Hlutfall

Hvort er nú stærra hlutfall kjörgengra manna einn fjórði hluti eða þrír fjórðu hlutar?

Hvor skyldi hafa sig meira í frammi með opinberum aðgerðum? 

Hvort á að hlusta meira á minnihluta eða meirihluta? 

Datt þetta bara sisvona í hug. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég efast um að það fyrirfinnist það lýðræðisríki, sem krefst þess að á undirskriftalistum séu meirihluti kjörgengna einstaklinga svo tekið sé mark á listanum. En það getur eflaust verið, þótt svo ég stór efist um það. Ég hef bara heyrt um þessa kröfu hér á Íslandi; frekar skrítið.

Skorrdal (IP-tala skráð) 2.1.2010 kl. 12:26

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Það er kannski spurning hversu hátt hlutfallið þarf að vera.

Sigurður Þór Guðjónsson, 2.1.2010 kl. 12:35

3 identicon

Sum lönd miða við 1% kosningarbærra manna. ESB hefur fundist 0,002% vera fjöldi sem vert er að taka mark á.

Hvað finnst þér?

Skorrdal (IP-tala skráð) 2.1.2010 kl. 12:42

4 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ég er bara að velta fyrir mér minnihluta og meirihluta. Hef enga fasta skoðun á þessu að öðru leyti.

Sigurður Þór Guðjónsson, 2.1.2010 kl. 18:48

5 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Hverju haldið þið að umræddur 70% meirihluti vilji fá að neita í þjóðaratkvæðagreiðslu, þegar að henni kemur?

Sigurbjörn Sveinsson, 3.1.2010 kl. 20:27

6 identicon

Ég VEIT að það er langt síðan - en, samt verð ég að svara Sigurbirni, sem spyr: "Hverju haldið þið að umræddur 70% meirihluti vilji fá að neita í þjóðaratkvæðagreiðslu, þegar að henni kemur?"

Og svar mitt er: Réttar síns - og lýðræðis!

Skorrdal (IP-tala skráð) 13.1.2010 kl. 20:48

7 Smámynd: Kama Sutra

Skorrdal,

Það er mikill munur á orðunum neita og neyta.

Ég er jafn forvitin og Sigurbjörn:  Hverju vill 70% meirihlutinn fá að neita? - með einföldu ei-i.

Kama Sutra, 13.1.2010 kl. 21:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband