25.10.2009 | 14:04
Meira um gagnagrunn Veðurstofunnar
Í Silfri Egils var maður að tala um vitundarvakningu víða um heim varðandi opinbera gagnagrunna. Sú hugmynd væri að ryðja sér til rúms að þeir ættu að vera galopnir almenningi nema þar sem sérstakir hagsmunir, svo sem persónuvernd eða öryggi ríkisins mæli gegn því. Almenningur hafi enda borgað fyrir gagnasöfnin jafnvel áratugum saman.
Það er yfirlýst stefna Veðurstofunnar að upplýsingar hennar séu aðgengilegar almenningi en veðurstofur í Evrópu hafa margar lokað og læst að mestu leyti.
Aðgengileikinn á göngum Veðurstofunnar felst í því að fólk getur skoðað allar nýjustu veðurathuganir svona um það bil viku aftur í tímann. Þá er hægt að skoða ýmis mánaðarmeðaltöl fyrir allmargar stöðvar aftur á bak í nokkra áratugi. Veðurkort fyrir tíu stöðvar eða ellefu er hægt að sjá á kortum á hádegi frá 1949.
Það liggur samt í augum uppi að gríðarlegt gagnamagn Veðurstofunnar í gagnagrunni hennar sem búið er að tölvuvæða er EKKI almenningi aðgengilegt. Við getum ekki skoðað veðrið á Raufarhöfn vikuna 1. til 7. júlí 1960 svo dæmi sé tekið. Og þess má geta að meðaltöl veðurstöðva 1961-1990 eru enn að mestu leyti ekki aðgengileg almenningi en meðaltölin 1931-1960 eru það hins vegar.
Framtak Gagnatorgsins er því kærkomið þó það veki upp vissar spurningar.
Hins vegar finnst mér að Veðurstofan eigi að standa við marg gefnar yfirlýsingar sínar um það að upplysingar sínar séu öllum aðgengilegar. Þær eru það ekki enn nema að litlu leyti. Auðvitað átti Veðurstofan að vera á undan Gagnatorginu að veita almenningi aðgang að gagnagrunni sínum á eins hagkvæman og einfaldan hátt og hægt er.
Þetta getur Veðurstofan að sjálfsögðu gert enn þá. Og hún á að gera það, ljúka við að tölvuvæða öll gögn og gera þau aðgengileg og standa þar með við yfirlýsingar sínar um opið aðgengi.
Sú krafa mun eiga eftir að þyngjast enn frekar í framtíðinni að opna eigi gagnasöfn opinberra stofnana fyrir almenningi. Og aðgangurinn að gagnagrunni Veðurstofunnar ætti auðvitað að vera ókeypis en kannski háður lykilorði og einhverjum sanngjörnum og skynsamlegum skilyrðum. Meðferð þessara gagna getur að vísu stundum verið viðkvæm. En ekkert meira en ýmis gögn annarra stofnana.
Krafan er:
Opnið gagnagrunn Veðurstofunnar fyrir almenningi upp á gátt!
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Athugasemdir
Mér dettur nú í hug að ástæðan sé sú, að Veðurstofan hafi orðið fyrir svo miklum niðurskurði að hún hafi ekki fé til að skrá gagnabanka sína og koma þeim í stafrænt form.
Ellismellur (IP-tala skráð) 25.10.2009 kl. 15:40
Þetta er ekki ástæðan sem þú tilgreinir Ellismellur. Ástæðan er einhver önnur. Það er búið að koma heilmiklu af gagnabönkum Veðursstofunnar í stafrænt form. Einmitt það er Gagnatorgið að nýta sér. Mér finnst hins vegar að Veðurtofan eigi að gera þetta aðgengilegt sjálf.
Sigurður Þór Guðjónsson, 25.10.2009 kl. 15:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.