16.11.2009 | 13:19
Gömlu gildin
Eftir Þjóðfundinn hafa margir farið að lofa ''gömlu gildin'' og vilja hefja þau til vegs og virðingar. Þeir vilja meina að þessi ''gömlu gildi'' hafi horfið eða úr þeim dregið.
Gömlu gildin áttu víst að hafa verið voðalega góð. Eitthvað kristilegt við þau.
Hve nær ríktu annars þessi gömlu góðu gildi?
Á viðreisnarárunum þegar lífsgæðakapphlaupið keyrði úr hófi?
Á stríðsárunum þegar peningagræðgin sleit fyrst öll bönd?
Á nítjándu öld þegar yfirstéttin kúgaði venjulegt fólk með vistarböndum og öðrum böndum?
Á átjándu öld þegar miskunnarleysi gegn niðursetningum og förufólki hrópaði til himins?
Eða kannski á dögum Stóradóms þegar konum var drekkt í poka eins og kettlingum í nafni hreinleika gamalla gilda?
Voru gömlu gildin ríkjandi þegar barnaníð og nauðganir stórbokka á vinnukonum voru daglegt brauð?
Já, á hvaða tíma voru þessu gömlu gildi svo virk að þau höfðu einhver áhrif á þjóðfélagið til góðs?
Aldrei í sögunni hefur verið eins gott að lifa á Íslandi og nú. Aldrei hefur virðingin fyrir mannréttindum verið meiri, aldrei verið fleiri tækifæri til að lifa mannsæmandi lífi, aldrei verið betri möguleikar á að leita réttar síns fyrir alþýðufólk, aldrei verið betra að vera barn, aldrei verið betra að vera kona.
Aldrei verið betra að vera manneskja og lifa í landinu.
Aldrei verið betra að vera Mali.
Ef gömlu gildin hafa horfið þá hefur farið fé betra. Betri og nýrri gildi hafa komið í staðinn.
Þau gildi sem nú gegnsýra þjóðlífið, þrátt fyrir tímabundna kreppu, eru þau jafnræðislegustu, sanngjörnustu, mannúðlegustu og langbestu sem nokkurn tíma hafa ríkt í landinu.
Þau eru ekki kristin gildi. Þau eru gildi mannréttinda og jafnaðar, mildi og réttsýni, sem sprottið hafa upp allra síðustu aldirnar. Þessi gildi hafa þurft að berjast fyrir hugsjónum sínum en hafa loks náð því að móta okkar þjóðfélag í stórum dráttum þrátt fyrir ýmsar skuggahliðar.
Þetta eru veraldleg gildi byggð á heimspekilegri eða fræðilegri hugsun um stöðu manna í samfélaginu og eðli þess samfélags, þekkingarleit og vísindalegri hugsun. Heimspekin og fræðin skópu mannréttindi og jöfnuð, vísindin færðu okkur velmegun.
Lofsöngurinn um gömlu kristnu gildin er búralegt afturhald.
Gömlu gildi, far vel.
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Desember 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Athugasemdir
Mikið óskaplega hefur þú rétt fyrir þér
Matthías Ásgeirsson, 16.11.2009 kl. 13:40
Já burt með þessi gömlu gildi.. Þórhallur ríkisprestur koma af þjóðfundinum og sagði lausn íslands vera gamla íslenska menningu og svo krístna trú ala útrásarjesúlinga rugl eitthvað.
Enda er hann örugglega með hátt í milljón á mánuði karlinn
DoctorE (IP-tala skráð) 16.11.2009 kl. 13:44
Þitt komment er sérlega kærkomið Matthías!
Sigurður Þór Guðjónsson, 16.11.2009 kl. 13:54
Ætli gildi breytist ekki bara sjálfkrafa hverju sinni og þróast. Það er allavega ekki hægt að þvinga einhverjum gömlum gildum inná þjóðina ef hún er ekki móttækileg fyrir þeim. Útrásargildin sem voru í gildi árið 2007 eru gömul gildi í dag og þau eru að víkja fyrir einhverjum nýjum gildum sem verða til sjálfkrafa hvað sem öllum þjóðfundum líður. Og það verða bestu gildin þangað til þau falla úr gildi.
Emil Hannes Valgeirsson, 16.11.2009 kl. 14:13
"Höfuðdyggðir Grikkja til forna voru viska, hófstilling, hugrekki og réttlæti. Kristnir menn gerðu þessar dyggðir að sínum og urðu þær sjö með því að bæta við trú, von og kærleika." (Gunnar Hersveinn, Gæfuspor. Gildin í lífinu, Reykjavík 2006)
Svavar Alfreð Jónsson, 16.11.2009 kl. 15:10
En trú og von er það sama... FAIL ;)
Get ekki séð að þetta sé dyggið.. .. ohh ég vona að ég vinni í lottó
DoctorE (IP-tala skráð) 16.11.2009 kl. 15:25
Svavar, þú gætir kannski sagt okkur hvernig gamla góða kristnin mat trúfrelsið? Var það hátt skrifað hjá gömlu, góðu kristnu gildunum?
Hjalti Rúnar Ómarsson, 16.11.2009 kl. 15:59
Ég vildi að þú hefðir bara haldið þig við þau jákvæðu gildi sem hafa mótað þetta ágæta samfélag sem við búum í, því þar er ég alveg sammála þér.
Mestu máli skiptir hvað fólk sem nú lifir telur rétta hegðun og hvað ranga. Hrædd er ég um að þar verði ekki allir jafn sammála og þú gefur í skyn, ef ég skil þig rétt.
Það er ekki nóg að flestir séu sammála um gildi, ef fólk vill svo teygja þau og toga, eða fara bara alls ekki eftir þeim.
Hólmfríður Pétursdóttir, 16.11.2009 kl. 16:16
Hólmfríður hin góða, þau mannréttindi sem hafst hafa fram og virka sæmilega vel í dag eru öll tekin með valdi frá ráðandi öflum hinna gömlu og "góðu" tíma
frábær greinargerð hjá þér Sigurður Þór
kveðja, sjoveikur
Sjóveikur, 16.11.2009 kl. 17:40
Ég er að velta því fyrir mér til hvers er ríkisstjórnin að stofna Mannréttindaráðuneyti ?
Gissur Jóhannesson (IP-tala skráð) 16.11.2009 kl. 17:52
Ég minnist þess ekki að hafa haldið því fram að það hafi verið til almennt góðir gamlir daga.
Það sem reynist gott á öllum tímum er að eiga góða að og að mæta góðvild og samhjálp þegar á móti blæs.
Mér dettur ekki í hug að mótmæla því að það hafi þurft að hafa fyrir því að sækja réttindi til þeirra sem hafa hag af því að þau séu sem minnst.
Hvað meinta góðsemi mína varðar held ég helst að hún sé hvorki meiri eða minni en almennt gerist.
Hólmfríður Pétursdóttir, 16.11.2009 kl. 19:14
Mikið fjári er þetta góður pistill.
Ég verð stundum voðalega pirruð þegar verið er að japla á þessari tuggu "gömlu, góðu gildin". Það er aldrei almennilega útskýrt hvað akkúrat er verið að meina með því.
Kama Sutra, 16.11.2009 kl. 19:26
já gömlu gildin.. þaug eru þarna djúpt inní okkur... sem kemur alla leið frá fólkinu sem hér bjó fyrir landnám... og jólin hin gömlu koma þaðan.. fólk sem trúði á ljósið og sólina... miklu eldri en ésu... það er ekki von þú munir það... þessi saga var drepin niður með flestu okkar besta fólki og silki lýginnar lagðist yfir... og drap allt í drómu... jú það var gott mannlíf hér... ég gæti sagt þér og ykkur sögur af því samfélagi... mikil saga það...
Tryggvi Gunnar Hansen, 16.11.2009 kl. 19:37
Flott færsla.
Villi Asgeirsson, 16.11.2009 kl. 20:13
Verulega góð grein hjá þér Sigurður Þór, er sannfærð um að Jesú Kristur er hjartanlega sammála þér;-)
Helga Björk Magnúsar Grétudóttir (IP-tala skráð) 16.11.2009 kl. 20:13
Hvað með gömlu góðu gildin þegar krissum var hent fyrir ljón... heheh grín ;)
DoctorE (IP-tala skráð) 16.11.2009 kl. 20:29
Er guð þá endanlega dauður?
Einar Marel Þórðarson (IP-tala skráð) 16.11.2009 kl. 20:37
Kudos.
Jón Steinar Ragnarsson, 17.11.2009 kl. 01:29
Fín færsla.
Gömlu gildin búa í nostalgíuhólfi hjartans hjá hverjum og einum, allt eftir því á hvaða áratug síðustu aldar þú fæddist.
Eins og endranær, hafa þau afskaplega lítið að gera með trúarbrögð eða hræsni.
Gömlu gildin, snúast um nægjusemi, þakklæti yfir smáu, og hógværð yfir stóru.
Jenný Stefanía Jensdóttir, 17.11.2009 kl. 03:54
Óskapa tuð er þetta. Eg veit ekki til þess að nein þau gildi sem við viljum hafa í hávegum í dag séu ný uppfinning. Þau eru öll gömul (og góð). Myrkraverkin og hin mannfjandsamlegu gildi sem knýja þau áfram eru heldur ekki alveg nýtilkomin. Siðferðislega hefur mannskepnan líklega ekki þokast mikið áfram síðustu aldirnar. Flestar dyggðir hafa víst sínar skuggahliðar; það fer eftir því hvernig þær eru praktíseraðar.
Það má vel vera rétt hjá SÞG að þrátt fyrir allt sé nú skárra að búa við núverandi ástand en það sem áður var. Það sem hinsvegar rennur mér oft til rifja er að framfarirnar skuli ekki vera meiri, miðað við betri menntun og meiri þekkingu. Mennta- heilsufars- og sálfræðivísindi geta leiðbeint okkur æði mikið um um það hvað sé farsælt, skapi frið og sátt, t.d. hvernig á að búa að börnum, leysa deilumál, halda sér frískum. Samt heldur stór hluti þjóðarinnar (mannkynsins þessvegna) áfram að haga sér eins og kjánar.
Skellur (IP-tala skráð) 17.11.2009 kl. 09:30
Húrra fyrir þér Sigurður. Þarna hittir þú naglann heldur en ekki beint á höfuðið! Mig grunar þó að Mali sé hér um að véla.
Árni Matthíasson , 17.11.2009 kl. 11:28
Þórhallur ríkiskirkjuprestur og embættismaður er að halda í gömlu gildin, fer á þjóðfund þar sem heiðarleiki, kærleikur og slíkt á að vera aðalmálið.
Karlinn hreinlega lýgur upp í opið geðið á fólki með að fundurinn hafi talið að kristni, það sem hann starfar við hafi verið aðalmál fundarins.. sem og að kristni eigi öll þau gildi sem var lagt áhersla á.
Þessi maður hraunar svo yfir alla sem skrifa ekki undir launaseðilinn hans.. sem er ef að líkum lætur hátt í milljón á mánuði
http://thorhallurheimisson.blog.is/blog/thorhallurheimisson/entry/979840/
Gott dæmi um hin kristnu gildi.. að ljúga og rugla á fullu.. útrásarjesúlingur hér á ferð... og þú sem lest þetta ert kannski að borga þessum manni laun.. spáðu í því.. nú eru að verða síðustu forvöð á að skrá sig úr ríkiskirkju.. annars þarftu að borga undir þessa menn allt næsta ár... ~15000 krónur af skatti þínum fer í þetta..
Hugsa.. ok..
DoctorE (IP-tala skráð) 17.11.2009 kl. 11:29
Fyrir mig persónulega er ég farinn að hallast að árinu 1978, þegar gamla krónan var enn í fullu gildi. Þá var líka alveg hætt að drekkja konum.
Emil Hannes Valgeirsson, 17.11.2009 kl. 13:12
Þegar ég tala um gömul góð gildi þá á ég við eins og þegar ég var að alast upp, átti föður sem stóð í því að byggja upp fyrirtæki sem í dag er stórt en hefur að vísu verið sameinað öðru fyrirtæki, á ég við Gunnvöru h.f. Í þá daga voru framámenn alla vega hér á Ísafirði ábyrgir aðilar. Þá var hægt að treysta loforðum og handsali. Þá báru þeir sem eitthvað áttu, ábyrgð á samfélaginu í heild. Þetta hefur farið út um gluggan. Og í dag er ekki hægt að treysta neinu sem ekki er undirritað og helst þinglýst.
Foreldrar mínir kenndu okkur börnunum að vera ábyrgir þegnar samfélagsins. Að vísu hafa leikskólar tekið við af því hlutverki og sinna því vel. En samt sem áður er það svo að ungdómurinn hefur orðið kærulausari með árunum. Það hef ég séð með því að starfa með ungu fólki í yfir 30 ár. Þau eru ekkert verri og eflaust að mörgu leyti færari allavega á nútímatækni flest hver. En það hefur samt eitthvað glatast af bæði umgengni og aðallega þó færni þeirra til að hlusta og taka eftir því sem við þau er sagt.
Gömlu gildin sem ég tala um eru margskonar. En fyrst og fremst þau að gleyma ekki mannlegri reisn og setja í staðinn græðgi og frægð. En það hefur að mínu mati keyrt um þverbak undanfarna áratugi. Að hlú að því smáa og saklausa í okkur sjálfum. Það hefur gleymst í hraðaupphlaupi nútímans því miður.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.11.2009 kl. 13:24
Thú vekur upp drauga med thessum skrifum Sigurdur minn. Ég held ad thú sért madur hinna klassisku dyggda. Alveg er ég sannfaerdur um thad.
Guðmundur Pálsson, 17.11.2009 kl. 13:47
Ég er ekki að skrifa um sjálfan mig eins og ljóst ætti að vera. Og hvaða drauga er ég að vekja upp með því að benda á að fyrir flesta er líf manna betra nú en áður og breytingarnar sem stuðluðu að þessu voru veeraldleg hugsun.
Sigurður Þór Guðjónsson, 17.11.2009 kl. 14:11
Jón bóndi (IP-tala skráð) 17.11.2009 kl. 23:56
Jón bóndi (IP-tala skráð) 17.11.2009 kl. 23:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.