Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007
30.4.2007 | 20:13
Rúsínan í pylsuendanum
Í vorblíðunni í dag fór ég fyrst á einn mikilvægan fund. Flestir voru þó hálfvitar einir sem þar funduðu. En það dró úr einstæðingsskap mínum að þar var líka fallegasta kona í heimi og vissi vel af því. Hún gerði sig mjög breiða en þó ekki nándar nærri því eins breiða og ég gerði mig hér á blogginu í gær.
Ég vona að ég móðgi engan, allra síst femínista eða kommúnista, þó ég ljóstri upp um hinn óttalega leyndardóm míns hjarta: Álit mitt á konum fer aðeins eftir einu: Eru þær sætar eða eru þær ljótar.
Það er voða gaman af sætum konum. En ég geri mitt besta til að umbera ljótar konur.
Ó, já, sannleikurinn mun gera yður frjálsa.
Skyldi ljóta fólkið annars hafa nokkra sál. Það get ég ekki ímyndað mér. Ekki hef ég sál.
Seinna þennan blessaða dag álpaðist ég á Kaffi Mílanó með kunningja mínum. Við ræddum um hrellingar mannkynsins sem eru með mesta móti um þessar mundir. Og við vorum á einu máli um það að svona geti þetta bara ekki gengið öllu lengur. Komu þá ekki að borðinu okkar engir aðrir en Sveinn Rúnar Hauksson palestínuskæruliði og hans ektakvinna og bloggari Björk Vilhelmsdóttir. Þau töldu einsýnt að hörmungum mannkynsins muni ekki linna meðan Framsóknarflokkurinn væri enn við lýði. Þessi orð þeirra geymi ég í hjarta mínu og mun íhuga þau kvölds og morgna.
Ótrúleg drusla er þessi landlæknir annars. Hann er algjör draumaprins svona skítafyrirtækis eins og Impreglio. Hann bara klappar þeim á kollinn fyrir óumdeilanlegt lögbrot og brot á virðngu og réttindum sjúklinga. Fuck him!
Og svo er það hin sæta rúsína í bloggpylsuendanum:
Tvö eftirlegukindahitamet í apríl voru sett í dag á veðurstöðvum sem hafa langa og hretviðrasama mælingasögu. Á Grímsstöðum á Fjöllum fauk metið frá í gær. Hitinn komst þar í dag í 19.8 stig (hugsa sér að hiti vippi sér í 20 stig í apríl uppi á fjöllum). Og á Hæli í Hreppum mældist 15.5 stig.
Og nú er víst bara best að fá sér góðan an bloggblund fram að næstu hitabylgju.
P.S. Hvað haldiði annars!! Haldiði ekki að það sé minnst á mig í dag í sjálfum Mogganum!
Allt er hégómi! Allt er aumasti hégómi og eftirsókn eftir vindi! (En glæstar hitabylgjur gera þann vind bara helvíti hlýjan og góðan).
Mannlífið | Breytt 6.12.2008 kl. 19:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
29.4.2007 | 18:52
Áfram með hitametin börnin góð!
Jæja! Þessi dagur var enn stórbrotnari í hitametunum en í gær.
Í fyrsta lagi mældist mesti hiti sem nokkru sinni hefur mælst á mannnaðri veðurstöð á Íslandi í apríl. Það var 21,9 stig á Staðarhóli, hvar annars staðar, en þar hafði áður mælst hæst 19,3 þ. 19. árið 2003. Gamla íslandsmetið var 21,2 stig sem mældist á Sauðanesi 18. apríl 2003.
Í öðru lagi mældist mesti hiti sem mælst hefur á sjálfvirki veðurstöð í apríl, 23,0 stig í Ásbyrgi. Gamla metið var 21,4 á Hallormsstað 19. apríl 2003.
Það gekk sem sé eftir það sem ég heimtaði í færslu minni í gær: enn flottari hitamet en þá mældust.
Af öðrum spektakúlar metum má telja (gömlu metin innan sviga) 21,5 stig á Akureyri en þar eru til mælingar frá 1882 (19,8 þ. 22. 1976), 19,2 í Ásgarði (15,5, þ. 19. 2005), 19,6 á Bergsstöðum (15,9 þ.18. 2003), 17,2 á Hólum í Dýrafirði (15,9 þ. 19. 2005), 16,0 í Æðey (15,0 í gær), 14,5 á Lambavatni ((13,6 í gær), 18,7 á Grímsstöðum (18,4, þ. 18. 2003) en þar ná mælingar til 1907. Auk þess mældust 20,7 á Torfum í Eyjafirði þar sem mælt hefur verið aðeins í kringum tíu ár. Í Stykkishólmi komst hitinn í 16,2 stig og hefur því náð 16 stigum tvo daga í röð sem er auðvitað algjört einsdæmi í arpíl.
Þetta er glæsilegur árangur! Hvað nýju metin eru mikið hærri víða en þau gömlu er eftirtektarvert og minnir þessi hitabylgja í offorsi sínu eftir árstíma nokkuð á ágústbylgjuna miklu sem kom árið 2004. Guð gefi að við fáum aðra slíka núna í júlí!
Á ýmsum sjálfvirkum stöðvum varð æði heitt þó ekki sé hægt að tala um met vegna skamms athugartíma: 22,2 á Möðruvöllum í Hörgárdal, 21,7 á Végeirsstöðum í Fnjóskadal, 21,0 á Torfum, 20,9 á Húsavík (metið á mannaðri stöð þar 1924-1995 var aðeins 17,7), 20,3 á Brúsastöðum og 19,8 á Þeistareykjum. Svo skulum við vona að á morgun falli öll þessi met og líka metin frá í gær. En það er nú bara von.
Og það er blessuð blíðan! Og allir eru glaðir og sáttir!
Íslensk veðurmet | Breytt 11.1.2009 kl. 16:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.4.2007 | 16:15
Aprílhitametin falla á vesturlandi
Núna klukkan 15 var ljóst að aprílhitamet höfðu fallið á nokkrum stöðum á vesturlandi. Fyrst skal þá frægan telja sjálfan Stykkishólm, þar sem mælingar ná til 1872, en þar var hitinn 15,. kl. 15 en gamla metið var 15,0 frá 1942. Í Stafholtsey voru 17,2 stig en aldrei áður hefur hitinn í öllum Borgarfirði náð 17 stigum í aprílmánuði en mælingar í héraðinu ná til 1924. Á Hjarðarlandi, þar sem mælingar ná reyndar aðeins til 1990, var líka komið met kl. 15, 15,5 stig. (Á sjálfvirka mælinum þar var hámarkið 15,0 stig svo ekki eru það nú alltaf sjálfvirku mælarnir sem grípa mesta hitann eins og oft er þó látið í veðri vaka!) Allt eru þetta mælingar á kvikasilfursmæla. Margar stöðvar mæla nú með sjálfvirkum mælum sem áður mældu með kvikasilfri og fækkar sífelld stöðvum sem mæla með kvikasilfri og gerir það staðfestingu meta vægast sagt erfiða. Á Þingvöllum hafði hitinn á sjálfvirka mælinum í dag farið í 16,6 stig sem er meira en heilu stigi hærra en hæst var þar mælt á kviksilfursmæli í apríl um 55 ára skeið.
Það er aðallega vesturland sem er hitametavænt í þessari snörpu og björtu suðaustanátt. En norður og austurland með sín rúmu 20 stig sem aprílmet njóta sín ekki eins vel hvað met snertir. Samt er þarna hlýjasta og besta veðrið á landinu en hefur bara einstaka sinnum orðið enn hlýrra áður.
Meti hiti sem mælst hefur í Reykjavík í apríl er lágkúruleg 15,2 stig, frá 29. 1942 og sár vantar nýtt tryllingslegt met, helst ein 17 stig. En ég held að það náist ekki núna. En við vonum samt það besta.
Hitt er annað mál að þessi hiti sem þó er núna í bænum, 13,5 stig klukkan 15, nýtur sín ekki almennilega fyrir þessu andskotans roki sem reyndar hefur einkennt allan þennan mánuð. Þó hann sé langt fyrir ofan meðallag í hita hefur hann verið úrkomusamur og einkennilega hryssingslegur.
En þó ekki nándar nærri því eins og skapið í mér um þessar mundir. Það stendur hins vegar allt til mikilla bóta.
Það léttist nefnilega á mér yggilbrúnin þegar hitauppgjör Veðurstofunnar birtist upp úr klukkan 18 og öll glæsilegu hitametin koma fram.
Viðbót um nýju aprílhitametin: Aprílmet á kviksilfurmæla sem fuku í dag: 17,2 í Stafholtey, 16,4 í Stykkishólmi, 13,6 á Lambavatni, 16,0 í Bolungarvík, 15,0 í Æðey, 17,6 á Reykjum í Hrútafirði, 15,6 á Hjarðarlandi og jöfnun á Hæli 14,8. Metin í Bolungarvík, Æðey og á Reykjum eru tveimur til þremur stigum hærri en þau gömlu.
Á sjálvirku stöðinni á Haugi í Miðfirði mældist réttur 18 stiga hiti en á mönnuðum veðurstöðum í dalnum sem lengi var haldið úti hafði mest mælst 15,5 í apríl árið 1942. Alveg örugglega hlýjasti apríldagurinn í þessari sveit eins og í Hrútafirðinum. Hins vegar standa aprílmetin á Blönduósi og í Skagafirðinum óhögguð. Í Vatnsdal var líka æfintýrlega gott veður, hitinn fór í 18., stig á Brúsastöðum í hægum vindi og sólskini.
Á morgun viljum við svo fá enn flottari met!
Íslensk veðurmet | Breytt 11.1.2009 kl. 16:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.4.2007 | 16:25
Páskahelgin
Nú ætla ég að koma hysterískum aðdáendum mínum ræklega á óvart. Í fyrsta lagi ætla ég að blogga um eitthvað annað en bölvuð móðuharðindi alla tíð. Í öðru lagi að lýsa því yfir að föstudagurinn langi finnst mér næstbestur allra daga.
En bestur er páskadagurinn.
Ég skil ekki þetta tuð í mönnum hvað föstudagurinn langi hafi alltaf verið leiðinlegur alveg þangað til nú á dögum að bjórbúllur og súludansstaðir hafa opnað dyr sínar upp á gátt þennan dag. Hver bloggræfillinn á fætur öðrum hefur verið að vitna um það á sínum síðum hvað þeir hafi átt bágt í bernsku vegna þess að samfélagsumgjörðin var of heillög og þeim ekki að skapi.
En ég spyr: Hefur þetta fólk ekkert við að vera inni í sjálfu sér? Engar bækur að lesa? Enga tónlist að heyra? Engar innri lendur að kanna?
Nú ætla ég að ganga fram af hysterískum aðdáendum mínum með því að fullyrða að helgi mikil og máttug leynist að baki tilverunnar. Hún er þar alltaf. En það er oft erfitt að finna hana í argaþrasi daglega lífsins. Menn þurfa líka að gera dáltið til þess að skynja hana. Í fyrsta lagi að þagna í huganum. Vera ekki að þessu eilífa þvaðri við sjálfan sig. Þá fylgir kyrrðin og friðurinn í kjölfarið.
Aldrei liggur þó þessi helgi nær yfirborðinu en einmitt á föstudaginn langa og á páskadag. Þá er hægt að rétta bara út hendina til að grípa hana.
Það er mín óbifanlega reynsla. Og hún er samofin hlustun á háleitustu músik heimsins, passíur Bach og vitringsins Heinrichs Schütz, en á þær hlusta ég með andakt á föstudaginn langa. Og þegar ég segi andakt þá meina ég andakt.
Á páskadag vakna ég fyrir allar aldir, kveiki á kertum mínum við páskaliljurnar og læt geroríanskan munkasöng hljóma um sálina: Resurrexi. Þá finn ég samkennd við alla menn og allt sem lifir.
En það var nú ekki meiningin að verða svona væminn á þessum stað. Samt er þetta dagsatt.
Að þessu sinni barst mér líka falleg páskakveðja í morgunsárið frá einni árrisuli sál sem mundi eftir mér og það gerði páskana enn sætari en ella hefði verið.
Góðar hugsanir falla aldrei úr gildi.
Nú er allt hreint og tært. Nú er allt fagurt og fínt.
Nú eru páskar um veröld alla.
Guð sé oss næstur | Breytt 6.12.2008 kl. 19:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
6.4.2007 | 17:18
Föstudagurinn langi
Bloggar | Breytt 6.12.2008 kl. 19:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006