8.11.2009 | 12:37
Krossinn er ekki lengur trúartákn
Taliđ er ađ stór hluti Ítala líti ekki á krossinn sem trúartákn heldur sem tákn um menningu og hefđir ţjóđarinnar.
Rökrétt ályktun af ţví er ţađ ef einhver brýtur krossa og bramlar er ekki veriđ ađ vanvirđa trúartákn, kristna trú sem slíka. Sannarlega óvćnt niđurstađa.
Ţađ er líka rökrétt ađ segja ađ ekki hafi kristindómurinn sem lifandi trú mikil ítök í lífi ítölsku ţjóđarinnar ţegar svo er komiđ ađ krossinn, sterkasta tákn kristinnar trúar, vekur ekki lengur í hugum hennar trúarleg tengsl heldur menningarlegar og ţjóđernislegar hugrenningar. Ekki trúarhrifningu heldur ţjóđernisstolt.
Meirihluti vill samt, ef marka má ţessa könnun, ađ krossar hangi í grunnskólum - vel ađ merkja sem menningartákn en ekki sem trúartákn.
En einhver minnihluti lítur á krossana sem kristin trúartákn og finnst ađ ţađ brjóti á mannréttindum hans og jafnrćđi í trúarlegum efnum ađ ţetta tákn sé fyrir augunum á ţeim í hverri skólastofu. Undir ţađ sjónarmiđ tekur Mannréttindadómstóll Evrópu, helsta kennivald Evrópu um mannréttindi.
Hvernig á ađ bregđast viđ ţessum minnihluta? Međ ţví ađ beygja hann í duftiđ međ valdi meirihlutans?
Og hvernig á ađ bregđast viđ hvađ mannréttindi varđar ţegar menn greinir á hvers eđlis tákn sé sem deilum veldur, hvort ţađ sé trúarlegt eđa einungis menningarlegt?
Svariđ viđ ţví hvađ dóm mannréttindadómstólsins varđar er fremur einfalt.
Ţađ er ljóst ađ kćran til mannréttindadómstólsins var lögđ fram á ţeim forsendum ađ krossar vćru trúartákn og vera ţeirra í skólastofum vćri brot á trúarlegu jafnrétti. Ţegar menn bregđast viđ ţessum dómi verđa menn ţví ađ beita rökrćđu úr hugmyndaheimi jafnréttis í trúarlegum efnum en ekki ţjóđernislegum eđa menningarlregum.
En ţessi könnun hlýtur í sjálfu sér ađ vera reiđarslag fyrir kristna trú.
Krossinn er ekki lengur trúartákn í hugum kaţólskustu ţjóđar í heimi heldur menningarlegt ţjóđartákn, ţjóđernisleg skírskotun líkt og ţjóđfáninn og Dante.
Ítalir vilja hafa krossa í skólum | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Fćrsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síđur
- Sólarminnstu júlímánuđir
- Ţíđukaflar ađ vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveđriđ frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauđ
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veđriđ í Reykjavík
- Slćr júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuđir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síđur ]
Eldri fćrslur
- Desember 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Athugasemdir
Finnst ţér ađ 16% ţjóđarinnar eigi ađ ráđa ţessu?
Gunnar Th. Gunnarsson, 8.11.2009 kl. 12:41
Ég hefđi haldiđ ađ grunnskólar vćru ríkisrekiđ batterí í Ítalíu en ekki trúarstofnun. Ef 16% skattgreiđenda í Ítalíu eru ósáttir viđ ţetta ţá sé ég ekkert ađ ţví ađ ţeir ráđi ţessu, nei.
Baldur Blöndal, 8.11.2009 kl. 12:48
Ţađ er ég ekki ađ segja Gunnar. En ég er ađ vekja athygli á ţví stórmáli ađ meirihluti Ítala lítur ekki á krossinn sem trúartákn og ţá flćkju sem ţađ hlýtur ađ valda í deilum milli mana ţegar menn eru ekki sammála um hvers eđlis umdeilt tákn er. Ef einhver amast viđ krossum á grundvelli trúarlegs jafnréttis - og jafnrétti á ekki ađ fara eftir höfđatölu - ţá er honum kannski svarađ međ ţví ađ ţetta sé ekki trúartákn, heldur annars eđlis. Grundvallaratriđi er ţađ ađ menn séu sammála um undirstöđuskilgreiningar. Mannréttindadómstóllinn lítur á ţetta sem dćmi um trúarlega mismunun. Ţeir sem bregđast viđ dómnum verđa ţá helst ađ bregđast viđ á sömu nótum.
Sigurđur Ţór Guđjónsson, 8.11.2009 kl. 12:51
Hér á Íslandi er sćmileg sátt um skjaldarmerkiđ, ţjóđsönginn og fánann, sem menningarleg fyrirbćri, ţótt trúartákn og trúarmerking hafi veriđ allsráđandi viđ gerđ ţeirra. Flestir líta t.d. ekki á krossinn í ísl. fánanum sem trúartákn.
Á Ítalíu er ekki einu sinni ţjóđkirkja eins og hér. Ef eitthvađ vćri ćttu Íslendingar ađ vera viđkvćmari fyrir trú sinni og táknum hennar en Ítalir og ţess vegna skil ég ekki hvers vegna ţér finnst svona merkilegt ađ ţeir skuli líta á krossinn sem menningartákn. Er ţetta ekki bara klisja ađ halda ađ Ítalir séu eitthvađ trúađri en ađrir Evrópubúar.
Svanur Gísli Ţorkelsson, 8.11.2009 kl. 14:15
Er ţá ekki alveg eins hćgt ađ réttlćta sjálfstćđisfálkann í skólastofum, samkvćmt ţessu argumnt ad populum Gunnars?
Skóli er skóli og kirkja er kirkja. Skóli höndlar međ stađreyndir og kirkja međ óskhyggju og stađleysur. Andstćđ fyrirbrigđi.
Gunnar er trúlaus gagnvart öđrum trúarbrögđum og önnur trúarbrögđ trúlaus gagnvart hans sannfćringu. Trúleysingjar ganga bara einu skrefi lengra og gera öllum trúarbrögđum jafn hátt undir höfđi. Ekkert flókiđ viđ ţađ.
Jón Steinar Ragnarsson, 8.11.2009 kl. 14:23
Mannréttindadómstóllinn lítur á krossana sem trúartákn eins og ég benti á. Á ţeim grundvelli verđur ađ taka á ţessu mái. Já, svo finnst mér ţađ merkilegt ađ tvöţúsund ára trúartákn skuli ekki vera lengur fyrst og fremst trúartákn í hugum manna heldur annars konar tákn. Ţađ finnst mér sýna ađ trúin sem slík hefur dofnađ, tákn hennar benda ekki lengur til uppruna síns. Ţađ má svo vel vera ađ Ítalir séu ekki trúađri en ađrir en varla er hćgt ađ mótmćla ţví ađ landiđ hefur ávalt veriđ höfuđvígi kaţólskrar trúar.
Sigurđur Ţór Guđjónsson, 8.11.2009 kl. 14:24
Ósköp finnst mér hćpiđ ađ telja styttu af Kristi annađ en kristiđ trúartákn.
Annars vćri hćgt ađ umorđa spurninguna: Finnst ţér ađ í skólastofum barna eigi ađ hanga mynd af hálfnöktum, blóđugum manni sem veriđ er ađ pynta til bana?
Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 8.11.2009 kl. 14:33
"Taliđ er ađ meirihluti Ítala líti ekki á krossinn sem trúartákn heldur sem tákn um menningu og hefđir ţjóđarinnar," segir ţú hér í upphafi máls ţíns, Sigurđur, og gerir ţađ ađ forsendu ályktana ţinna.
En ţađ "varđar mest til allra orđa / undirstađan rétt sé fundin." Fullyrđingin ţarna í byrjun (úr frétt Mbl.is) er af ţví taginu, ađ hana vantar alla undirstöđu – ekki er í fréttinni vísađ í neina könnun ţessu aliti til stađfestingar. Myndin af krossfestingu Jesú er vitaskuld hvorki tákn um ítölsku ţjóđina né ríkiđ né menningu landsins, heldur trúartákn, sem er ekki frekar ítalskt en franskt eđa grískt. Ţađ er eins og hvert annađ rugl ađ gera svona losaralega upphafsfullyrđingu ađ frumforsendu alls kyns ályktana og pólitískrar stefnu hvađ varđar réttmćti ţess ađ hafa krossa i ítölskum skólastofum. Hitt skal ekki dregiđ í efa, ađ krossinn er ítalskri ţjóđarsál kćr, ţađ sýna líka tölur í fréttinni, sem Sigurđur er ekki jafn-áfram um ađ koma hér á framfćri, en ég get tekiđ af honum ómakiđ:
"Rúmlega 8 af hverjum 10 Ítölum styđja ađ krossar séu áberandi í grunnskólum landsins, samkvćmt niđurstöđum nýrrar skođanakannanar sem birtar voru í dag. [...] Í könnuninni sem birt var frá í dag svöruđu 84% ţátttakenda “já” viđ spurningunni “ćttu krossar ađ hanga uppi í kennslustofum”. 14% svöruđu “Nei” og 2% sögđust ekki hafa skođun á málinu. Af ţeim sem sögđust fylgjandi krossunum sögđu 86% ađ ţeir fćru í messu “nokkrum sinnum á ári” og 93% sögđust sćkja messu vikulega. [Ţessar tvćr síđustu tölur ganga ekki upp, hér hefur eitthvađ misfarizt hjá fjölmiđlamönnum. jvj.] En jafnvel ţeir sem aldrei sćkja kirkju studdu krossanotkunina, ţví 68% ţeirra Ítala sem segjast aldrei fara í messu voru fylgjandi krossum í skólum."
(Set ţessa aths. hér inn, loggađur á vefsíđu Kristinna stjórnmálasamtaka, af ţví ađ enn fć ég ţessi skilabođ, ţegar ég reyni ađ senda innleggiđ loggađur inn á eigin blogg: "Ţér er ekki heimilt ađ skrá athugasemdir.")
Kristin stjórnmálasamtök, 8.11.2009 kl. 14:34
Auđvitađ átti ađ standa ţarna (í fréttinni): ... nýrrar skođanakönnunar ...
Kristin stjórnmálasamtök, 8.11.2009 kl. 14:37
Ţađ vćri frétt ađ vita hvađa trúarhópur innan Ítalíu hafi kćrt fyrir Evrópska Mannréttindadómstólnum. Mér finnst sú ađgerđ nauđsynleg til ađ fá lagalega skýringu á málinu. Hvort ţađ eigi svo ađ fara eftir ţví verđa Ítalir sjálfir ađ ráđa. Ţannig er ţađ nú einu sinni. Ekki varđa Vantrú Siđmennig Ítalíuskagans? Ekki félag Búddista? Hara Kristna? Bíddu ţá eru ţađ engir eftir the usual suspedts nema Eyđimerkur menningarféla blćjubera á öllum skólastigum.
Gísli Ingvarsson, 8.11.2009 kl. 14:56
Ég nefndi ţađ nú reyndar ađ meirihluti Ítala vildi hafa krossana áfram auk ţess sem bloggiđ vísar til fréttar ţar sem ţađ kemur vel fram. Sú frétt er hluti bloggfćrslunnar. Ţađ er ţví ekki hćgt ađ saka mig um neins konar undanbrögđ. Í fréttinni er veriđ ađ vísa til einhvers um ţađ ađ meirihluti Ítala líti á krosssin sem tákn um hefđir og menningu landsins en EKKI sem trúartákn. Ţađ stendur í fréttinni skýrum stöfum. Hneykslun Kristinna trúarsamtaka á mér um ţetta er ţví eiginlega beint á rangan stađ. Hitt er annađ mál ađ fróđlegt vćri ađ vita hvađ er ţarna í rauninni á bak viđ. En ef ţetta er rétt, eins og ţađ er sett fram, finnst mér ţađ meiriháttar tíđindi. Krossinn ekki lengur trúartákn! Ég lít á krossinn sem trúartákn hvar sem hann gefur ađ líta. Ljóst er ađ Mannréttindadómstóllinn fjallar um hann sem trúartákn eingöngu en ekki menningartákn sem gengiđ getur sem menningartákn. Og dómstóllinn, sem ekki er hundheiđđin samtök trúleysingja, telur ađ krossar í skólastofum brjóti mannréttindi um trúfrelsi. Ţađ er í rauninni spurningin. Gera ţeir ţađ eđa ekki? Ef menn neita ţví ađ krossarnir brjóti rétt manna til trúfrelsis og jafnrćđis í trúarefnum verđa menn ađ sýna fram á ţađ međ rökum úr heimi mannréttinda eins og ţau varđa trúfrelsi en ekki skírsktotun til ţjóđlegrar menningar og hefđar einnar ţjóđar á almennu plani. Dómstólar skilgreina nákvćmlega undir hvađa kategóríu dómar ţeirra falla.
Sigurđur Ţór Guđjónsson, 8.11.2009 kl. 14:58
Kristinna stjórnmálasamtaka á ađ standa ţarna.
Sigurđur Ţór Guđjónsson, 8.11.2009 kl. 14:59
Rak líka augun í ţessa ónákvćmni í málflutningi SŢG. "Taliđ er ađ stór hluti Ítala líti krossinn first og fremst sem tákn fyrir menningu og hefđir ţjóđarinnar fremur en sem trúartákn." Ţessi setning gefur ekki ástćđu til hinna víđtćku ályktana, sem SŢG dregur. Viđ erum engu nćr ađ hve miklu leyti hvor hópurinn um sig er hlutmengi í hinum.
Ţannig er Ţórđargleđi Sigurđar alveg ótímabćr.
Sigurbjörn Sveinsson, 8.11.2009 kl. 15:02
Mannréttindi snúast ekki um meirihluta.. ţeir sem segja slíkt eru einfaldlega ađ opinbera skilningsleysi sitt á mannréttindum.
Međ svona vitleysis rökum gćtum viđ sagt ađ ef meirihluti einhvers villimannasamfélags vilji ađ nauđganir og morđ séu mannréttindi, ađ ţá sé ţađ bara í fína lagi.
Takiđ eftir hverni JVJ og ofurkrissaflokkurinn hans telur einmitt ađ ef meirihluti vill einhverja óhćfu, ađ ţá sé allt í lagi...
Trúartákn eiga ekki heima í skólum eđa opinberum stöđum, ţeir sem ţađ ekki skilja verđa einfaldlega ađ láta athuga í sér heilann.
The end
DoctorE (IP-tala skráđ) 8.11.2009 kl. 15:30
Gísli Ingvars: Máliđ var ekki kćrt af trúarflokki, heldur finnskri konu međ ítalskan borgararétt, gift ítölskum manni og börn hennar ganga í ítalska skóla.
Svanur Gísli Ţorkelsson, 8.11.2009 kl. 15:40
Eru búkur og blćjur menningararfleifđ eđa trúaryfirlýsing? Eru gullnar súrurí römmum menningarleg tákn eđa trúarleg? Eigum viđ ađ leyfa ţau einkenni í skólahaldi, eđa eigum viđa ađ sleppa öllum menningarlegum og trúarlegum tilvísunum i skólum?
Er hugsanlegt ađ svona táknfćđi ýti undir, mismunun, einelti og ófriđ? Sérstaklega ef ein menning er tekin fram yfir ađra í fjölmenningarsamfélagi?
Ég held ţađ.
Ég vil spyrja JVJ: Telur ţú ađ ţađ séu kostir viđ ţađ ađ hafa krossa í skólum umfram ókosti? Hverjir vćru ţessir kostir og hverjir ókostirnir? Er ţetta nauđsyn eđa geta skólar án ţessa veriđ?
Vćri rett ađ láta Múslima sverja á biblíuna fyrir dómi í ţeim löndum, ţar sem ţađ er skilyrđi, eđa ćtti Kóraninn ađ vera viđ hendina í ţeim tilgangi? Ćtti ađ vera hćgt ađ krefja trúlausan um ađ sverja á annađ hvort?
Ţú ert trúlaus Jón minn á öll önnur trúarbrögđen ţín öll önnur trúarbrögđ eru trúlaus á ţín.
Munurinn á Atheista og ţér er sá ađ hann lćtur jafnt yfir alla ganga og trúir engu af ţessu á sömu forsendum og ţú trúir ekki á önnur trúarbrögđ. Hann gengur bara alla leiđ og leggur ţetta allt til jafns.
Hvort telur ţú rökréttara?
Jón Steinar Ragnarsson, 8.11.2009 kl. 15:41
Nú er ég sakađur um Ţórđargleđi. Ţađ orđ bendir til ađ viđkomandi sé haldinn illkvittni og ilgirni. Orđiđ merkir ađ gleđjast yfir óförum annarra og er hér ekki notđa í réttri merkingu. Bendir á ađ viđkomandi sé illgjarn og illkvittinn. Ekki í fyrsta sinn sem málsvarar trúarinnar reyna ađ koma á mig höggi sem karakter ţegar ég rćđi trúmál á blogginu. Ţađ er nákvćmlega uppáhaldsađferđ ţeirra. Gerist nánast í hvert einasta sinn sem ég rćđi trúmál. Meinta ónákvćmnin er ekki sérlega alvarleg. Stór hluti Ítala, ekki lítill hluti, lítur á krossinn fremur sem menningartákn en trúartákn. Ţađ ćtti ađ verđa mönnum til umhugsunar.
Sigurđur Ţór Guđjónsson, 8.11.2009 kl. 15:44
Hér er lítil saga sem ég fann fyrir ykkur... JVJ og ađrir krissar eru einfaldlega ađ taka sig og sitt rugl inn í skóla.. á endanum eru ţađ börnin sem ţurfa ađ líđa fyrir rugliđ í JVJ og trúsystkinum hans...
http://betweentwosouths.blogspot.com/2009/11/crucifix-in-classroom-true-story.html
Eins og stundum er sagt: Get a brain morons.
DoctorE (IP-tala skráđ) 8.11.2009 kl. 15:45
SŢG: Hver er munurinn á trúartákninu krossi í fána og í skjaldarmerki og krossi sem málađur er á striga eđa eitthvađ annađ og hengdur er upp í skólastofu?
Samkvćmt ţessum dómi vćri hćgt ađ krefjast ţess ađ ţjóđfáni íslendinga sé ekki notađur opinberlega og ađ skjaldarmerkiđ skuli fjarlćgt af öllum opinberum byggingum bréfhausum o.s.f.r.
Svanur Gísli Ţorkelsson, 8.11.2009 kl. 15:47
Svanur... munurinn er ađ viđ erum ekki ađ fara út í öfgar eins og trúađir... ţó er tillaga mín ađ kirkjusálmurinn verđi fjarlćgđur úr ţjóđsöng sem á ađ vera fyrir íslendinga.
Ekki einu orđi minnst á íslendinga.. bara um guđ ţjóđkirkju, ţar er líkast til einn anginn af samstöđuleysi íslenskrar ţjóđar... og vanvirđingu fólks fyrir hvort öđru... svo eiga alţingismenn ekki ađ hópast í kirkju viđ setningu alţingis, prestar og biskupar eiga ekki ađ vera ađ valsa međ alţingismönnum..
DoctorE (IP-tala skráđ) 8.11.2009 kl. 16:04
Ég held ađ ţessi viđbrögđ Ítala og ađ ţví er virđist sumra íslenskrar trúmanna viđ dómi Mannréttindadómstólsins séu undanbrögđ frá ţví ađ taka á málinu út frá trúarlegu jafnrétti innan skólaveggja. Ţess í stađ fara menn ađ tala um menningu á breiđum grundvelli. Ţjóđfáni er beinlíns skírskotun til viđkomandi ţjóđar, sögu hennar og menningar og hefđi skírskotun til ţess, hvort sem kross vćri nú á honum eđa ekki. Stakur kross af ţví tagi sem settur er upp í skólastofum, er beinlínis trúarlegt tákn, kristiđ, eins og mér skilst JVJ átti sig á og örugglega Tinna, vísar bara til uppruna síns, krossfestingu og upprisu Krists, kristinnar trúar, tala nú ekki um ef Kristur er jafnframt á krossinum en ţađ gćti ég trúađ ađ sé ćđi oft raunin í ítölskum skólastofum ríkisins. Ţetta mál fjallar um jafnrćđi trúar innan veggja skólastofa.
Sigurđur Ţór Guđjónsson, 8.11.2009 kl. 16:09
jahérna
Áskell Örn Kárason (IP-tala skráđ) 8.11.2009 kl. 18:09
Merkilegt ađ hávćr minnihlutahópur skuli líta á ţađ sem mannréttindi sín ađ banna yfirgnćvandi meirihluta ţjóđar ađ hafa menningartákn sýnilegt í skólastofum.
Orđiđ "mannréttindi", ţykir mér orđiđ léttvćgt fundiđ... hjá ţessu fólki
Gunnar Th. Gunnarsson, 8.11.2009 kl. 19:09
Gunnar er hér ađ játa ađ hann skilur ekki hvađ mannréttindi eru.. hann er ađ játa ađ hann skilur ekki hvers vegna idol trúađs fullorđins fólks eigi ekki ađ vera innan veggja skóla.. hann er líka ađ segja okkur ađ hann hefur engan skilning á ađ ţetta geti ýtt undir einelti barna..
Takk fyrir ađ sýna okkur skilningsleysi ţitt Gunnar... kannski ţú ćttir ađ hćtta ađ hafa tilvitun í Einstein í höfundarlýsingu ţinni, amk ţar til ţú hefur meiri ţekkingu svo ţú getir nýtt ímyndunarafl ţitt betur.
DoctorE (IP-tala skráđ) 8.11.2009 kl. 19:27
Já helvítis minnihluta negrarnir sem ţurftu endilega ađ fá frelsi frá ţrćldómi hvíta mannsins, og djöfuls feminísta rauđsokkurnar, minnihluta pakk, sem ţurftu endilega ađ vćli yfir kosningarétti. Já bara öll ţessi mannréttindabarátta fjandans minnihlutapakksins Gunnar. Ţetta er nú meiri galgoparnir. Áfram meirihlutinn, hann hefur ALLTAF rétt fyrir sér!!
Sigurđur Karl Lúđvíksson, 8.11.2009 kl. 19:44
Já, hvađ erum viđ helvítis kellingarnar ađ vilja upp á dekk - sem erum í 50% minnihluta...
Kama Sutra, 8.11.2009 kl. 20:10
Ég er ekki viss um ađ ég skilji ţau rök ađ kross geti veriđ og sé greinilega til ama á skólaveggjum á Ítalíu, en ekki á Íslandi vegna ţess ađ honum er komiđ fyrir í ţjóđfánanum og skjaldarmerkinu. Ef ađ ţađ eru ekki öfgar ađ banna krossa á Ítalíu finnst mér hćpiđ á líta á ţađ sem öfga á Íslandi, vilji fólk á annađ borđ virđa jafnrćđisreglur.
Krossinn í fánanum er kominn beint inn sem trúartákn úr kristni. Hann er menningarlegt trúartákn. Rök ţín Sigurđur um ađ ţjóđfánar megi hafa í sér trúartákn á menningarlegum grundvelli finnast mér veik, álíka veik og ţegar ađ Ítalir segja krossinn menningarlegt tákn. Vissulega er hann ţađ líka, ţví hann er menningarlegt trúartákn.
Ţeir sem horfa á krossinn sem lítiđ annađ en rómverskt pyntingar og aflífunartćki, eđa tákn fyrir lífsspeki sem ţeir álíta ađ mestu hjátrú, ćttu ekki ađ ţurfa ađ sćtta sig viđ ađ hylla veifu međ krossi.
Og eins og DoctorE bendir á er ekki von til ţess ađ trúleysingjar geti sungiđ ţann ţjóđsönginn af mikilli innlifun, ef ţađ er ţá ekki gróf móđgun viđ ţá ađ ćtlast til ţess ađ ţeir geri ţađ yfirleitt, ţví Ţjóđsöngurinn er ađ sönnu einnig kristinn sálmur
Ef ađ ađskilja á í ţjóđfélaginu trú, trúartákn og trúarlegar athafnir frá skólum og öđrum opinberum stofnunum, skiptir ekki máli hversu samofin menningu okkar sem ţau kunna ađ vera. Ţađ á ađ ganga hreint til verks og láta jafnt yfir alla ganga.
Svanur Gísli Ţorkelsson, 8.11.2009 kl. 20:18
Eru femínistar enn ađ berjast fyrir kosningarétti??
Ţarf ekki einhver ađ láta ţćr vita af ţví ađ sporgöngumenn (konur) í kvennabaráttu, eru fyrir löngu búnar ađ ná ţví markmiđi?
Gunnar Th. Gunnarsson, 8.11.2009 kl. 20:18
Gunnar, hvađ er svona erfitt međ ađ skilja ţá einföldu stađreynd ađ mannréttindi snúast ekki um vilja meirihluta.
Hvađ er svona erfitt međ ađ skilja ţá stađreynd ađ persónuleg trú fólks á ekki neitt erindi inn í skólakerfiđ.
Ţér er í lófa lagt ađ fara međ ţín börn og alla fjölskylduna í eina af ţeim tilbeiđsluhöllum sem eru um alla borg.
Ef krossar fá ađ vera í skólastofum og opinberum byggingum, ţá eiga allir trúarhópar rétt á ţví sama, ţó ţeir séu í minnihluta..
Viđ sem fullorđiđ fólk eigum ađ hafa nćgilegt vit í hausnum til ţess ađ hlífa börnum fyrir svona kjaftćđi.... finnst ţér eđlilegt ađ prestar geimgaldrakarlsstofnunar ríkisins vađi inn í skólastofur og taki út ţau börn sem eru í ríkistrúnni... á međan sitja önnur börn sem eru í minnihluta eftir... ţetta kallar á ađ ríkistrúarbörnin leggi minnihlutabörnin í einelti.
Hugsa mađur
DoctorE (IP-tala skráđ) 8.11.2009 kl. 20:26
''The presence of the Crucifix, which is impossible not to notice in the student’s classrooms, could easily be interpreted by students of all ages as a religious symbol. Such a display in an educational setting has the smack of religious instruction.'' Svo segir hinn ''hávćri minnihluti'' Mannréttindadómstóls Evrópu sem einnig sagđi ađ krossarnir misbćđu rétti foreldra til ađ ala börn sín upp eftir eigin lífsskođun og margt annađ sagđi hann. Sjá má í nćstu fćrslu um hvers konar krossa er ađ rćđa. Úrskurđur dómstólsins nćr einungis til opinberra skóla. Ţess má geta ađ ţađ var Mussolini sem áriđ 1924 setti í lög ađ krossar ćttu ađ vera uppi í öllum kennslustofum.
Sigurđur Ţór Guđjónsson, 8.11.2009 kl. 20:34
Já einmitt, durgurinn hann Mussolini er eitthvađ sem JVJ og ofurkrissaflokkurinn hans sjá sem fyrirmynd.
Máliđ međ trúađa er ađ ţeir sjá bara eina hliđ, sína hliđ.
DoctorE (IP-tala skráđ) 8.11.2009 kl. 20:40
Hver var ađ segja ađ feministar vćru enn ađ berjast fyrir kosningarétti? Ţćr voru ađ ţví hér áđur fyrr, hávćr minnihlutahópur sem synti gegn straumnum. Í dag ţykir málstađur ţeirra sjálsagđur og andmćlendur ţeirra breytinga eru í dag stimplađir gamaldags afturhaldseggir og karlrembur. Afhverju urđu ţessar breytingar í samfélaginu? Af ţví ađ siđferđi ţróast í ţá átt af ţví ađ ţađ er einfaldlega siđferđilega rétt, sama hvađ meirihlutanum fannst. Í framtíđinni mun okkar málstađur ţykja sjálfsagđur af ţví einfaldlega ađ hann er siđfrćđilega réttur og ţú Gunnar, munt verđa stimplađur gamaldags afturhaldsseggur, sagt í mesta bróđerni
Sigurđur Karl Lúđvíksson, 8.11.2009 kl. 20:47
Hér geta menn lesiđ úrskurđ Mannréttindadómstólsins.
Sigurđur Ţór Guđjónsson, 8.11.2009 kl. 20:54
Og nú ćtla ég ađ fara ađ horfa á Róbert Arnfinnsson í sjónvarpinu.
Sigurđur Ţór Guđjónsson, 8.11.2009 kl. 21:01
Eftir nokkra áratugi.. ekki svo marga ţá verđur kristni bara innan minnihlutahópa... ekki mun ég vilja trađka á ţeim eins og kristnir vilja trađka alla niđur međ sínu trúarvćli.
Ţađ er ekki síst mönnum eins og JVJ ađ ţakka ađ kristni er á hrađri leiđ út, ţó er ţekking og menntun + frelsi og mannréttindi ţađ sem er einna helst ađ taka ţessa gömlu draugasögu og setja hana á sorphauga sögunnar.
Meira ađ segja í íslam er fólk fariđ ađ fara fram á svona íslam lite... ţynna ţetta út eins og gerđist međ kristni, menn mega ekki gleyma ţví ađ yfir aldir var kristni einn mesti ógnvaldur heimsins.
Já já JVJ ég veit ađ ţu munt ekki vilja viđurkenna ţetta.. en ţetta er samt stađreynd
DoctorE (IP-tala skráđ) 8.11.2009 kl. 21:28
Kćri Sigurđur.
Ég vil biđja ţig innilega afsökuna á ađ nota ţetta orđ "Ţórđargleđi". Í minni heimasveit var ţetta stundum notađ án ţess ađ til illinda horfđi og má vera ađ ţađ sé glannaskapur hjá mér ađ nota orđiđ í ţví sambandi sem ég gerđi. Mér fannst fćrslan ţín bera ţess merki, ađ ţér vćri ekki međ öllu leiđ niđurstađa umrćddrar könnunar og hún ćtti ađ vera kristnum áhyggjuefni og dróst síđan víđtćkari ályktanir en efni stóđu til ađ mínu mati
Ég verđ ađ viđurkenna ađ ég man ekki lengur hina bókmenntalegu tilvitnun en ég held ađ ţetta orđ hafi fyrst birst á prenti í ćvisögu Árna Ţórarinssonar.
En s.s. afsökunarbeiđninni fylgur hugur heill.
Sigurbjörn Sveinsson, 8.11.2009 kl. 22:02
Ţađ "besta" er ađ rétt eins og í flestum löndum heims eru barnaníđingsprestar plága á Ítalíu
http://www.huffingtonpost.com/huff-wires/20090914/eu-in-the-vatican-s-backyard/"
Ţađ á ađ halda börnum eins langt frá svona liđi og mögulegt er.. krossinn er bara auglýsing fyrir ţessa ruglukolla..
DoctorE (IP-tala skráđ) 8.11.2009 kl. 22:05
Ţađ má vera ađ mínar álykanir séu of viđtćkar en varla meira en ţćr sem telja ađ útskurđur Mannréttindadómstólsins sé árás á kristindóminn og guđ má vita hvađ eins og t.d. má lesa úr ummćlum ráđamanna og preláta á Ítalíu og víđar. Ég er fyrst og fremst undrandi yfir ţví ef kristnir menn líta ekki lengur fyrst og fremst á krossinn sem trúartákn heldur eitthvađ annađ. Í sannleika sagt er ég nú bara hálf sjokkerađur yfir ţví enda íhaldssamur mjög.
Sigurđur Ţór Guđjónsson, 8.11.2009 kl. 22:21
Ţađ fyndnast er ađ trúartákn eru algerlega bönnuđ í kristni, öll idol eru bönnuđ, ţađ stendur klárlega í bođorđunum.
Samt eru kristnir međ idol um allt, ef ţađ eru ekki krossar ţá eru ţađ styttur.. kaţólikkar taka ţetta enn lengra og grafa upp dauđa dýrlinga og gera ţá ađ idolum... ferđast um međ bein ţeirra og segja ţau lćkna fólk.
Enginn skilur trú sína verr en krissar.
DoctorE (IP-tala skráđ) 8.11.2009 kl. 22:31
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.