Öfugsnúinn október

Þetta hefur verið einkennilegur október. Að meðaltali kólnar enginn mánuður ársins eins mikið frá fyrsta til síðasta dags sem október, um 2,9 stig í Reykjavík. En svo var ekki núna. Fyrsti þriðjungur mánaðarins var mjög kaldur. Meðalhiti fyrstu 12  dagana í Reykjavík var 2,7 stig. En eftir það var hlýtt og meðalhiti þeirra daga sem eftir var mánaðarins var 6,4 stig. Meðalhiti alls mánaðarins ætlar að ná upp i 5,1 stig sem er yfir meðaltalinu á hlýindatímabilinu 1931-1960.

Í morgun var alauð jörð alls staðar á veðurstöðvum landsins. Fyrstu tíu dagana eða svo var hins vegar alhvítt alveg frá Ísafjarðardjúpi í vestri til norðausturlands í austri og suma daga líka á vesturlandi, austfjörðum og suðausturlandi. Í höfuðstaðnum var alhvítt einn dag.

Á landsvísu virðist meðalhitinn vera lítið eitt undir meðallaginu 1931-1960 víðast hvar nema á suður og suðvesturlandi þar sem hann virðist rétt skríða yfir það. Aftur á móti er líka hlýrra á flestum stöðum en meðaltalið 1961-1990. Ef það sem eftir er ársins verður í svipuðum stíl og það sem af er mun árið ekki skera sig úr hvað önnur ár þessarar aldar varðar um hlýindi nema síður sé.

Úrkoma sýnist hafa verið ansi mikil á suðausturlandi í þessum mánuði  en í minna lagi annars staðar. Hvergi þó nein stórtíðindi.   

En hvað hitann snertir má segja að þessi októbermánuður hafi verið öfugsnúinn í alveg bókstaflegri merkingu.

Og tíðarandinn er líka ekkert smáræðis öfugsnúinn. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, þetta er magnað. Ertu nokkuð með tiltækan samanburð við aðra októbermánuði, þar sem veðráttan hefur hagað sér með ámóta hætti?

Ellismellur (IP-tala skráð) 31.10.2009 kl. 21:35

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Í fyrra byrjaði október líka með kuldum og snjóum en svo hlýnaði en kalt var samt seint í mánuðinum sem var miklu kaldari í heild en þessi. Lengra nenni ég ekki að leita í bili.

Sigurður Þór Guðjónsson, 31.10.2009 kl. 21:58

3 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Það mætti kannski kalla þetta öfuguggahátt í hitafar, en kannski ekki svo óðelilegt. 5,1 stig er nokkuð góð frammistaða og allt annað en í fyrra þegar meðalhitinn var bara 2,8 stig alveg eins og í nóvembermánuðinum þar á eftir. Annars er ætlunin hjá að fara í smá hitatölfæði í næstu færslu, þó að þú sért þegar kominn með „the hot story“.

Emil Hannes Valgeirsson, 31.10.2009 kl. 22:54

4 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ég kunni nú ekki við að kalla þetta öfuggahátt þó mér dytti það í hug því maður veður að vera stilltur og prúður á bloggi!

Sigurður Þór Guðjónsson, 1.11.2009 kl. 00:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband