Bloggfærslur mánaðarins, október 2008
24.10.2008 | 11:44
Gömul orð í tíma töluð um ríkisbubba
Í maí síðastliðnum að afliðnum kosningum skrifaði ég þennan pistil um auðmenn á þessa aflögðu bloggsíðu. Hann heitir "Hvað á að gjöra við ríka fólkið?" Betur að menn höfðu farið að ráðum mínum í næstsíðustu línunni:
Ég held að ég sé kominn með heilablóðfall. Ég er svo sljór og heimskur eitthvað. Og þungur í hausnum. Einn vinur minn segir að ég sé með léttustu mönnum. En nú er ég með þyngstu mönnum. Kosningavindurinn er líka alveg rokinn úr mér. Mér leiðist reyndar pólitík eins og hún nú er orðin. Ef ég má orða það mjög ófrumlega: Það er sama rassgatið undir þeim öllum. Mér er reyndar ekkert verr við Framsóknarflokkinn en aðra flokka ef einhver hysterískur aðdáandi þessarar síðu skyldi halda það. Bye the way. Lesturinn á síðunni hefur tekið fjörkipp eftir að ég aflaði mér þessara fræknu og allsvakalegu bloggóvina.
En ég kaus núna í fyrsta skipti í nokkur ár vegna þess að ég er svo gamaldags að mér hrýs hugur við því hvernig þjóðfélagið er að breytast annars vegar í samfélag hinna ofurríku og hins vegar samfélag hinna blásnauðu. Ég kaus þess vegna með veika von um úrbætur í þeim efnum. Þegar ég var lítill og ég var víst alveg hlægilega lítill þegar ég var lítill eins og ég hef oft sagt á þessari síðu var bara einn og einn miljónamæringur á stangli og voru að mestu leyti til friðs. Og þeir voru öreigar í samanburði við ríkisbubba nútímans.
Ég trúi því ekki að það hafi eitthvað með dugnað, því um síður mannkosti, að gera að verða svona óskaplega ríkur. Óþolandi duglegt fólk er út um allt og nær frábærri færni í sínu starfi en verður ekki forríkt. Nei, þetta hefur eitthvað með skapgerð og viðfangsefni að gera að verða svona moldríkur. Að nenna að standa í því að vasast í viðskiptum eða bankastandi. Að vera gráðugur og svífast einskis.
Ég held að þetta sé fyrst og fremst andlegt undirmálsfólk. Og mér finnst að eigi að meðhöndla það eftir því en ekki að vera setja það á háan hest fyrir allra augum sem eitthvert yfirburðafólk.
Mér finnst að ætti að gera það höfðinu styttra.
En þar sem ég var að fá heilablóðfall og hugsanir mínar eru nú mjög blóðidrifnar ætla ég nú bara að halda þessari meiningu fyrir sjálfan mig.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 6.12.2008 kl. 17:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.10.2008 | 15:30
Ekki víst að veturinn sé kominn til að vera
Þó nú sé snjór fyrir norðan er ekki þar með sagt að veturinn sé kominn til að vera næstu mánuði. Þær spár sem ég hef séð, að vísu nokkuð misvísandi, benda til að mjög hlýtt loft muni koma til landsins um mánaðamótin. Gangi það eftir mun verða brátt um snjóinn.
En ef veturinn er kominn til að vera verður hann með lengsta móti því enn er nú ekki nema október. Sumir vilja víst óðir fá slíkan vetur - svona rétt til að létta landsmönnum lundina.
Ég hef samt enga trú á því að þeim veðri að ósk sinni.
Veturinn kominn fyrir alvöru | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 4.12.2008 kl. 01:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
2.10.2008 | 15:32
Íslendingar eru ekki svína bestir
Það var blindafyllirí sem skapaði allan blæinn á þessu sukki á bíladögum á Akureyri. Hvað hefði verið sagt ef það hefðu verið ólögleg fíkniefni?
Viðhorf Íslendinga til fíkniefna er einkennilegt. Næstum allir úthrópa ólögleg fíkniefni og fordæma þá sem neyta þeirra. Enginn vill að neysla þeirra aukist. Þegar að áfengi kemur, sem veldur meiri skaða, ofbeldi, slysum og þjáningum en öll hin fíkniefnin til saman, er allt annað hljóð í strokknum. Neyðsla áfengis verður aldrei svo groddaleg að menn haldi samt ekki áfram að vilja opna allar gáttir fyrir því, svo sem selja það í matvöruverslunum. Unglingum er sagt að neyta ekki ólöglegra fíkniefna en þeim er aldrei sagt að neyta ekki áfengis - bara að láta það bíða. Endilega að drekka það á endanum. Sú skoðun þykir sem sagt hallærisleg - eitthvað í ætt við gömlu temnplarana sem þó eru öllum löngu gleymdir - að það sé holt og eðlilegt að drekka ekki brennivín líkt og það er holt og eðlilegt að reykja ekki.
Áfengisneysla triggerar einhverju hömlulausu æði við vissar kringumstæður, blindafylleríi og óspektum, til dæmis á útihátíðum, þar sem fæstir sem taka þátt í svínaríinu drekka þó áfengi úr hófi við aðrar aðstæður. Svona skemmtanir er ekki hátíðir alkahólista fyrst og fremst heldur bara venjulegs fólks. Þær hafa samt öðlast eins konar löghelgun með það að allir megi sleppa fram af sér beislinu. Hátíðirnar eru haldar ár eftir ár þó þær fari úr böndunum í hvert sinn. Kvartanir íbúa í grennd eru ekki teknar til greina. Svínaríið er tekið fram yfir heilbrigt og eðlilegt líf friðsamra borgara.
Áfengismórallinn í landinu, sem umber allt og þolir allt, er í sjálfu sér eiginlega alkóhólískt fyrirbrigði. Íslendingar hafa aldrei getað drukkið eins og manneskjur. Þeir drekka alltaf eins og svín.
Og ekki eru þeir svína bestir.
Erfið nótt á Akureyri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 4.12.2008 kl. 16:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.10.2008 | 15:30
Dómsmálaráðherra frammi fyrir staðreyndum
Dómsmálaráðherra hampaði á bloggsíðu sinni ónákvæmri frétt þess efnis að flóttamenn frá Keníu þekktust ekki utan einn. Nú hefur Jón Bragi í Svíþjóð sent mér sem athugasemd á mína síðu með opinberri tölfræði frá Svíþjóð sem sýnir svart á hvítu að í fyrra, hvað þá eftir rósturnar á þessu ári, leitaði 31 flóttamaður hælis í landinu.
Þetta eru staðreyndir. Þær sýna, með mörgu öðru, að umrædd frétt stenst ekki.
Dómsmálaráðherra notaði hana samt til að verja málstað sinn um að ekkert athugavert hefði verið að víkja Paul Ramses úr landi. Kannski hefur hann trúað henni eins og saklaus drengur.
Nú geri ég þá ráð fyrir að Björn hampi þessum óræku staðreyndum um flóttamenn í Svíþjóð á bloggsíðu sinni til að draga úr þeim áhrifum sem tilvísunin til hinnar ónákvæmu fréttar á síðu hans um flóttamenn frá Kenía kann að hafa valdið meðal lesenda hans.
Ekki trúi ég að ráðherra i ríkisstjórn Íslands vilji leiða almenning á villigötur um mál sem nú er eitt af þeim sem mest er rætt.
Bloggar | Breytt 6.12.2008 kl. 17:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Desember 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006