27.11.2009 | 12:56
Ofsóknir gegn samkynhneigðum á blog.is
Á þessari bloggsíðu eru orð biblíunnar notuð til að svívirða samkynhneigða í íslensku þjóðfélagi.
Viðkomandi bloggari væri ekki að birta þessi orð nema hann telji að þau eigi við um samkynheigða. Þar segir meðal annars um þá, að þeir séu:
Ég vil beina þeirri spurningu til umsjónarmana blog.is, í ljósi þess að þeir eiga það til að loka bloggsíðum, hvort þeim finnist ekkert athugavert við það að bloggveita þeirra sé notuð til að svívirða hóp manna í þjóðfélaginu undir yfirskyni biblíutilvitnana.
Að mínum dómi varðar þessi bloggfærsla hreinlega við lög. Hún er ofsóknir gegn samkynheigðum þar sem jafnvel er ýjað að því að taka beri þá að lífi. Guðsorð segi að þeir séu dauðasekir og það er vitnað til þessara orða með þeim skilningi að virða beri guðsorð og fara eftir þeim.
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Desember 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Athugasemdir
Og spáðu í einu Siggi minn... íslenska ríkið er með ríkiskirkju sem er með gamla bók sem segir að það eigi að taka samkynhneigða af lífi, að það eigi að taka trúfrjálsa af lífi... óþekk börn, konur sem eru ekki hreinar meyjar á brúðkaupsnótt.. .konur sem öskra ekki nægilega hátt á hjálp þegar þeim er nauðgað á að taka af lífi, konur eru 50% af verðgildi karla.
Prestarnir passa sig á að segja fólki ekki frá þessu... en svona er þetta.. ísland borgar þúsundir milljóna undir þetta rugl, margur stjórnmálamaðurinn segir þetta vera hornstein íslenskrar menningar.
DoctorE (IP-tala skráð) 27.11.2009 kl. 13:24
Sigurður, þetta er framhald á þessum versum sem fjalla klárlega um samkynhneigð:
Hann birtir þessi orð af því að þetta er í samhengi við þau skrif Páls þar sem hann fordæmir samkynhneigð.
Nú ertu að oftúlka. Og ef það er lögbrot að vitna í Rómverjabréfið, þá ættirðu frekar að reyna að fá Biblíuna bannaða.
Samkvæmt kristinni trú eru allir dauðasekir.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 27.11.2009 kl. 13:45
Hjalti Rúnar: Þú kemur reyndar að kjarna málsins: Við búum í nútíma réttarríki. Samkæmt 223 gra almennra hegningarlaga eru viðurlög við því að ráðast með háði, rógi, smánun eða ógnun opinberlega á mann eða hóp manna vegna kynheigðar þeirra.
Ekki er hægt að segja annað en að þessar biblíutilvitnanir séu annað en en a.m.k. rógur og smánun og jafnvel ógnun í garð samkynhneigðar. Það er því í skilningi nútímalag ólöglegt að nota þau til að gera lítið úr samkynhneigðum eins og hér er gert. Engu breytir hvort uppruni orðannaer úr biblíunni. Bloggarinn notar þetta til að ráðast á samkynheigða og ætlar þeim öllum - eingöngu vegna kynheigðar sinnar - svona lélegan karakter eins og þarna kemur fram sem nær langt út fyrir það að sofa hjá einhverjum af sama kyni. Það verður ekki undan því vikist að samkvæmt nútímalögum er einfaldlega lögbrot að nota Rómerjabréfið beinlínis gegn samkynheigðum. Þetta er ekki spurning um að ég vilji eða reyni að fá biblíuna bannaða sem mér dytti aldrei í hug. En þetta er vissulega spurnign um hvort níð um samkynheigða sem tekin eru beint úr biblíu og beinlínis notuð gegn samkynheigðum til eigi að vera undanskilin lögum en ekki annars konar níð um samkynheigða.
Það er varla oftúlkun þetta með dauðasektina. Þarna er verið að vísa til dauðasektar vegna samkynheigðar ekki erfðasyndar mannsins og það ættirðu að vita. Að segja í þessu sambandi að allir menn séu dauðasekir er að horfa framhjá þessum mikilvæga punkti, sagt re fullum fetum að ákveðinn hópur í samfélaginu sé dauðasekur vegna tiltekinna hegðunar sinnar öðrum mönnum fremur. Málið er að þessi tilvitnun til dauðasektar varðandi samkynheigð hlýtur í þessu sambandi að teljast vera hótun eða ógnun í garð samkhynheigða.
Sigurður Þór Guðjónsson, 27.11.2009 kl. 14:09
Hjalti:
"Samkvæmt kristinni trú eru allir dauðasekir."
Er það ekki ástæða slíkra öfga engu að síður að menn taka sér vald dómarans og réttlæta sínar eigin syndir með að benda á aðra sem þeir telja verri og jafnvel ganga í hlutverk böðulsins.
Ég skil samt að þú ert ekki að réttlæta ósköpin, heldur benda á að öll helvítins bókin er af sama meiði. Nenni menn að leggja sig fram við að tína það til, þá ætti samkvæmt öllum nútima siðgæðis og mannréttindanormum að vera hægt að banna þessa bók, eða alla vega redúsera hana niður í A4 blað.
Svona orðræða, eins og fer fram á bloggi Þórólfs gerir mig algerlega hamslausann af reiði og manni langa að láta til skarar skríða gegn þessu hyski. Það er mín innbygða réttlætiskennd, sem lætur svona.
Þótt ég é breyskur maður, þá rís réttlætiskennd og siðferðisvitund mín mílum ofar þessu svoköllaða kristna siðferði.
Gangi þetta hyski skrefinu lengra, þá legg ég til að þesskonar félagskapur verði bannaður. Fordæmin eru til í tilfelli þjóðernissinna og kynþáttahatara, enda sækja þeir mannamuninn í þessa bók.
Jón Steinar Ragnarsson, 27.11.2009 kl. 14:14
Nú er spurning hvort trompar hitt, landsins lög og mannréttindasáttmálar eða forpokað orð þessarar bókar. Úr þessu þarf að skera í eitt skipti fyrir öll. Trúarlegt einelti ætti að varða við lög eins annað einelti og ofsóknir.
Trúaðir snúa samt faðirvorinu einatt upp á fjandann og telja sig hin ofsóttu píslarvætti, ef venjulegu fólki ofbýður og reynir að andæva vitfirringunni. Þeir skulu þá fá að réttlæta þau forrétindi sín fyrir jarðneskum dómi.
Jón Steinar Ragnarsson, 27.11.2009 kl. 14:21
Ekki meira stiikkfrí fyrir ofóknir í nafni trúar. Hingað og ekki lengra. Það er komið gott af vitfirringunni.
Jón Steinar Ragnarsson, 27.11.2009 kl. 14:25
Sigurður, svo að ég skilji þig rétt, þá myndirðu segja að það væri lögbrot að segja eitthvað eins og: "Hérna í Rómverjabréfinu er klárlega verið að ræða um samkynhneigð [og vísa síðan í umrædd vers]."
Ég reyndar sé bloggarann ekki gera það.
Sigurður, ég held að þú sért að oftúlka bæði Pál og umræddan bloggara. Þarna þýðir dauðasekt ekki að hið opinbera eigi að taka nokkurn mann af lífi, enda væri Páll varla að pæla í því.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 27.11.2009 kl. 14:27
Þessi orð varðandi dauðasektina væri hægt að túlka í skilningi 226 gr. sem hótun eða ögrun að viðbættum þeim rógi og smán sem felst í þessari biblíutilvnunum sem bloggari augljóslega stefnir gegn samkynhiegðum langt út fyrir það þó menn finnist það synd að sofa hjá sama kyni: ''fylltir alls konar rangsleitni, vonsku, ágirnd, illsku, fullir öfundar, manndrápa, deilu, sviksemi, illmennsku. Þeir eru rógberar, -30- bakmálugir, guðshatarar, smánarar, hrokafullir, gortarar, hrekkvísir, foreldrum óhlýðnir, -31- óskynsamir, óáreiðanlegir, kærleikslausir, miskunnarlausir.'' Svona eiga víst samkynheigðir vera, bara sem menn. Ef þarna er ekki verið með fordóma gegn vissum hópi þá veit ég ekki hvað fordómar eru. Annars er tilvísunin óljós því ég finn þetta ekki udnir þeirri tilvísun sem tilgreind er. Þetta á huganleg um aðra en samkynheigða, syndara almennt, en bloggarinn notar þetta hiklaust gegn samkynheigðum.
Sigurður Þór Guðjónsson, 27.11.2009 kl. 14:43
Annars skil ég ekki vandamálið per se... við getum hommast og ráðist að gudda daginn inn og daginn út, nauðgað og myrt.. svo nokkrum sekúndum fyrir andlátið: Sorry Sússi, ég iðrast og þú ert bestur.. BANG beint til helvítis á himnum með Gunnari Á krossinum, Snorra í betli, Eika á Ómaga... og öllum hinum leiðindadurgum og kellum... að eilífu
DoctorE (IP-tala skráð) 27.11.2009 kl. 14:55
Sigurður, þú gætir mistúlkað vísunina í dauðasök sem "hótun". Það eina sem bloggarinn segir um þessi vers er að samkynhneigð sé fordæmd af guði í þeim. Það er rétt hjá honum.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 27.11.2009 kl. 14:59
Sigurður Þór nefnir hér að ofan 223 gr. hegningarlaganna og væntanlega er þar að finna svar við spurningunni sem hefur verið að "ónáða" mig í þessu sambandi , eins og stundum áður.
Kannski ættu umsjónarmenn blogg.is að sjá til þess að þessi grein laganna, a.m.k., sé virt af bloggururum?
Agla (IP-tala skráð) 27.11.2009 kl. 15:17
Ég sé fátt annað í stöðunni nema það að bjalla í lögreglu og handtaka alla trúboða.. og banna biblíu hahah
Svo ættu nú kristnir að kætast mjög, þeir trúa því jú að þegar trúleysið og virðingarleysi fyrir geimgaldrakarlinum þeirra verður hvað mest, að þá muni Sússi koma fljúgandi með lúðurinn sinn yfir olíufjallinu...
Þess vegna er óskiljanlegt hvers vegna krissar eru að reyna að stoppa af trúleysi og syndsamlegt líferni, makes no sense... nema í þeim skilningi að krissar vita vel að ekkert af þessu rugli mun gerast, að þeir verði bara dauðir þegar þeiri eru dauðir.
DoctorE (IP-tala skráð) 27.11.2009 kl. 15:24
Snorri í Betli.. úps Betel tekur slaginn http://snorribetel.blog.is/blog/snorribetel/#entry-985359
Biblían segir: "Villist ekki! Hvorki mun saurlífismenn né skurðgoðadýrkendur, hórkarlar né kynvillingar, þjófar né ásælnir.....Guðs ríki erfa (1.Kor.6:9)
Tjékkum aðeins þessi "skurðgoðadýrkenda" dæmi, boðorð númer 2
Sorry enska
"You shall not make for yourself a graven image, or any likeness of anything that is in heaven above, or that is in the earth beneath, or that is in the water under the earth; you shall not bow down to them or serve them; for I The Lord your God am a jealous God, visiting the iniquity of the fathers upon the children to the third and the fourth generation of those who hate Me, but showing steadfast love to thousands of those who love Me and keep My Commandments."
Nei, nei lookie here... er Snorri og allir kristnir ekki að brjóta eitt mikilvægasta boðorðið í biblíunni... þeir bugta sig fyrir krossum og Sússa Action körlum á fullu, þeir dýrka landsvæði í Ísrael sem guð væri.
Boðorðin minnast ekki einu orði á samkynhneigða, samkvæmt þessu þá eru það einmitt krissarnir sem eru mestu og verstu syndarar sem hægt er að hugsa sér...
Þeir verða að gjöra iðrun hið snarasta.. annars mun Guddi taka reiði sína út á börnum þeira og barnabörnu og barnabarnabörnum.. etc
Aumingja litlu krissarnir skilja ekki boðorðin sem þeir telja svo geggjað mikilvæg
DoctorE (IP-tala skráð) 27.11.2009 kl. 15:41
Lögin segja það hreint út að ekki megi smána menn fyrir kynhneigð Þeirra. Þessi gamli texti smánar menn sem lifa kynlífi með hver öðrum. Það er ekki látið nægja að fordæma verknaðinn, syndina sjálfa í augum Páls, heldur er samkynheigðum fundið allt til foráttu sem manneskjum. Þetta er alveg á hreinu, lesið þetta bara: fullir af rangsleitni, manndrápum, sviksemi, hrekkvísi, rógberar, miskunnarlausir og svo framvegis. Bara af því þeir iðka ákveðna tegund af kynlífi. Þetta eru dæmigerðir hatursfordómar og eru ekkert betri sem orð Páls fyrir 2000 árum heldur en ef ég mundi segja þau núna. Ef lögin eru tekin alvarlega ætti að vera hægt að fá menn dæma vegna þeirra þegar þau eru beinlínis notuð til að gera lítið úr mannkostum samkynhneigðra, en ekki t.d. birt sem dæmi um skoðanir Páls án þess að afstaða sé tekin til þeirra. Spurningin er hvort þessu lög um heiður samkynheigðra séu bara orðin tóm. Allir komist þrátt fyrir þau upp með að svívirða samkynheigða ef þeir bara hafa vit á því að nota gamla texta til þess. Það væri fróðlegt að láta á það reyna hvort þessi lög eru virk eða bara til málamynda.
Sigurður Þór Guðjónsson, 27.11.2009 kl. 16:26
Snorri í Betel heldur áfram með ruglið að setja samkynhneigða undir sama hatt og afbrotamenn og níðinga.
Það vantar augljóslega olíu á lampann hjá þessum manni!
Hann skrifar:
"Það hefur mátt vera öllum mönnum ljóst að engin kirkja né kristinn söfnuður hefur hafnað hommum, lesbíum eða peningagráðugum, þjófum né barnaníðingum. Allir þessir eru hjartanlega velkomnir á samkomurnar. En það er ekki víst að þeim líki boðunin og má vera að þeir stingist í hjörtun. "
Mikið er þetta sorgleg afstaða. Það er sama hvaðan fólk kemur - við þurfum ÖLL að berjast gegn svona boðun.
Jóhanna Magnúsdóttir, 27.11.2009 kl. 16:38
Hótunin, ógnun, sem lögin gætu fallist á, felst ekki í því að menn verði beinlínis teknir af lífi á formlegan hátt af samfélaginu, en hún getur mjög hæglega ýtt undir hatursdráp. Það felst í þeirri siðferðilegu útskúfun að viss hópur manna í samfélaginu sé dauðasekur. Slíkt afstaða ýtir undir hatur og hugsanlega hatursglæp. Ekki síst þegar litið er á fólk sem er samkynheitt þeim augum sem þessi texti birtir.
Sigurður Þór Guðjónsson, 27.11.2009 kl. 16:41
Nú er spurning hvort trompar hitt, landsins lög og mannréttindasáttmálar eða forpokað orð þessarar bókar. Úr þessu þarf að skera í eitt skipti fyrir öll.
Jón Steinar hittir hér einmitt naglann á höfuðið. Hvort er rétthærra í nútímaréttarríki, landslög eða orð biblíunnar?
Sigurður Þór Guðjónsson, 27.11.2009 kl. 16:52
norri í Betli á DV.. hann er með kristna heilkennið sem segir að hommar og barnaníðingar sé faktískt það sama
http://www.dv.is/frettir/2009/11/27/ber-homma-saman-vid-barnanidinga/
Ég bið íslendinga að athuga vel með sjálfa sig og skráningu í kristna söfnuði.. þetta er nefnilega það sem biblían boðar.. sem og að það eigi að myrða alla sem eru ekki á sama máli, takk fyrir...
Já Sússi langt frá því að vera bróðir besti eða barnavinur mesti, prestar passa sig mjög vel á að þið heyrið ekki að Sússi var faktískt ekkert nema geðsjúkur dómdagsspámaður sem tók 100% undir öll morðin og ógnirnar...
DoctorE (IP-tala skráð) 27.11.2009 kl. 17:07
Þeir eru ekkert smá viðkvæmir krissarnir, ég kvað hann JVJ í kútinn á þessari síðu sem hatar homma og alla bara... nú allar athugasemdir frá mér farnar út og ég bannaður :)
Krissar þola ekki að heyra sannleikann umbókina sína
DoctorE (IP-tala skráð) 27.11.2009 kl. 20:02
Hér mótast mikið af umræðunni af grundvallarmisskilningi á textanum í 1. kafla Rómverjabréfs Páls postula, og það er alltaf miður, að rangtúlkun fari af stað á Biblíunni, hvað þá heldur þegar menn búa sér til úr því hörkuleg árásarefni á Guðs orð.
Sigurður Þór virðist seint ætla að átta sig hér, þótt hinn vantrúaði Hjalti bendi honum á, að hann sé að oftúlka Pál postula – enda hefur Hjalti lært stund á guðfræði og leggur sig fram um að skilja textann í samhengi sínu; það er mjög viringarvert af honum að láta ekki herskáustu raddirnar hafa áhrif á sig.
En HÉRNA er að finna rökstudda leiðréttingu á því, sem Sigurður hefur helzt misskilið í þessu efni.
Meginniðurstaða: Páll leggur hvorki til aftökur samkynhneigðra né segir hann að þeir séu "'fylltir alls konar rangsleitni, vonsku, ágirnd, illsku, fullir öfundar, manndrápa, deilu, sviksemi" o.s.frv. o.s.frv. eins og Sigurður hélt.
Gangi honum og ykkur öllum vel að skilja Ritningarnar eins og þær voru skrifaðar í sínu rétta samhengi. – JVJ.
Kristin stjórnmálasamtök, 27.11.2009 kl. 21:30
Lögin hljóma svona:
[233. gr. a. Hver sem með háði, rógi, smánun, ógnun eða á annan hátt ræðst opinberlega á [mann eða hóp manna] 1) vegna þjóðernis þeirra, litarháttar, [kynþáttar, trúarbragða eða kynhneigðar] 1) sæti sektum …2) eða fangelsi allt að 2 árum.]
Hér er líka talað um trúarbrögð. DoctorE mun fá 2 ára í fangelsi og 6.554 ár í helvíti og sekt upp á 2.112.333 kr. Ég vil nú frekar að hann haldi áfram að kjafta, þó mér finnst hann stundum þreytandi.
"Jón Steinar hittir hér einmitt naglann á höfuðið. Hvort er rétthærra í nútímaréttarríki, landslög eða orð biblíunnar?"
Er barnaleg spurning. Haldið þíð fram að bókstafstrúarmenn eru með sín eigin lög sem þeir fylgja þó þær sé í andstöðu við landslög?
Jakob Andersen (IP-tala skráð) 27.11.2009 kl. 21:34
trúarbr-gð eiga ekki heima þarna.....þau munu líka hverfa þarna út.....
DoctorE (IP-tala skráð) 27.11.2009 kl. 21:53
P.S. Það er ekki hægt að fangelsa menn fyrir að segja frá hvað stendur í trúarritum og eða hvað trúarnöttar eru að böggast.
Og já krissar og íslamistar telja bækurnar sínar ofar öllu öðru Jakob. þetta áttu að vita nema kannski ef þú hefur búið undir steini.
DoctorE (IP-tala skráð) 27.11.2009 kl. 22:21
Af hverju er talað um trúarbrögð?
Það eru brögð í tafli. Um er að ræða mesta Nígeríusvindl allra tíma. Árlega er milljörðum af skattfé mokað í þessa vitleysu hér á landi. Nær ekkert mátti skera niður hjá kirkjunni þó allir aðrir verði að skera niður.
(Rétt er að benda á að sá sem skrifar undir dulnefninu "Kristin stjórnmálasamtök" er Jón Valur, sem kallaður hefur verið hommagrýla.)
Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 27.11.2009 kl. 22:27
Hafi Páll postuli átt almennt við ''guðlausa'' menn og ''synduga'' með orðum sínum sem hann tengir reyndar mjög sterkt þeim sem iðka kynlíf með sama kyni, er ljóst að Þórólfur er fyrst og fremst með samkynheigða í huga þegar hann vitnar til þeirra. Hann notar þar með orð Páls til að ætla samkynheigðum þá vondu eiginlega sem orð Páls segja beinum orðum. Það var alltaf meining mín í þessari færslu að einmitt það sé aðalmálið: hvernig gamlir trúartextar eru nú á dögum notaðir til að vekja upp andúð á samkynheigðum. Það er notkun og samhengi Þórólfs sem fyrst og fremst er ámælisverð.
Sigurður Þór Guðjónsson, 27.11.2009 kl. 22:47
En Þórólfur notar þennan texta einmitt ekki þannig, hann vísar bara til hans til að benda á að samkynhneigð er fordæmd í biblíunni. Hann segir hvergi að þetta eigi allt við alla samkynhneigða.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 27.11.2009 kl. 22:52
Í þessu tilfelli hefði bloggarinn betur vandað sig áður en hann færði þessa færslu til að valda ekki sárindum meðal homma og lesbía.
Það á að haga orðum þannig að þau særi ekki fólk þó menn séu ósammála stefnu þeirra í lífinu. Þetta óvarlega orðaval hefur einnig boðið heim misskilningi á borð við þann sem Hjalti hefur á texta Rómverjabréfsins: Hjalti:
Þessi túlkun orkar tvímælis, Páll er frekar að tala um athafnir en hneigðir. Hæpið er að álykta að Páll og eftirfylgendur hans fordæmi hneigðina, miklu fremur athöfnina, það sést ef textinn er lesinn í samhengi.
Það er því í besta falli hæpin túlkun hjá títtnefndum ívitnuðum bloggara að biblíutextinn fordæmi samkynhneigð eða eigi við hana sérstaklega.
Í kristnum söfnuðum er að finna fjölda fólks sem finnur til samkynhneigðar en hefur valið að gerast ekki hommar eða lesbíur (þ.e. að hafa ekki mök við einstaklinga af sama kyni) og það sækir sér andlegan styrk í baráttu sinni í boðanir safnaðanna. Sjá t.d. síðuna http://www.exodusinternational.org/stories. Val þeirra á sama rétt á sér í þjóðfélagi nútímans og val þeirra sem ákveða að gerast hommar eða lesbíur.
Efasemdir (IP-tala skráð) 27.11.2009 kl. 22:54
Það verður að stoppa þetta af, ríkissjónvarp má ekki sýna frá þessari vitleysingasamkomu.
Í USA kalla krissar eftir klerkaveldi... TaliAmericans
http://www.wnd.com/index.php?fa=PAGE.view&pageId=116837
DoctorE (IP-tala skráð) 27.11.2009 kl. 22:55
Efasemdir, það er vel hægt að segja að hneihðin sé fordæmd þarna, það er talað um "svívirðilegar girndir". Ég hef stundum talað um að Páll fordæmi "samkynja kynlíf" en nenni bara ekki að skrifa það alltaf, þar sem að þetta er frekar smávægilegur munur að mínu mati.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 27.11.2009 kl. 23:02
Þórólfur er að vísa til uppákomu með nafngreindan samkynheigðan mann sem ekki átti að hafa fengið að syngja á sviði fyrir trúfélag.Það eitt og sér (fyrir nú utan annað samhengi) beinir málinu umsvifalaust að samkynheigðum sem hópi. Með því villl Þórólfur skýra út og -vel að merkja- taka undir það hvers vegna slíkur maður megi ekki gera þetta, hann sé nenfilega gæddur þeim eiginleikum Páll telur upp. Annars væri meiningarleysa fyrir Þórólf að vera að vitna í þessi orð. Orð Páls ætla eimitt öllum þeim sem sofa hjá með sama kyni að hafa tiltekna eiginleika sem felast einhvern veginn í þeim verknaði eða að sá verknaður sé aðeins framinn af mönnum sem séu eins og Páll lýsir. Hann er einmitt að svifta hópi manna einstökum eiginleikum sínum, setja þá alla undir sama hatt. Það gera einmitt fordómar. Ég spyr bæði Hjalt aog JVJ hreint út hvort þeir fallist á það að rétt sé að lýsa samkynheigðum sem hópi með þessum orðum: fylltir alls konar rangsleitni, vonsku, ágirnd, illsku, fullir öfundar, manndrápa, deilu, sviksemi, illmennsku. Þeir eru rógberar, -30- bakmálugir, guðshatarar, smánarar, hrokafullir, gortarar, hrekkvísir, foreldrum óhlýðnir, -31- óskynsamir, óáreiðanlegir, kærleikslausir, miskunnarlausir, -32- þeir eru menn, sem þekkja réttdæmi Guðs og vita að þeir er slíkt fremja eru dauðasekir.'
Sigurður Þór Guðjónsson, 27.11.2009 kl. 23:06
VEIT EKKI HVERS VEGNA LETRIÐ VARÐ SVONA SMÁTT.
Sigurður Þór Guðjónsson, 27.11.2009 kl. 23:07
Ég gefst upp.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 27.11.2009 kl. 23:27
Er eitthvað erfitt að skilja að biblían segir klárlega að taka eigi samkynhneigða af lífi.. HALLÓ.. er verið að hengja sig í krúsindúllur og himnaleikfimi + að stunda andlega sjálfsfróun... seeshh
DoctorE (IP-tala skráð) 27.11.2009 kl. 23:44
Þú ert ekkert að gefast upp í raun og veru Hjalti. Þetta er bara aðferð til að segja: Það þýðir ekkert að ræða við þig. En auðvitað eiga menn ekkert að vera að jagast svona endalust! Það gætu allir tekið til sín.
Sigurður Þór Guðjónsson, 28.11.2009 kl. 00:02
Smá hlé ;)
DoctorE (IP-tala skráð) 28.11.2009 kl. 00:06
Hjalti: Það er hugsanlegt að einhverjir leggi þetta út á þann veg sem þú segir en meginstraumur kristninnar skilgreinir samt synd sem athöfn eða meðvirkni viljans.
Meðverknaður viljans, sem oftast er athöfn getur samt orðið í hugsuninni þegar hneigðin dregur hugann með sér á óheillavænlegar slóðir. Mín skoðun er sú að það sé ekki hægt að teygja þessa merkingu lengra í þá átt en að þarna sé átt við þessháttar meðvirkni viljans sem lætur syndsamlegar vangaveltur afskiptalausar.
Páll postuli er í þessum ívitnaða texta að ávíta Rómverja og fordæmir fyrst og fremst guðleysi, illsku og skurðgoðadýrkun þeirra. Framar segir:
Fráleitt er því að ætla að textinn ávarpi samkynhneigða sem hóp, þarna er verið að tala um saurlífi, hvað sem það nú er, það hljómar ekki vel, hugsanlega er það einhvers konar fjöldakynlíf, hugsanlega fjölkvæni, en hugsanlega er átt við mök karla. Það er þó ljóst af samhenginu að Páll álítur það vera afleiðingu þess að fólk hafnar Guði.
Þessi mikla tilfinningaólga í umræðu um málefni samkynhneigðra helgast að líkindum af því að baráttan hið innra með þeim hlýtur að vera mjög hörð. Sumir segja að hlutfall þeirra sem finna til samkynhneigðar sé á bilinu 3-5%. Ef um helmingur þess fólks lætur undan hneigð sinni og á mök við fólk af sama kyni þá er það um 1,5-2,5% sem er líklega hlutfall homma og lesbía í samfélaginu. Eins og ég sé þetta þá virðast talsmenn samkynhneigðra skiptast í tvo alveg öndverða flokka. Þá sem eru öndverðir á móti mökum við sama kyn og þá sem styðja það. Hörðustu andstæðingar gegn málstað homma og lesbía eru því líklega samkynhneigt fólk sem hefur ákveðið staðfastlega að lifa venjulegu fjölskyldulífi.
Efasemdir (IP-tala skráð) 28.11.2009 kl. 00:06
Really, Efasemdir er svo twisted að hann er...
Hvers vegna eru samkynhneigðir að afneita sjálfum sér og þykjast vera gagnkynhneigðir Mr. Efasemdir... það er að mestu vegna fordóma sem koma frá kristni og íslam... þú ert með haus, notaðu hann í að hugsa í stað þess að koma með fáránlegar afsakanir... þessi hneigð sem þú ert með.. ekki láta undan henni nema þú viljir vera talin tæður á því
DoctorE (IP-tala skráð) 28.11.2009 kl. 00:12
Allt er leyfilegt í nafni Gudda. Grýta konur, drepa homma, fara í stríð. Svo eru prestarnir í sumum þessum trúarBRÖGÐUM meira og minna afbrigðilegir.
Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 28.11.2009 kl. 00:17
Eins og fyrri daginn trompar kisan allt sem hér hefur verið sagt.
Sigurður Þór Guðjónsson, 28.11.2009 kl. 00:17
Dokksinn má eiga það að hann veldur aldrei vonbrigðum við valið á viðeigandi myndskreytingum.
Kama Sutra, 28.11.2009 kl. 00:17
Eina "Búdda" kisu fyrir nóttina :)
DoctorE (IP-tala skráð) 28.11.2009 kl. 00:42
Loðinn búdda í samadhi.
Sigurður Þór Guðjónsson, 28.11.2009 kl. 00:50
Kama Sutra, 28.11.2009 kl. 00:50
Siggi minn,
Það hefur alltaf verið til pakk og ruslaralýður, hvort sem hann felur sig bak við bókstaf eða eitthvað annað.
Þá kemur menntun eða röksemdafærsla ekki að neinum notum, borgar sig að láta sjúklinginn í friði. Þetta fólk býr á annarri plánetu, nánar tiltekið einhverri plánetu þar sem að menn hafa ekki en heyrt um Charles Darwin.
Sælir eru vanvitar og ímyndunarveikir bjöllusauðir.
sandkassi (IP-tala skráð) 28.11.2009 kl. 05:01
Leyndarmál sem ég ætlast ekki til að verði borið út:Það er nú alltaf obbolítið gaman að pexa við trúmennina.
Sigurður Þór Guðjónsson, 28.11.2009 kl. 13:29
"þarna er verið að tala um saurlífi, hvað sem það nú er..."
Sko, trúið mér: Þetta er allt túlkunaratriði. Þessi kafli í Rom í kringum 1:24-27 er mjög erfitt að þýða. Það eru ýmsar útgáfur af þessu og tillögur um hvað meintur Páll var eiginlega að fara.
En gríska orðið sem er notað þarna og þýtt í þessu tilfelli sem "saurlífi" er "akatharsia" sem merkir í breiðri merkingu "óhreint" eða eitthvað sem er ekki ekki rétt og í þeim skilningi að það sé ekki rétt samkv. tilhögun og sköpun Guðs, þ.e. ónáttúrulegt.
Sko, það sem verður að hafa í huga þegar gömul rit tala um eitthvað kynferðistengt er, að álitið var að visst fyrirkomulag væri "rétt" eða ófrávíkjanleg ætlun sköpunarinnar og þ.a.l. Guðs.
Nefnilega, að karlmaðurinn væri konum æðri og td. með því að rugla með með umrætt ófrávíkjanlegt fyrirkomulag - þá væru menn að fremja, eða að slík athöfn væri í eðli sínu, alvarlegt stílbrot - gegn náttúrunni og sköpun Guðs. Og þ.a.,l. eigi rétt.
Við verðum að hafa í huga að þarna er bara allt annað hugarfarslegt dæmi að baki slíkum fornum textum. Það er sko sú hugsun að það að karlar fari í kvennmanshlutverk (og öfugt) sem skelfir þessa gömlu kappa mest. Þeir geta bara ekki hugsað sér það !
Eða höfum við enn þá skoðun eða trú að karlar séu konum æðri í einu og öllu og hlutverkaskipti algjörlega niðurnjörfuð ? Nei eg bara spyr.
Belíf mí. Þetta er allt túlkunum háð. Það er hægt að ræða lengi um hvernig nákvæmlega á að þýða og ekki síður túlka þennan kafla í Róm - jafnvel án þess að komast að endanlegri niðurstöðu.
En alveg ljóst að einhverjir nokkri vilja lesa á ákveðinn hátt til að fá grunn unir fordóma sína gagnvart samkynhneigðum.
Svipað og sumir vilja td. lesa kóraninn á ákv. hátt til að næra annarskonar fordóma sína o.s.frv.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 28.11.2009 kl. 13:33
Varðandi saurlífi: Það er ekki saurlífi út af fyrir sig að vera samkynhneigður. Samkynheigður maður getur verið mjög hreinlífur. Það er meira að segja hugsanlegt að hann sé skírlífur þó hann sé samkynheigður að eðli alveg eins og til er gagnkynhneigt fólk sem lifir skírlífi.
Það er alveg augljóst gegn hverjum Þórólfur stefnir orðum Páls: gegn samkynheigðum til að sýna fram á hve spilltir þeir eru og vondir menn.
Sigurður Þór Guðjónsson, 28.11.2009 kl. 13:37
Förum nú ekki í afsökunargírinn með þessi trúarbrögð, verðum ekki svo lame að tala um einhverjar rósamáls þýðingar eða myndlíkingar.
Þeir sem gera slíkt eru bara á sömu buxunum og þeir sem verja kufka stærsta barnaníðingshrings í heimi, kaþólksu kirkjuna.
Það stendur skýrum stöfum í biblíu, kóran etc.. að það eigi að taka fólk af lífi fyrir engar sakir.. þessar bækur eru ógn við allt mannkynið.
Sá sem ver þessa ógn.. sá hinn sami er einnig ógn.
Hugsa svo.. engar afsakanir duga.
DoctorE (IP-tala skráð) 28.11.2009 kl. 14:12
"Sá sem ver þessa ógn.. sá hinn sami er einnig ógn.
Hugsa svo.. engar afsakanir duga."
Sko, ja ef þú beinir þessu að mér - þá tek eg það ekki til mín !
Sjáðu til, það sem eg er fyrst og fremst að benda á og það sem heillar mig við efnið er, að ef maður sökkvir sér í þessa texta eins og biblíutexta, þ.e. alveg innað rótum (og nú til dags er það ekki svo mikið mál, þ.e. internetið sko) þá þarf maður ekki að grufla lengi til að komast að því að afskaplega erfitt er oft á tíðum að í fyrsta lagi þýða einstök orð og setningar og öðru lagi og ekki síður túlka þá.
Sem dæmi í tilfelli þessa Róm. kafla - þá er nauðsynlegt að horfa til samengis heildarkaflans til að þýða og túlka orð og ákveðnar setningar. Það er, byggist rosalega á samhenginu hverng á að skilja. Og menn hafa skilið á ýmsan hátt og fært rök að.
En hitt er svo annað mál, að í bilblíu og sérstaklega GT eru afar sérkennilegar uppákomur, þ.e. miðað viðnútímaskilning á málum. Og að sjálfsögðu verður að lesa forna texta í samhengi við það samfélag er þeir voru skrifaðir á. Að sjálfsögðu.
Í tilfelli umræðuefnisins, þá er gott að líta til íslendingasagnanna til samanburðar. Þar er eigi par fínt að karlmenni séu tengd við kvenmannshlutverk.
En að lokum í samb. við Róm. kaflann, þá að mínu mati hlýtur höfundur að vera, allavega að einhverju leiti, að vera að vísa til beint eða óbeint, orða GT um samlífi karla. Eg held það. það svífur yfir vötnum (finnst mér) Hitt er aftur á móti áhugavert og gæti verið tilefni til langrar umræðu er, að höfundur Róm. virðist líka tala um samlífi kvenna sem er óivenjulegt og að því er ég best veit lítið eða alls ekki minnst á í GT og yfirleitt á tímum er texti Róm var skrásettur.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 28.11.2009 kl. 15:09
Ég læt kisu tala fyrir mig
DoctorE (IP-tala skráð) 28.11.2009 kl. 18:57
"Ég læt kisu tala fyrir mig"
Þú gætir td. komið með núna: En hvað með samkynhneigð í forngrikklandi og Rómarveldi o.s.frv. Hvernig jemur það heim og saman við fastmótaða hlutverkaskiptingu karla og kvenna ? O.s.frv.
Nefnilega mjög góð spurning.
En þá bara erum við komnir inní enn aðra umræðu sem ekki er síður flíkin og erfitt að festa fingur á með því að rýna í gegnum tímans þunga nið.
Margt bendir td til að slíkt hafi verið með allt öðrum hætti en nú á dögum og óljóst hve algengt var eða útbreitt.
Þarna er engu líkara en þeir karlar sem sinntu konuhlutverki kynferðislega hafi verið annaðhvort ungir drengir eða þrælar og útlendingar og karlmannshlutverkin hafi verið í höndum háttsettra karla. Þ.e. sá sem hafði valdið og sá sem var lægra settur og í eða nánast í félagslegri stöðu sem kona. Heví pæling. Og þ.a.l. hafi sambönd eins og tíðkast þessu viðvíkjandi í dag verið afar problematísk fyrir ofannefnd samfélög. Menn eru ekkert alveg með þetta á hreinu hvernig þetta nákvæmlega var samt. Það er deilt um það.
Og í tengslum við Rómverjabréfið telja sumir fræðimenn að verið sé að vísa til fyrst og fremst eldri karla og ungra drengja og/eða vændis en slíkum kenningum er algerlega hafnað af öðrum fræðimönnum.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 28.11.2009 kl. 20:39
Einhvers staðar las ég það nýlega að samkynhneigð sé og hafi verið um aldir alda, algeng meðal bæði manna og dýra og sé líffræðileg þróun, sem á ekkert skylt við neins konar synd.
Sannað hefur verið að ef konur gangi með marga drengi hvern á eftir öðrum hafni líkamar þeirra að lokum karlkynsfóstri og veiti því þess vegna kvenlega eiginleika. Sama á við um dýr. En einnig getur þetta komið fyrir þó að karlkynsfóstrið sé fyrsta afkvæmið.
Ekki veit ég hver er skýringin á samkynhneigð kvenna, það var ekki tekið fram í þessari frétt.
Svava frá Strandbergi , 29.11.2009 kl. 02:49
það er rétt hjá Guðný Svövu að eftir því sem konur ganga með fleiri sveinbörn aukast líkur á að yngri synir verði samkynhneigðir. Þó ber að varast að taka þetta sem algilda reglu. Ég man ekki prósentuna en mig minnir að 50% líkur séu á að fimmta sveinbarn í röð verði samkynhneigt.
Þetta hefur þó ekkert að gera með að fordómar og misrétti gagnvart samkynhneigðum er jafn fráleitt eftir sem áður.
Jens Guð, 29.11.2009 kl. 03:36
Fyrir þá sem trúa að samkynhneigð sé meðfædd :
http://www.ankerberg.com/Articles/_PDFArchives/streams-of-life/SL2W0803.pdf
enok (IP-tala skráð) 29.11.2009 kl. 22:34
Æi enok ofurkrissi.. hættu nú að bulla drengur
DoctorE (IP-tala skráð) 30.11.2009 kl. 07:47
OH MY GOD!! ef hann er tha til thessi " elska" thad er alls ekki ad astædulausu sem eg akvad ad skra mig ur thjodkirkjunni.
Eg skil ekki hvernig svona "elskulegt" folk sem er i thessum sofnudum getur verid med gay fabiu... og fordoma!!
Vonum ad "godur gud lækni ykkur af thessu" ef thad er hægt!!
O.M.G (IP-tala skráð) 30.11.2009 kl. 20:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.