12.12.2009 | 07:13
Hringdur inn dómsdagur
Öllum kirkjuklukkum hringt í heiminum til að minna á loftslagsmálin.
Þetta er nú meiri þvælan. Hver ákveður svona? Er enginn kirkja sem er sjálfstæð og neitar þessu? Leggjast þær allar hundflatar fyrir stjórnvöldum?
Hörmulegt var að heyra samtal við sóknarprest á Ísafirði i hádegisfréttum RÚV í gær. Hann talaði um spámenn gamla testamentisins og Nóaflóðið.
Þurfa loftslagsmálin á þessari froðufellandi banal trúardellu að halda?
Af hverju hringja menn ekki klukkum vegna offjölgunar mannkyns (megin orsakavalds í útblæstri framtíðar), rányrkju, vatnsofbeldi stórfyrirtækja, ofríki iðnríkja, fátækt, menntunarleysi og stríði?
Hvers konar hystería eru loftsslagsmálin orðin?
Það er byrjað að hringja inn dómsdag með trúarlegum ofsa eins og í lélegri Hollywoodmynd.
Svo eru menn að tala um að loftslagsmálin byggi á vísindum!
Kirkjuklukkum hringt 350 sinnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Desember 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Athugasemdir
Skýringin á þessu er einföld:
Loftslagsmálin eru trúarbrögð en ekki vísindi.
Annars er stundum gott að leita huggunar hjá Bishop Hill.
Ágúst H Bjarnason, 12.12.2009 kl. 07:54
Þetta eru ekki rök fyrir því að vísindin séu trúarbrögð og þaðan af síður að loftslagsmálin geti ekki verið byggð á vísindum, sama hversu mikil pólítík hleypur í hlutina
Og nú skal ég færa rök fyrir því. Fyrst og fremst þá eru loftslagvísindin byggð á mælingum og rannsóknum, sem staðfesta að; a) hitastigið hefur stigið á undanförnum árum og áratugum, b) aukning gróðurhúsalofttegunda hefur áhrif á hitastig og c) aukning gróðurhúsalofttegunda er af völdum brennslu jarðefnaeldsneytis. Sjá einnig t.d. mýtuna um trúarbrögð í vísindunum. Hvað kirkjan ákveður að gera til vekja athygli á þessu, hefur akkúrat ekki neitt með vísindin að gera og er allt annað mál. En fólki er auðvitað velkomið að misskilja það, bara ef það hentar
Sveinn Atli Gunnarsson, 12.12.2009 kl. 09:06
In the United States, it is an absolutely tremendous development that the religious right has begun to adopt the environmental movement. It finally occurred to some religious zealots that god's first commandment to Adam was to care for the planet. The issue is therefore not one of climate change and its science, but a general move in the faith community to become environmentalists.
Lissy (IP-tala skráð) 12.12.2009 kl. 11:27
Þessari færslu minni er fremur beint að kirkjunni og ''loftslagsmálunum'' en ''loftslagsvísindum.''
Fyrst og fremst þá eru loftslagvísindin byggð á mælingum og rannsóknum, sem staðfesta að; a) hitastigið hefur stigið á undanförnum árum og áratugum, b) aukning gróðurhúsalofttegunda hefur áhrif á hitastig og c) aukning gróðurhúsalofttegunda er af völdum brennslu jarðefnaeldsneytis.
Þó þetta væri allt hafið yfir allan vafa, sem sumir telja að ekki sé, þá eru ''loftslagsmálin'' annað og meira en ''lofslagsvísindin''.
Það er einmitt það sérkennilega við ''loftslagsmálin'' að þau teygja sig langt út fyrir ''loftslagsvísindin'' inn á svið stjórnmála og siðferðis. ''Loftslagsvísindin'' eru þá notuð sem grundvöllur fyrir því að koma ákveðnum siðrænum boðskap á framfæri eða til að grípa til vissra pólitískra aðgerða. Sumir loftslagsvísindamenn nota vísindi sín hiklaust til að koma slíkum boðskap á framfæri. Vísindin eiga þá að réttlæta alls kyns aðgerðir sem eru fyrir utan svið vísindanna. En þessar aðgeðrir eru efnahagslegar fyrst og fremst og menn eru ekki samálla um þær, hvort þær séu endilega nauðsynegar eða þá til hvaða aðgerða eigi að taka. Þessar aðgerðir geta haft ýmsar afeliðingar, sumar vafasamar eða alvarlegar á borð við það sem hlýnnarsinnar segja að eigi að gerast vegna hlýnunaninnar sjáfrar. Þeir sem vilja aftur á móti ekki taka þá pólitíksu agfstöðu og aðgerðir sem sterkasti armur aðgerðasinna gerir ráð fyrir eru þá skammaðir í nafni vísindanna fyrir afstöðu sína.
Það er með því sérkennilegra og einstakasta sem við sjáum í vísindaheiminumn hvað vísindum, pólitik og siðfræði er miskunnarlaust beint í vissa stefnu, stundum af fanatík sem minnir á trúboð, sem stefnir að takmörkunun á útblæstri gróðurhúsalofttegunda og þetta samkrull gerir þann einkennilega pakka sem kallaður er ''loftslagsmálin'' en þau eru hrærigrautur mælinga og vísindakenninga og svo hápólitískra aðgerða og siðferðilegra brýninga.
Gott dæmi er þetta kirkjulukknadæmi. Mér finnst ekki líklegt að kristnar kirkjur heims hafi fundið það upp frá sjálfum sér. Þær verða fyrir áhrifum, fyrir beinum eða óbeinum þrýstingi, að leggja sitt lóð á vogaarskálina, ekki í nafni vísindanna þó þau séu svipan sem látin er dynja á heiminum, heldur í nafni þeirra pólitísku hugsjóna sem sprettur af þrýstingi sem kemur frá aðgerðasinnum, sem eru að þjóna siðferðisþrunginni politík en ekki vísindum.
Ég held að Bishop Hill nái þessu fyrirbrigði ansi vel.
Sigurður Þór Guðjónsson, 12.12.2009 kl. 12:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.