Verkfæri Satans

Hvað býr að baki því að voldug stofnun, sem telur sig vera rödd guðs á jörðu, hylmir í 40 ár yfir jafn alvarlega glæpi gegn börnum og þarna er um að ræða?

Hvar er samkenndin með varnarlausum börnum sem þjást? 

Hvar er kærleikurinn?

Hvað svo með þá sem ábyrgð bera á sjálfum glæpunum og svo þeirra sem  þögðu þá í hel?

Sleppa þeir bara allir og fara til himna vegna trúar sinnar? 

Hér eru það ekki breyskir einstaklingar sem bregðast heldur sú stofnun sem fullyrðir að hún sé reist á vilja guðs og sé eins konar fulltrúi hans á jörðu. Kirkjan taldi sig vera að verja betri málstað en velferð barnanna, sem sé orðstýr kirkjunnar.

Ætli núverandi páfi hafi vitað um þetta?

Það segir svo sína sögu um þau heljartök sem spillt trú getur haft  á heilu samfélögunum að lögreglan leit svo á að starfsmenn þessarar stofnunar væru hafnir yfir lög og rétt.

Mín skoðun á þessu er einföld: 

Stofnun sem níðist á börnum á þennan hátt er ekki verkfæri guðs. 

Hún er handbendi Satans.

 


mbl.is Írska kirkjan hylmdi yfir kynferðisglæpi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Núverandi páfi vissi örugglega af þessu því hann setti af stað reglur sem  voru sendar til allra biskupa með að ógna fórnarlömbum og fjölskyldum þeirra.. þetta gerði hann áður en hann var gerður að páfa.. og var líkast til verðlaunaður og gerður að páfa fyrir glæpina.

Enginn Satan kom við sögu, Satan er afsökun sem trúaðir nota til að demba meintum syndum á.. hann er alls ekki til, einu sinni var hann bara geit sem þróaðist upp í það sem hann á að vera í dag.

P.S. Munið líka að kaþólska kirkjan bjó til sögurnar af Sússa ...

DoctorE (IP-tala skráð) 26.11.2009 kl. 17:34

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Í þessu máli var kaþólska kirkjan á Írlandi verkfæri hins illa og það getum við kallað Satan. En ansi ertu sjálfum þér samkvæmur Doksi.

Sigurður Þór Guðjónsson, 26.11.2009 kl. 17:45

3 identicon

Þetta er á heimsvísu, kirkjan á Írlandi er bara toppurinn á ísjakanum.
Í USA eru óteljandi fórnarlömb, sama var uppi á teningnum þar... á komandi árum munum við sjá þvílíkan hrylling.. td á Fillipseyjum og öllum löndum sem kaþólska kirkjan hefur náð miklum völdum.

Maður verður að vera samkvæmur sjálfum sér :)

DoctorE (IP-tala skráð) 26.11.2009 kl. 18:05

4 Smámynd: Guðni Þór Björnsson

Það þarf nú ekki að líta útfyrir landsteina til þess að sjá svona dæmi, var ekki Selfosskvikindið skipaður til vinnu án eftirmála hjá biskupstofu ekki fyrir svo löngu??

 Verst hvað svona mál verða "ómerkileg" og þagna fljótt í samfélaginu!!

Guðni Þór Björnsson, 27.11.2009 kl. 01:48

5 identicon

Allt brjálað á Írlandi vegna þess að lögreglan höndlaði presta eins og þeir væru hafnir yfir lög... þetta er meinsemd á öllum heiminum, að prestar séu eitthvað merkilegri en annað fólk... ef eitthvað er þá eru þeir ómerkilegri en annað fólk, þeir eru að selja eitthvað bull sem er ekki möguleiki á að þeir geti sannreynt.

Ekki gæti ég selt fólki einhverjar hókus pókus lækningar, farseðil til paradísar eftir dauðann, bara vegna þess að ég hefði lesið einhverja stúpid bók; Crazy

DoctorE (IP-tala skráð) 27.11.2009 kl. 09:37

6 Smámynd: Arnar

Sleppa þeir bara allir og fara til himna vegna trúar sinnar?

Flettu upp boðskap jésu.. allir komast til himna nema þeir sem trúa á hann.

Arnar, 27.11.2009 kl. 11:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband