Móðgun við hversdagslegustu skynsemi

Samkvæmt kennisetningum kaþólsku kirkjunnar var María mey óspjölluð alla ævi. Þegar hún var þunguð, eftir að hún fæddi Jesú og svo til dauðadags. 

Hún hefur eftir því aldrei sofið hjá nokkrum manni og þá heldur ekki eiginmanni sínum, Jósef. Bara með hinum hljólgraða heilaga anda sem var til í tuskið. Menn sofa nefnilega ekki hjá til að geta börn nema þeim standi af æsingi og það alveg gríðarlega.

En skyldi Jósef hafa sofið hjá öðrum konum? Í það minnsta er talað um bræður Jesú í nýja testamentinu en kaþólska kirkjan aftekur að þeir séu börn Maríu meyjar.

Og enn eru menn að deila um það hvort einn maður í mannkynssögunni hafi verið eingetinn, ekki átt sér neinn mennskan föður. 

Þarf að hafa um það frekari orð hvað helstu kennisetningar kristindómsins eru heimskulegar og móðgun við hversdagslegustu skynsemi?

 


mbl.is Deilt um meydóm Maríu í Nýja-Sjálandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

"og guðlast er með öllu forboðið í athugaemdum. Að viðlagðri eilífri vist í helvíti "

Ekki þori ég að koma með athugasemdir við þessa bloggfærslu, eins og gefur að skilja :) . Kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 20.12.2009 kl. 21:48

2 Smámynd: Egill

mér finnst það meira kraftaverk að halda það að Jósep (hafi hann verið til) hafi ekki sængað hjá eiginkonu sinni, en að Jésu (hafi hann verið til) hafi fæðst konu sem var hrein mey.

Egill, 20.12.2009 kl. 23:05

3 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Já þau eru margvísleg kraftaverkin Egill. Þú átt eftir að sjá það þegar þú verður stór.  kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 20.12.2009 kl. 23:11

4 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Þetta er nú ekki heilagt fólk fyrir ekki neitt.

Emil Hannes Valgeirsson, 21.12.2009 kl. 00:05

5 identicon

Samkvæmt Matteusar Guðspjalli

1:25Hann kenndi hennar ekki fyrr en hún hafði alið son. Og hann gaf honum nafnið JESÚS.

Sigurður Finnsson (IP-tala skráð) 21.12.2009 kl. 19:23

6 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

En kaþólska kirkjan kennir að María hafi alla ævi verið hrein mey.

Sigurður Þór Guðjónsson, 21.12.2009 kl. 19:29

7 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Æ en það er alltaf svo auðvelt að ljúga svona upp á konur. Ekki er kaþólska kirkjan að klikka. Ég trúi því ekki. Hann hefur verið að gorta sig karlinn við guðspjallaritarann.  Kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 21.12.2009 kl. 19:58

8 identicon

Það myndi eitthvað heyrast í fólki ef ég væri að gervifrjóvga konur án þess að þær hefðu hugmynd um það.... ég læddist um eins og Guddi um miðja nótt.. og sprautaði afritum af sjálfum mér í fórnarlömb....
Sendi svo eihvern kumpána síðar til að segja dömunum að DoctorE of the universe hafi barnað þær með klóni af sjálfum sér

Alveg yrði allt vitlaust, allir brjálaðir út í mig.. vilja hengja mig án dóms og laga... en Guddi, það er í lagi vegna þess að fólk telur sig fá borgað fyrir að segja ekki neitt um þennan hræðilega glæp sem Guddi átti að hafa framkvæmt.

DoctorE (IP-tala skráð) 22.12.2009 kl. 15:26

9 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Þetta er alveg rétt athugað Doksi. Engin hefur leyfi til að barna konu án hennar vilja. Það er ofbeldi. En auðvitað er þetta bara helgisögn.

Sigurður Þór Guðjónsson, 22.12.2009 kl. 16:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband