27.12.2009 | 12:15
Guðþjónusta út yfir allt velsæmi
Prestar fara nú mikinn yfir sjóslysinu sem varð fyrir nokkru í Fáskrúðsfirði. Þar fórst maður en hafði áður komið félaga sínum til bjargar með því að vísa honum á útgönguleið úr vélarrými bátsins sem var fullt af sjó.
Séra Jóna Hrönn Bolladóttir og Bjarni Karlsson gerðu þetta atvik að umtalsefni í prédikunum á aðfangadagskvöld. Þau töluðu um fórnargjöf. Sem alveg má til sans vegar færa. Þau fengu þó leyfi viðkomandi til að fjalla um efnið.
Í dag klukkan ellefu var útvarpað messu frá kaþólsku kirkjunni í Landakoti. Þar gerði presturinn þetta slys einnig að prédikunarefni.
Hann fullyrti að það væri kraftaverk sem stafaði út af því að sá sem komst lífs af hafi lifað trúarreynslu frá barnæsku. Hann hafi séð ljós og birtu í slysinu og björgunargalla hafa verið fleygt til hans á einhvern yfirskilvitlegan hátt eftir að hann komst út undir bert loft á bátnum. Nærtækast er þó að líta svo á að það hafi sami maður gert og hjálpaði honum út.
Sá maður er auðvitað lífgjafi mannsins.
Presturinn setur dæmið hins vegar upp sem kraftaverk og tákn frá guði vegna trúar þess er af komst.
Það hafi verið guð sem bjargaði honum.
Hins vegar virðist sem presturinn, séra Jakob Roland, geri sér ekki ljóst í trúarvímu sinni að annar maður fórst með bátnum. Honum dettur ekki í hug að spyrja hvers vegna guð hafi ekki hjálpað honum líka. Það gera presthjónin ekki heldur en gefa þó í skyn að það hafi verið vilji guðs.
Þetta er reyndar mjög dæmigerð uppákoma meðal presta og aðra trúaðra. Ef slys verða færa þeir guði þakkir fyrir að hafa bjargað þeim sem lífs komust en yppta hins vegar bara öxlum og annað hvort spyrja einskis vegna þeirra sem fórust í sama slysi eða svara með trúarlegum frösum: vilji guðs. Svar sem hlýtur að setja hugmyndina um gæsku guðs og réttsýni í algjört uppnám ef menn eru hreinlega ekki heiladauðir.
Svona svívirðilegar aðfarir, og það á jólunum, ofbjóða heilbrigðri skynsemi, réttlætiskennd og öllu sæmilegu velsæmi.
Að Ríkisútvarpið skuli standa fyrir annarri eins ósvífni er svo kapituli út af fyrir sig.
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Desember 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Athugasemdir
Takk kærlega fyrir þessa færslu Sigurður. Ég gæti ekki verið meira sammála.
Svo er það önnur saga en svipuð samt en það er tilfinningaklámsvagninn sem rennur af stað þegar svona tragedíur eiga sér stað. Allir velta sér upp úr atburðinum og vildu helst eiga hlut í þeim sem fyrir atburðinum varð.
Bara sorglegt.
Jenný Anna Baldursdóttir, 27.12.2009 kl. 12:38
Sæll Sigurður. Ég var einmitt að furða á þessu smekkleysi. Alveg ótrúlegt. Ein gömul saga úr mínu lífi. Tengda"amma" mín datt í útitröppum hjá tengdu og flaug niður 8-10 tröppur og meiddist, ekkert háöldruð konan. Talað var um að látnir eiginmenn hennar og guð hefðu "borið hana og tekið af henni höggið". Allavega kraftaverk. Ég spurði þá hverjum það væri að kenna ef hún dytti nú og létist í þessum tröppum. Engin svör við því en það gerðist svo nokkru síðar að hún fékk slag og datt niður þessar sömu tröppur og lést í þeim. Þá var þetta bara eðlilegt :) Allt eftir því hvað passar hverju sinni. Kveðja Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 27.12.2009 kl. 12:58
Furða mig á þessu átti þetta að vera.
