Ekki enn komið frost í Surtsey

Um miðjan maí var sett upp sjálfvirk veðurstöð í Surtsey. Það er nú eina veðurstöðin á landinu þar sem enn hefur ekki mælst frost þetta haustið. Lægstur hefur hitinn orðin 0,6° þ. 4. október en hæstur 16,5° þ. 24 ágúst. 

02_116-1673_img.jpgVeðurstöðin er aðeins i 36 metra hæð yfir sjávarmáli, fjórum metrum lægra en veðursstöðin í Vestmannaeyjabæ.

Enn hefur ekki fest snjó í Surtsey ef marka má veðurvefmyndavél Veðurstofunnar.

Nú er spáð kólnandi veðri og líklega mun frjósa í Surtsey á mánudag eða þriðjudag. En eftir spánum er samt hugsanlegt að hún sleppi því aðeins er þá gert ráð fyrir eins stigs frosti í Vestmannaeyjum.

Myndin er tekin af Sigmari Metúsalemsyni og er af heimasíðu Surtseyjarfélagsins. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Pálmi Freyr Óskarsson

Það snjóéljaði Í Surtsey og Heimaey aðfaranótt 24. nóvember. Enn Stórhöfði slapp alveg við það.

Úrkoma þessa nótt (kl. 18-09) var 1,6 mm. í Surtsey, Vestmannaeyjabær 0,8 mm. og á Stórhöfða var enginn úrkoma.

Pálmi Freyr Óskarsson, 28.11.2009 kl. 18:15

2 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Hvernig sem viðrar þá er vonandi búið að leggja þeirri hugmynd að gera Surtsey að ferðamannastað.

Hildur Helga Sigurðardóttir, 29.11.2009 kl. 16:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband