4.1.2007 | 08:42
Sársauki annarra
Það er upplagt að nota afgangsaurana frá jólamánuðinum í það að kaupa bækur. Það gerði ég í gær. Bækurnar eru þessar:
Sál og mál eftir Þorstein Gylfason. Ég hef það að keppikefli að kaupa allar íslenskar bækur sem fjalla um heimspekileg efni. Þorsteinn skrifar mjög skemmtilega þó ég átti mig ekki almennilega á því hversu mikill heimspekingur hann er. Einu sinni sinnaðist mér illilega við Þorstein. Hann var með viðkvæmustu mönnum svo þetta var nú annað en gaman. Og ég er sjálfur með fáránlega viðkvæmustu mönnum. Með tímanum jafnaði þetta sig enda er ég langt frá því að vera langrækinn. Vel á minst: Einu sinni þegar ég var heima hjá Þorsteini sagði hann mér dálítið sem ég hef hvergi rekist á opinberlega. Hann sagðist hafa það eftir afa sínum, Vilmundi Jónssyni landlækni, að Þórbergur hafi á sínum yngri árum verið maníódepressívur. Hann hafi verið haldinn geðhvörfum eins og það er nú kallað. Ég var reyndar vantrúaður á þetta en gaman verður að sjá hvort farið verður út í þetta efni í væntanlegri ævisögu Þórbergs eftir Pétur Gunnarsson.
Hversdagsheimspeki eftir Róbert Jack. Þessi bók fjallar, eins og nafnið bendir til, um heimspeki hversdagsins, daglegs lifs, listina að lifa eftir hugmyndum sínum.
How the World will Change with Global Warming. Bók Trausta Valssonar um breytingarnar sem hann telur að hlýnun vegna gróðurhúsaáhrifa muni valda á heiminum. Bókin er prýdd fjölda mynda og uppdrátta. Hún er eina bókin sem komið hefur út eftir Íslending um gróðurhúsaáhrifin. Ég skil hins vegar ekki hvers vegna hún kemur ekki út á íslensku. Það er orðið brýnt að komi út bók á okkar máli þar sem gerð er öfgalaus og fræðileg grein fyrir gróðurhúsaáhrifunum. Sú bók ætti að vera eftir veðurfræðing en ekki annars konar fræðing. Skora ég hér með á íslenska veðurfræðinga að skrifa svona bók eða heita liðleskjur ella.
Síðasta setning Fermats. Í fljótu bragði sýnist mér þessi bók alveg æðisleg. Hún fjallar um aðdraganda þess að hin svonefnda síðasta setning Fermats", var sönnuð en það gerðist fyrir fáum árum og hafði lausnin verið umhusunarefni stærðfræðinga í nokkrar aldir. Margt gott og göfugt virðist mér vera í þessari bók, æði langt frá dægurþræsi og dellumakaríi fjölmiðlanna.
Ég var næstum þvi búinn að kaupa Um sársauka annarra eftir Susan Sonntag. En hvað varðar mig um sársauka annara? Ekki baun í bala. Ef ég þekki sjálfan mig rétt kaupi ég þó áreiðanlega bókina næstu daga vegna aðdáunnar minnar á Súsönnu. En mig varðar samt ekkert um sársauka annarra!
Ég stóðst svo ekki mátið að kaupa líka A History of Cannibalism. Bókin fjallar um mannát frá ýmsum hliðum, í fortíðinni meðal þjóðflokka, í hungursneyðum á ýmsum tímum, í þrengingum ferðalanga er urðu matarlausir og - síðast en ekki síst - er sagt frá vægast sagt afbrigðilegum raðmorðingjum síðustu aldir sem átu fórnarlömb sín með bestu lyst. Enginn var óhugnanlegri en karlskrattinn Albert Fish, elsti maður sem tekinn hefur verið af lífi í rafmagnsstólnum í Bandaríkjunum, en hann hefur jafnvel verið talin brenglaðasti perri sem sögur fara af. Hann hlakkaði mjög til að að verða steiktur í rafmagnsstólnum sem væri the supreme thrill, the only one I have not tried.
Hvers vegna er blíðmenni eins og ég að kaupa svona bók? Líklega af sömu ástæðu og okkur finnst svo gaman að horfa á bíómyndirnar um Hannibal the Cannibal. Við iðum í skinninu yfir ógeðslegum hryllingi. Hann kitlar einhvern fjandann lengst inni í myrkviðum sálarinnar. Og mannætubókin fjallar auðvitað einnig um mannát í bókmenntum og kvikmyndum.
Konan sem afgreiddi mig með bækurnar var ansi hreint sæt. Ég gæti alveg þegið hana í eftirrétt.
Meginflokkur: Bækur | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt 5.12.2008 kl. 23:25 | Facebook
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Desember 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.