkar litla samfélagi. Sá ótti held ég að sé alveg reistur á raunveruleika. Sumir misnota auðvitað nafnleysisvalkostinn eins og allt annað. Það réttlætir samt ekki að hann sá afnuminn.
Nokkrir bloggarar leyfa hins vegar ekki athugasemdir við blogg sín. Eigi að síður eru þeir að vega að mönnum og málefnum en leyfa þeim ekki að svara fyrir sig. Þetta finnst mér vera andlegt ofbeldi, hreinn fautaskapur, fyrir utan hvað það er yfirburða hrokalegt og þóttafullt. (Alltaf er auðvelt að þurrka út athugasemdir sem fara yfir strikið).
Björn Bjarnason er einn af þeim sem iðkar árásir á aðra án þess að gefa þeim kost á að svara fyrir sig í athugasemdum á hans eigin síðu.
Mín auðmjúka skoðun er sú að ef reka eigi Egil Helgason sem þáttastjórnanda eigi líka að reka Björn Bjarnason af Moggablogginu.
Fyrir ósæmilegar aðfarir að öðrum sem felast í því að leyfa þeim aldrei að njóta þeirrar sjálfsögðu sanngirni að fá að svara fyrir sig.
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Desember 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Athugasemdir
Þetta er gamla mafían.. reyna hvað þeir geta til að þagga allt niður.
Best tel ég að BB verði vísað úr landi og blokkað á að hann geti bloggað erlendis frá
Grín... auðvitað má BB blogga, þó hann sé asni þá þurfum við ekki að vera asnar líka :)
DoctorE (IP-tala skráð) 21.10.2009 kl. 13:24
draumurinn um að geta stýrt umræðunni áfram er að fara með taugakerfi ákveðins hóps manna sem hér hafa getað ritstýrt fjölmiðlum-hvað sagði ekki Sturla um daginn(með lokað komment á sínu bloggi)hann nánast vildi láta loka bloggheimum....lifi tjáninga og ritfrelsið.
zappa (IP-tala skráð) 21.10.2009 kl. 13:49
Alveg sammála þér eins og fyrri daginn. Umræða um Moggabloggið sjálf væri þörf. Les sjaldan athugasemdir við Egil Helga nema sérstök ástæða sé til. Þær eru oft einfaldlega of margar og svo býður google-readerinn ekki uppá það.
Sæmundur Bjarnason, 21.10.2009 kl. 13:49
Moggabloggið er í kjarna ákveðinn hópur sem fær forgang vegna augljósra pólitískra tengsla, Hannes Hólmstein, Björn etc. Þeir leyfa ekki komment, nei og tala yfir lesandann.
Annar (secondary) hópur hefur komist á efstu hillu vegna fyrri vinsælda (hits per page). Sem segir ekkert um innihaldið. Margir góðir pennar hreinlega gefist upp því þeim er ekki gefinn hljómgrunnur.
Að lokum mælist ég til að þetta blikkljósa-auglýsingarusl á moggabl.is sé fjarlægt hið snarasta svo hægt sé að lesa greinarnar!
Ólafur Þórðarson, 21.10.2009 kl. 14:02
Egill þarf að vera meðvitaðri um að hann starfar á ríkisfjölmiðli. Hendur manna eru og eiga að vera bundnar að vissu marki, nema auðvitað hjá fjölmiðlum í einkaeigu.
Annars tek ég undir að mér finnst asnalegt að leyfa ekki athugasemdir á bloggi. Að vísu gæti það verið fullt starf að hreinsa til í athugasemdum hjá Birni, Hannesi Hólmsteini og öðrum umdeildum mönnum. Nafnlausu hugleysingjarnir eru alltof margir, því miður.
Ekki það að ég sé að dæma alla nafnlausa, en þeir eru margir sem koma óorði á "huldumenn".
Gunnar Th. Gunnarsson, 21.10.2009 kl. 14:02
Vinstri grænir eru með eitthvað plott með að útiloka nafnleysi á netinu.... . sem er akkúrat það sem maður átti von á með þann haftaflokk.
DoctorE (IP-tala skráð) 21.10.2009 kl. 14:06
Doctor, Er hugmyndin ekki upprunin hjá BB?
Ólafur Þórðarson, 21.10.2009 kl. 14:22
Hún Katrín úr vinstri grænum var að hreykja sér af frumvarpi sem setur höft á netið... sá þetta í fréttum í gær að ég held, man ekki hvar: dv.is eða visir.is
Hún var voða kampakát með þetta... þetta er svona a'la íslam, þeir eru mjög gramir út í nafnleysið í íslam.. einnig í Kína... .
Katrín ætlar að taka okkur meira í áttina að einræði og höftum, blessunin sú arna
DoctorE (IP-tala skráð) 21.10.2009 kl. 14:33
Gunnar.
1. Þó það gæti verið fullt starf að hreinsa til í athugasemdum, þá afsakar það ekki að sumir þessara manna eru efst á blogginu, næstum eins og utanaðkomandi flokksmenn. Ég held það sé augljóslega í pólitískum tilgangi eða vegna kunningjatengsla.
2. Ríkisfjölmiðill á ekki að vera litlaus. Ég held við gætum verið sammála um að það mættu vera nokkrir sjónvarps-umræðuþættir í svipuðu formati og því sem Egill hefur væntanlega fengið að láni. Tek sem dæmi Charlie Rose sem oft á tíðum er snilld og fleiri Amerískir þættir hafa fengið að lifa, öllum hugsandi mönnum til gagns. Það dugar engann vegin að hafa bara einn svona umræðuþátt eins og Silfrið og sýna svo við hliðina hollywood-drasl seríur með nauðgurum og slefandi raðmorðingjum.
3. Fjölmiðlar í einakeigu eru með hendur bundnar af auglýsendum. Það er algengur misskilningur að halda að einkamiðlar séu eitthvað frjálsari en annað, ef notast er við þau viðskiptalíkön kennd í bisnissskólum um hagnað etc.. Þó eru til fjölmiðlar sem reknir eru af hugsjón eigandans, kannski meira tengt fögum, akademiu og slíku. En auglýsingasneplar munu sjaldan móta umgjörð yfir almennilega umræðu, það verður t.a.m. bannað að gagnrýna aðal auglýsandann.
4. RÚV útvarp er hreint afbragð. Sjónvarpið þarf að stokka upp og endurnýja. Áfram ríkisfjölmiðlar!
Ólafur Þórðarson, 21.10.2009 kl. 14:34
Umræðan um nafnleysið skautar eðlilega framhjá kjarna málsins, sem er innihaldið. Þeir sem dást mest að eigin persónu vilja eðlilega enga gagnrýni á glansmyndina sjálfa sig.
Konseptin eru tvö. Og algerlega aðskilin hugmyndafræðilega séð:
1. Níðskrif. Þau eru oft bara eitthvað rugl sem flestir sjá í gegnum og fordæma við lesturinn. Frekari komment eyða oftast níðinu og er þannig dómstóll götunnar á netinu. Stundum er um að ræða óharðnaðann einstakling, stundum gert í ákveðnum tilgangi. Stundum ákveðinn pervismi o.s.frv.Jafnvel alþingismenn eru staðnir að svona!
2. Nikk. Það að koma fram undir höfundanafni er ævafornt og eðlilegur tjáningarmáti. Leiðarar eru skrifaðir í dagblöð, menn eins og ég búa sér til Nikk nafn, því persóna mín hefur lítið með innihaldið að gera, stundum þurfa menn nafnleysi til að koma á framfæri spillingarupplýsingum, það er fyllilega eðlilegt að menn skrifi undir nikki.Fyrir mér er auðveldara að skilja hysmið frá kjarnanum og eki vera að hugsa um of hvað ættingja finnst um skoðanir mínar.
Það er tóm tjara að vera að rugla þessum konseptum saman. Þetta eru ólíkir hlutir.
Á netinu í heiminum -sem er til umhverfis eyjuna í ballarhafi- er almennt mællt með að fólk fari varlega í að setja eigin persónu á netið, í það minnsta varlega með að birta of mikið af persónuupplýsingum. Netið nær nefnilega út fyrir landsteinana. Á netinu er að finna vændi, mansal, níðskrif, kreditkortaþjófnaði... þó flest sé af hinu góða.
Svo það að neyða þegna til að birta persónuupplýsingar er æpandi ófrelsi í þessu frelsi sem netið hefur að flestu leyti reynst hingað til.
---
Að lokum mælist ég til að þetta blikkljósa-auglýsingarusl á moggabl.is sé fjarlægt hið snarasta svo hægt sé að lesa greinarnar!
Ólafur Þórðarson, 21.10.2009 kl. 14:47
Ég horfi nú bara á Egil af því að mér finnst viðmælendurnir skemmtilegir - rétt eins og Kiljan skemmtilegt fólk sem er með honum þar og skemmtileg umfjöllun.
Ég les oft BB eins og aðra en það er hending ef að ég les blogg Egils. Finnst það nú hálfgerð spéhræðsla að leyfa ekki komment það er eins og menn þori ekki að heyra aðrar hliðar á því sem að þeir blogga um - ekki erum við öll með sömu skoðun -en þeirra er kannski sú eina rétta!!! Sé í raun ekkert að því að reyna að setja hömlur á nafnlaus svör við pistlum - en skil ekki hvað fólk í raun pirrar sig á svoleiðis ummælum, oft bara innantómt þvaður, þó svo að kannski sé það sem að ég set framm - þó undir nafni ekkert skárra - he he
er svo sammála Veffara með RÚV - mjög sáttur við það og sennilega sáttari við sjónvarpið en hann - þó svo að vissulega megi stokka það upp eins og annað.
Gísli Foster Hjartarson, 21.10.2009 kl. 14:51
Fínar athugasemdir frá veffara. Það má kannski búast við andstyggilegum athugasemdum inn á síður BB og Hannesar Hólmsteins og annarra umdeildra manna ef þeir opnuðu fyrir athugasemdir. Og þess konar athugasemdir eru óþægilegar fyrir hvern sem er. En það er alveg hægt að loka á slíkar raddir og eftir skamman tíma kæmist á jafnvægi. Málið er að BB og líka t.d. Sturla frændi kæra sig ekki um umræður á netinu og aldrei gera þeir athugasemdir hjá öðrum. Þeir vilja ekki tala við fólk heldur tala yfir fólki. Alveg gæti ég hugsað mér annan umræðuþátt í sjónvarpinu sem væri ''hægri sinnaðri'' og þá öðru vísi 'hlutdrægur'' en Silfur Egils. En ekki nokkur þáttastjórnandi getur vænst þess að vera talinn algjörlega óhlutrdægur í allra augum.
Sigurður Þór Guðjónsson, 21.10.2009 kl. 16:42
Ætli það segi ekki mikið ef búast má við holskeflu gagnrýnisradda? Með eyranu hlusta menn og meta og breyta vonandi í samræmi við það sem þeir sjá og heyra.
Ólafur Þórðarson, 21.10.2009 kl. 18:04
Útvarpsstjóri tekur skynsamlega á þessu máli.
Sigurður Þór Guðjónsson, 21.10.2009 kl. 19:15
Það er umhugsunarefni að ysta hægrið og vinstrið eru nokkuð samtaka um að koma á hérna þöggunar-Sovéti og netlöggum.
Kama Sutra, 21.10.2009 kl. 19:33
Ég vona bara að eitthvað í þessu lögum henna Katrínar skyldi Pál Magnússon til að gera það sem hann var ráðin til í stað þess að vera leika sér í fréttaþulsstarfinu alla daga
Grímur (IP-tala skráð) 21.10.2009 kl. 21:16
Hversvegna útilokaði Egill Helgason Lýðræðishreyfinguna úr þáttum sínum á meðan aðstandendur og frambjóðendur Borgarahreyfingarinnar fengu ítrekað óheftan aðgang í aðdraganda síðustu alþingiskosninga?
Er það ekki brot á lýðræðislegri jafnaðarreglu og lögum um Ríkisútvarpið?
Það þarf ekki að segja neitt annað um Egil Helgason, ofangreint nægir til að hann er gersamlega vanhæfur þáttastjórnandi á ríkisfjölmiðli.
Ástþór Magnússon Wium, 21.10.2009 kl. 21:25
Áfram RÚV! Síðan þarf að setja höft á haftapakkið hvort sem það vill hefta okkur til vinstri eða hægri. Kommarnir vilja bara leyfa eina heimasíðu: Ríkissíðan þar sem þú getur skilað skattframtali og tekið frá bók á bókasafninu.
Skull and bones menn ránfuglsins vilja síðan bara eitt blað þar sem bara er hægt að lesa staksteina með nafnlausum athugasemdum þeirra sem hæla foringjann.
Kommentarinn, 21.10.2009 kl. 23:08
Ég er sammála greinarhöfundi. Mér alltaf fundist ótækt að menn hampi bloggurum sem eru með lokuð athugasemdakerfi. Mér finnst þeir alltaf vera að verja vondan málstað ef ekki má ræða við þá beint.
Sjálfur komst ég hjá því að eyða athugasemdum, enda fékk ég strax á tilfinninguna að þær ljótari segðu eitthvað um þann sem skrifaði en ekkert um mig. Hvað viðkvæmni er það þó að maður sé kallaður hálfviti af einhverjum sem er gífuryrtur?
Egill er ekki allra og ég komst að raun um að hann eyðir athugasemdum ef þær beinast að því að benda á þversagnirnar í honum sjálfum. Hann er á köflum ofurviðkvæmur fyrir sjálfum sér, stundum dómgreindarlítill og á köflum mjög óvæginn. Hver er er svo sem að biðja um hinn fullkomna þáttastjórnanda? Hann hefur að mestu staðið sig vel með þætti sína og verðskuldar sinn sess. Ég er samt hættur að kommenta hjá honum vegna þess að hann á til að henda manni út og það er bara ekki heiðarlegt.
Ég hef skipt um skoðun með nafnlausa bloggara. Sjálfur hef ég fengið að reyna hefndaraðgerðir vegna gagnrýni minnar og skil því þörfina fyrir það að koma nafnlausum upplýsingum á framfæri. Hins vegar gerir nafnleysið það að verkum að ekki er endilega tekið neitt mark á slíkum athugasemdum ef svo ber undir.
Hvort sem komið er fram undir nafni eða ekki skiptir innihaldið máli og sæmilega skynsamt fólk les yfirleitt auðveldlega í gegnum ruglið og hundsar bullið.
Haukur Nikulásson, 22.10.2009 kl. 08:37
http://baggalutur.is/frettir.php?id=4715
Kama Sutra, 22.10.2009 kl. 10:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.