Kolbrún Stefánsdóttir, 27.12.2009 kl. 13:00
Sæll Sigurður
Ég er nú ekki allveg og meira segja langt frá því að vera sammála þér í þetta sinn.
Það eina sem að ég gat fundið að þessu, var það að svo stutt er síðan að þetta skeði.
En öll atburðarrásin er einstök, og það er það sem stendur upp úr.
Kær kveðja á þig.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 27.12.2009 kl. 13:23
Sammála þér Sigurður um að það er óviðeigandi að vera að fjalla um þetta mál í predikunum og óþarfi að vera að blanda Guði í þetta.
Sæmundur Bjarnason, 27.12.2009 kl. 14:07
sammála þér Sigurður
Hólmdís Hjartardóttir, 27.12.2009 kl. 15:13
Fyrir nokkrum árum síðan sótti ég nokkrar samkomur hjá ónefndum söfnuði. Á samkomum sem voru haldnar vikulega var beðið fyrir ungum dreng sem að þjáðist af krabbameini. Á einni samkomuninni var okkur tilkynnt að drengnum væri að batna. Í kjölfarið var mikið rætt um mátt bænarinnar og kærleika guðs.
Nokkrum vikum seinna var okkur tilkynnt á samkomu að drengnum hefði hrakað skyndilega og hann dáið tveimur dögum fyrr. Ekkert minnst á guð þá. Ég leitaði eftir svörum og vitnaði í það sem að fólk hafði lofsungið og lofað nokkrum vikum fyrr en fékk að sjálfsögðu ekkert nema útúrsnúninga og samkvæmt venju talaði fólk sig í hringi.
Það liggur við að mér verði óglatt að hlusta á þessa hræsni og yfirborðsmennsku.
Egill Þorfinnsson (IP-tala skráð) 27.12.2009 kl. 15:42
Var einmitt að furða mig á þessu smekkleysi eins og Kolbrún hér að ofan orðar það.
Aumingja fólkið að vera svona blint í sinni trúarvímu. Verst er þó að þetta eru áhrifamenn sem valdi sínu láta sakleysingja sem ekki vita betur trúa ruglinu.
Nær hefði verið að þakka manninum sem var í raun sá er bjargaði manninum. Sá sem lifði af hefðu betur þakkað honum, og hans fjölskyldu, lífsgjöfina með auðmýkt.
Halla Rut , 27.12.2009 kl. 16:38
Prédikun Jónu Hrannar og Bjarna er einhver mesta lágkúra sem ég hef lesið.
Steindór J. Erlingsson (IP-tala skráð) 27.12.2009 kl. 17:33
Svona er sýndarveröld trúarbragðanna. Hefur ekkert með raunveruleika eða skynsemi að gera. Það sem mér finnst verra er að þessir prestar eru meðvitað að skrumskæla sannleikann og færa hann í búning yfirnáttúru og tilfinningakláms, í þeim tilgangi að manipúlera fólk.
Þetta er ómerkilegasta lið sem undir sólinni skríðu. Lygamerðir og sjálfhverfir vælukjóar. Megi þeir eiga eilífan skít og skömm fyrir.
Þykistuleikur og liggaliggalá trúarbragðanna stendur nú opinberað öllum nema þessu fólki. Maður undrast þann greindarskort að þeir átti sig ekki á að fólk sér í gegnum þetta.
Þeir fara á kostum á þessari hátíð blessaðir. Blessaður biskipinn, sem getur engu komið óbrenglað frá sér, enda með lögheimili í lalalandi og svo sr. Þórhallur sem grætur það að ekki sé skylt að fara með margafhjúpaða lygasögu Jólaguðspjallsins á barnaheimilum. Söguna sem þeir kalla helgisögu, en það er hið geistlega hugtak yfir lygasögur.
Jón Steinar Ragnarsson, 27.12.2009 kl. 17:37
Verð að fá að taka undir með þér að þetta var einstaklega ósmekklegt hjá prestunum í báðum tilfellum, bæði stutt liðið frá atburðinum og fjölskyldan væntanlega enn í sárum, og hetjan í sögunni er auðvitað sjómaðurinn, en ekki guð.
Valgarður Guðjónsson, 27.12.2009 kl. 18:31
Hafði Jesús ekki gaman af einstaka túr á Galelíuvatni (Genesaretvatni)? Mig minnir að hann hafi bjargað mönnum úr sjávarháska. Mér finnst heldur ósmekklegt að vera að gera lítið úr trú manna. Dauðinn er andleg upplifun fyrir marga, meðan hinir "köldu" eru bara hræddir við hann og bíða eftir limbólífi sínu, sem mun vera líkt daglegu lífi í DDR.
Ég hef oft velt því fyrir mér hver það var sem dró lassarónann/drukkna sjóarann sem drakk sjenífer með matnum á Hressó í gamla daga upp úr djúpinu. Kannski húkkaði hann sér far hjá Jesús bílstjóra á tilfinningaklámsgerrunni? Ekki væri hann verri maður fyrir það í mínum bókum.
Regla góð er að bera virðingu fyrir skoðunum annarra, ef hún brýtur ekki í bága við velsæmi og grundvallavirðingu fyrir lífi.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 27.12.2009 kl. 19:07
Eins og kaþólski presturinn setti þetta upp er það fyrir utan velsæmi. Hitt er annað mál að það má gagnrýna túarhugmyndir manna eins og aðrar hugmyndir. Þegar tveir menn lenda í háska og annar ferst er það smekkleysi og meira en það að þagga guði fyrir lífgjöf þess sem bjargast þegar augljósst var að annar bjargaði hinum.
Sigurður Þór Guðjónsson, 27.12.2009 kl. 19:19
Þú meinar þegar Jesú hastaði á hafið og hafið sagði okay . Björgun drukkinna róna sem kannski hafa verið sjómenn er yfirleitt skrifuð á guð í meðferðargeiranum og það er eins og þú segir gott og blessað ef menn trúa því. Sumir óttast guð, sem er skrýtið ef hann er svona góður og fyrirgefandi, en aðrir óttast trúarofstækið sem veldur því að heimurinn er miklu verri en hann þyrfti að vera. Ég trúi því að andlegur máttur sé til, einhver orka sem hefur áhrif á mann en hvort hann er innbyggður í mannskepnuna án þess að hún viti eða í öðru veldi veit ég ekki. Máttur jákvæðrar hugsunar er klárlega sterkur. Virðingu segirðu. Ertu að meina að prestarnir hefðu átt að leyfa viðkomandi að ákveða hver upplifun hans var af lífsbjörguninni í stað þess að nota hana í atvinnuskini? kveðja Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 27.12.2009 kl. 19:25
Stjarnan og engillinn í þessari raunarsögu er maðurinn er lést. Við skulum þakka honum lífsgjöf þess er lifði af og hugsa með hlýhug til fjölskyldna þeirra.
Nú létust þrír menn í bílslysi fyrir jólin. Ég hugsa til fjölskyldna þeirra og finn sting. Í sjálfselsku minni verð ég ósjálfrátt hrædd um mína nánustu, syni mína og mann. Þvílík tilviljun að seinni bíllinn var einmitt þarna á þessari stundu. Lífið er svo hverfullt. Ekki kom guð mikið þar við sögu enda minnist engin prestur á þann sorgarviðburð. Ekki mikið um guðshjálp þar og fátt um kraftaverkin.
Halla Rut , 27.12.2009 kl. 19:32
Tek undir með Höllu Rut. Þetta er dæmi um mannlega fórnfýsi og mikla mennsku, ekki guðlega íhlutun.
Sigurður Þór Guðjónsson, 27.12.2009 kl. 19:48
Satt segir þú Halla Rut. Mjög sorglegt þetta umferðaslys. Einkar sorglegt að þessi ungi maður skuli ekki hafa fengið" vitjun frá Guði " heldur deyja frá ungum börnum, eiginkonu og góðri framtíðarsýn. Ekki óttast um þitt fólk, sýndu ást og hlýju og það kallar á góða hluti . Óttinn er eitthvað sem við verðum alltaf að berjast gegn. Ég skal biðja fyrir þér og þínum og kannski bætir það. Ég trúi allavega á mátt bænarinnar og jákvæða hugsun. Þú ert góð manneskja og átt gott skilið, ekki spurning. kveðja Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 27.12.2009 kl. 19:52
Þakka bænina Kolbrún. Góður hugur er allt.
Halla Rut , 27.12.2009 kl. 20:15
Mér finnst thessi umraeda hjá Sigurdi ákaflega ósmekkleg og sýna lítid umburdarlyndi gagnvart trúudu fólki á sjálfum jólunum. ( einnig fólki sem á um sárt ad binda á thessum jólum.)Sá ég rétt ad í pistlinum stód ad prestar faeru hamförum thegar ég las Mbl-fréttir fyrr í dag? Ad fara hamförum er samkvaemt minni máltilfinningu ad umhverfast. Ad íklaedast berserk.Gerdu prestarnir thad?
Enginn getur sannad ad Gud sé til; enginn getur heldur sannad ad Gud sé ekki til.
En má ekki nefna undrid "mysteriet" sem er kjarninn í flestum trúarbrögdum og sem er svo mörgum huggun ekki sízt thegar sorgin stedjar ad?
S.H. (IP-tala skráð) 27.12.2009 kl. 20:55
Reyndu S. H. að skilja hvað hér er um að ræða.
Sigurður Þór Guðjónsson, 27.12.2009 kl. 20:59
Trúað fólk sem er að verja svona rugl & ósóma gerir það af sjálfselsku og hræðslu.
Það má kannski líkja Gudda við vörð með völd í útrýmingarbúðum nasista... Sumir munu reyna að koma sér í mjúkinn hjá verðinum.. óó þú ert svo frábær og góður... þrátt fyrir að vörðurinn sé nú þegar búinn að myrða óteljandi marga.... rétt eins og guð biblíu myrti óteljandi marga, þar á meðal konur og börn, mikið uppáhald hjá guði biblíu að myrða börn.
Trúað fólk er bara með yfirnáttúrulegt Stokkhólmsheilkenni, fer að horfa á ímyndaðan kvalara sinn sem það besta sem til er... að ímyndaða kvalarinn geti komið fólki undan því óumflýjanlega, dauðanum.
Það er fátt í þessum heimi okkar sem er jafn viðbjóðslegt og fólk sem selur fólki extra líf í lúxus.. eða hótar því extra lífi í pyntingum..
Viðbjóður krakkar.. þið eigið að skammast ykkar fyrir að taka undir svona rugl.. gera það fyrir ykkur sjálf á nýju ári... no more bs
DoctorE (IP-tala skráð) 29.12.2009 kl. 09:07
Enginn getur sannad ad Gud sé til; enginn getur heldur sannad ad Gud sé ekki til.
Það er ekki hugsandi manna að sanna að guð sé ekki til, heldur þeirra trúuðu að hann sé til. Ef þú setu fram einhverja hugmynd er ekki annara að afsanna hana heldur þitt að sanna hana. Með sömu rökum og þínum get ég haldið því fram að það sé ósýnilegt spaghettískrímsli á sporbaug um Jörðu. Er það mitt að sanna það eða þitt að afsanna það?
Annars er ég sammála ykkur flestum hér að ofan. Það er sorglegt þegar verið er að nota slys til að upphefja eina atvinnustarfsemi. Afhverju mátti ekki nefna framleiðanda björgunargallans í leiðinni svona til að leyfa fleirum að hagnast á þessu. En út að þetta gengur þessi bisness. Það er úr litlu að moða svona dags daglega og því er þetta hvalreki að fá svona sögu upp í hendurnar þar sem minnst er á guð.
Reputo, 29.12.2009 kl. 10:51
Sammála Reputo. Upplagt hefdi verid ad nefna honnud gallans. Sá umreadd pestshjon í sjónvarpinu og thad var heldur omurlegt og ekki minnst á gud heldur gert meira úr hugrekki hins látna. Thad er spurning hvers vegna thau voru í sjonvarpinu og hvort thad var til ad réttlaeta sig eda hvad. Kvedjur Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 30.12.2009 kl. 17:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.