Sáluhjálp mannkynsins

Þó kristni séu fjölmennustu trúarbrögð heims eru þó aðeins 33% jarðarbúa kristnir. Það eru sem sagt 67% jarðarbúa sem ekki eru kristnir.

Mér skilst að samkvæmt kristinni trú verði engir sáluhólpnir nema þeir sem trúa á upprisu Jesú. Kristnin séu hin einu sáluhálparlegu trúarbrögð enda hafi guð svo elskað heiminn að hann gaf Krist, eingetinn  (ó)náttúrlega, til að  hver sá sem á hann trúi glatist ekki heldur öðlist eilíft líf.

En það blasir þá við að 67% mannkynsins mun ekki öðlast eilíft líf.

Er þetta áhyggjuefni?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Smá leiðrétting: þessi prósenta sem samþykkir ekki Sússa verður pyntuð að eilífu samkvæmt meintum Sússa.

DoctorE (IP-tala skráð) 26.11.2009 kl. 13:37

2 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Þessi tala er örugglega gróflega ofmetin.  Væntanlega eru 90% íslendinga inni í henni þrátt fyrir að við vitum að ekki nema helmingur trúir á upprisuna.

Reyndar fá þeir íbúar heimsins sem aldrei hafa heyrt minnst á Jesús Jósefsson tækifæri á að komast til himnaríkis.

Hinir sem hafa heyrt af honum en kosið að trúa ekki eru glataðir.

Matthías Ásgeirsson, 26.11.2009 kl. 13:53

3 identicon

Já það er nefnilega málið.. hver sá sem segir fólki frá Sússa er faktískt að skapa mikla hættu á að áheyrandi verði pyntaður..
Samkvæmt þessu þá eru allir sem boða þessa trú stórhættulegir glæpamenn.. þessu er ekki hægt að hafna.

DoctorE (IP-tala skráð) 26.11.2009 kl. 14:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband