Úrkomu- og snjódýptarmet á Akureyri

Ekki fæ ég betur séð en úrkoma í þessum desember á Akureyri sé meiri en mælst hefur í þessum mánuði síðan mælingar hófust 1925. Hún mældist 127,4 mm en gamla metið var 123,8 mm frá 1992. 

Snjódýpt mældist 90 cm á Akureyri í gærmorgun. Það er mesta snjódýpt sem þar hefur mælst í desember en sú næstmesta var 85 cm þ. 19. árið 1992.

Meiri snjódýpt en þetta hefur mælst á Akureyri einhvern  tíma alla mánuðina frá janúar til apríl.

Allra mest snjódýpt hefur þar mælst 160 cm þ. 15. janúar 1975. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir litla sem enga samveru á árinu Sigurður. Ekki verður allt mælt í magni...Hugsa mjög oft til þín og fyrirlestrana sem létu mig gapa þá tæplega tvítuga.

Lífið allt fram undan. Styttra en það sem gengið hefur verið. Vonandi gjöfulla.

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 31.12.2009 kl. 18:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband