Frostlaus nóvember syðst á landinu

Á Stórhöfða í Vestmanneyjum mældist aldrei frost í þessum nóvember á kvikasilfursmæli. Fór lægst í 0,5 stig. Þar fraus hins vegar í október. 

Í Vestmannaeyjabæ mældist heldur ekki frost í mánuðinum á sjálfvirkan mæli og í Surtsey hefur enn ekki frosið í allt haust á sams konar mæli.

Aðeins einu sinni hefur það gerst að mönnuð veðurathugunarstöð mæli ekki frost í nóvember. Það var á Hólum í Hornafirði í nóvember 1931 en þá mældist  0,0 stig.

Þessi mánuður var hlýr þar til síðustu dagana og  verður vel yfir meðallagi  þegar upp verður staðið en samt mjög langt frá öllum metum. 

Nema þessu undarlega meti, í þó ekki hlýrri mánuði, sem ég var að nefna.

Hæsti lágmarkshiti mánaðar sem nokkurn tíma hefur mælst á mannaðri veðurstöð í nóvember. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Magnúsdóttir

Gaman að lesa þessa veðurlýsingu hjá þér. Vissi ekki einu sinni að veðrið hér á Suðurlandinu hefði verið svona rosa gott. Var einmitt að skrifa vinkonu á Bretlandi, en þar rigndi mikið á tímabili í sumar, þegar ekkert rigndi hér og það varð bara að vökva garða í gríð og erg.

Ingibjörg Magnúsdóttir, 1.12.2009 kl. 00:42

2 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Nú er að bíða eftir meðalhitanum í Reykjavík - giska á að hann verði um eða yfir 3,5 stigum. Hinsvegar var hann að slá út aðra nóvembermánuði hjá mér í veðurgæðum með 5,1 í einkunn. Aðallega þá vegna hlýinda og úrkomuleysis. Kuldinn í lokinn skemmdi þó mikið fyrir í einkunnagjöfinni.

Emil Hannes Valgeirsson, 1.12.2009 kl. 00:46

3 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Meðalhitinn í Reykjavík var 3,1 stig, sól 45 klst, úrkoma aðeins 35 mm. 

Sigurður Þór Guðjónsson, 1.12.2009 kl. 05:07

4 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Mánuðurinn var þurr, stilltur og hlýr lengst af og það gefur honum væntanlega góða einkum.

Sigurður Þór Guðjónsson, 1.12.2009 kl. 05:19

5 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Já þetta var stilltur og prúður mánuður.

Emil Hannes Valgeirsson, 1.12.2009 kl. 09:24

6 identicon

Sko! Eg var búinn að hvetja þig fyrr í haust, Sigurður, til að gefa ekki upp alla von með góðviðri í haust! Þá svaraðir þú með bölsýnisrausi. En haustgoðin brugðust mér ekki fremur en endranær í þetta sinn. Sko þau!

Áskell Örn Kárason (IP-tala skráð) 1.12.2009 kl. 19:18

7 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Sko þig!

Sigurður Þór Guðjónsson, 1.12.2009 kl. 19:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband