Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2006
13.11.2006 | 20:29
Bókakaffi í Eymundsson
Í dag brölti ég í bæinn eftir miklar innisetur, veikindi og vesaldóm í hálfan mánuð. Ég kom í Eymundsson þar sem verið var að opna bókakaffi eitt herlegt. Það er fjandi flott. Þarna eru einnig miklar útisvalir þar sem alltaf mun verða sól og blíða í sumar. Reyndar er útsýnið á svölunum fremur subbulegt. Bara bakhliðar Hótel Borgar og einhverra verslanna. En skjólið er líklega ekkert smáræði.
Engan sá ég með viti í bókabúðinni eða kaffisjoppunni nema Svanborgu sem einu sinni var afgreiðslupía á loftinu og afgreiddi útlendu bækurrnar þannig að manni fannst þær skipta óvenjulega miklu máli.
Ég er að ljúka við að lesa 4. bindi íslensku bókmenntasögunnar nýju. Þar ber Dagný Kristjánsdóttir af fyrir skýran og skemmtilegan stíl og feminíska ósvífni. Lýsingar hennar á efnisþræðinum í bókum Elínborgar Lárusdóttur og Guðrúnar frá Lundi eru yndislega tvíræðar og virka eiginlega sem háð um hin gömlu kvenlegu gildi sem nú eru horfin. En það er skrambi vel af sér vikið af Guðrúnu frá Lundi, þessarar ómenntuðu bóndakonu sem fór að skrifa metsölubækur í ellinni og var fyrirlitin fyrir sínar kerlingarbækur af allri bókmenntaelítunni, að fá um sig langt mál og undurfurðulegt eins og hver annar stórhöfundur í þessari bókmenntasögu sem er svona eins og opinbert vottorð sjálfrar bókmenntastofnunarinnar um það sem á að hafa skipt máli í bókmenntum 20. aldarinnar.
Ég hugsa annars að þetta verði síðasta bókmenntasagan. Gróðurhúsáhrifin munu áreiðanlega grilla siðmenninguna á þessari öld.
Bækur | Breytt 5.12.2008 kl. 23:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.11.2006 | 23:28
Guðfræði
Þegar ég geng yfir bakgarðinn við húsið þar sem ég á heima kemur oft ungur köttur hlaupandi til mín með spert stýri og fer að nugga sér við fætur mínar. Þegar ég er búinn að klappa honum í bak og fyrir eltir hann mig svo um allan garðinn alveg út að undirgöngunum sem liggja út á akbrautina. Þetta endurtekur sig nánast á hverjum degi.
Engin deili veit ég á þessum ketti önnur en þau að hann er æðislegur.
Og sá er nú ekki að hugsa um það hvar ég er í pólitík eða hverju ég trúi eða hvers kyns ég eiginlega er. Hann er bara sæll og glaður yfir því að vera til og heldur að allir menn séu góðir og fagnar hverjum og einum af heilum hug.
Samt trúir hann ekki á guð.
Bloggar | Breytt 5.12.2008 kl. 01:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Desember 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006