Berrössuð ríkisstjórn

Því ekki að senda dómsálaráðherra peningalausan og allslausan beint út á götu í Aþenu? 

Þá myndi hún kannski skynja afleiðingar gerða sinna. 

Annars eru hinir ráðherrarnir ekkert betri. Allir láta þeir sér brottvísun flóttamannanna vel líka. Katrín Jakobsdóttur, sem ég hélt að væri væn kona, sér ekkert athugavert við hana. 

Þessi sama ríkisstjórn var svo að senda frá sér fordæmingu á því að menn væru að mótmæla við heimili ráðherra. Hún hefði ekki sent slíkt frá sér ef mótmæli hefðu ekki beinst að neinum ráherra heldur eingöngu að almennum borgurum.

Líf og limir dómsmálaráðherra eru mikils virði í augum stjórnarinnar.  Líf og limir varnarlauss fólks eru hins vegar einskis virði í hennar augum.

Verk hennar tala. Og ragmennskan sker í augu.  

Best væri að senda alla ríkisstjórnina út á torg í Aþenu, peningalausa og allslausa og berrassaða að auki.  

Jú, jú, ég veit að sumum finnst svona málflutningur tilfinningasamur og barnalegur. Allt  eigi að vera ''virðulegt'' og formlegt þegar rætt er um stjórnarathafnir.

En þetta er nú samt kjarni málsins ef hann er sagður serímóníuaust á mannamáli.  


mbl.is Hælisleitendi í hættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er vélmenni.

Og þið sem munuð koma hér og segja að útlendingar séu vondir.. .ég minni ykkur á að það voru íslendingar sem eyðilögðu ísland.... og þeir ganga allir lausir í góðum fíling með milljarða undir koddanum

DoctorE (IP-tala skráð) 22.10.2009 kl. 14:50

2 Smámynd: Jón Bragi Sigurðsson

Og það er ekki nóg með að háttvirtur dómsmálaráðherra neiti að svara mannúðarhlið málsins og skjóti sér á bakvið það að; -"Við skoðun hafi komið í ljós að ekkert Norðurlandanna hafi ákveðið að senda hælisleitendur ekki til Grikklands."- heldur fer hún með hrein ósannindi.

Eftirfarandi frétt má lesa á síðunni Europa-Nytt (http://www.europanytt.se/default.asp?id=1665) í minni þýðingu og með mínum undirstrikunum og feitletrun:

"Sænskur innflytjandadómstóll neitar að senda flóttamenn aftur til Grikklands vegna þess hvað aðstæður þar við móttöku flóttamanna eru slæmar. Innflytjendastofnunin mun áfrýja úrskurðinum og halda áfram að senda fólk aftur til Grikklands.

Innflytjendadómstóllinn í Malmö hefur úrskurðað að flóttamaður sem leitað hefur til dómstólsins skuli ekki verða sendur aftur til Grikklands, sagði Ekot (fréttast. ríkisútv. sænska).
ESB reglurnar gera það mögulegt að senda flóttamenn aftur til fyrsta ESB lands sem þeir koma í, sem ber að meðhöndla hælisumsókn þeirra.
En Noregur hefur nú þegar hætt að senda flóttamenn til Grikklands síðan kunnugt varð að landið virðir ekki mannréttindi flóttamanna.
UNHCR (flóttamannastofnun SÞ) hefur skorað á ES-löndin að senda ekki flóttamenn til Grikklands og hefur einnig snúið sér til framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins með beiðni um að þeir grípi til aðgerða vegna aðstæðna flóttamanna í Grikklandi."

Hér má glögglega sjá hvaða "sannleikur" það er sem dómsmálaráðherra er að bera á borð.

Jón Bragi Sigurðsson, 22.10.2009 kl. 15:10

3 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

Sigurður, ég tek heilshugar undir hvert orð hjá þér

Brjánn Guðjónsson, 22.10.2009 kl. 19:02

4 Smámynd: Eygló

Samdi þetta fólk lögin? Verða þau ekki að fara að þeim lögum sem í gildi eru?

Eygló, 23.10.2009 kl. 02:25

5 identicon

Góður pistill Sigurður. Tek undir hvert orð. Ragnheiður og hennar klíka eru óþokkar.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 23.10.2009 kl. 10:59

6 Smámynd: Eygló

Hvaða Ragnheiðarklíka?  Fyrir hvað stendur hún?

Eygló, 23.10.2009 kl. 23:48

7 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Menn geta auðvitað mismælt sig á bloggi eins og annars staðar og ekki vert að gera mikið úr því.

Sigurður Þór Guðjónsson, 24.10.2009 kl. 12:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband