Ekki víst að veturinn sé kominn til að vera

Þó nú sé snjór fyrir norðan er ekki þar með sagt að veturinn sé kominn til að vera næstu mánuði. Þær spár sem ég hef séð, að vísu nokkuð misvísandi, benda til að mjög hlýtt loft muni koma til landsins um mánaðamótin. Gangi það eftir mun verða brátt um snjóinn.

En ef veturinn er kominn til að vera verður hann með lengsta móti því enn er nú ekki nema október. Sumir vilja víst óðir fá slíkan vetur - svona rétt til að létta landsmönnum lundina. 

Ég hef samt enga trú á því að þeim veðri að ósk sinni.   


mbl.is Veturinn kominn fyrir alvöru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ég vil ekki fá vetur strax - sama og þegið... 

Lára Hanna Einarsdóttir, 21.10.2008 kl. 16:17

2 identicon

Veðrið er hvorki vont né gott
varla kalt og ekki heitt.
Það er hvorki þurrt né vott.
Það er svo sem ekki neitt.          

 Nú, leiðist manni slík lognmolla þá má demba sér í Shakespeares “The Tempest”Ágætis allegóría yfir ástandið á Íslandi um þessar mundir. Ég er á kafi við að finna réttar persónur í hlutverkin. Tók loftandann Ariel frá fyrir mig:)

  

S.H. (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 19:24

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Æi ég elska veturinn, hvað get ég sagt?

Fyrirgefðu Sigurður.

En hvaða tiktúrur eru þetta að hætta að blogga nema um veður?

Hvað segir Mali við því?

Jenný Anna Baldursdóttir, 21.10.2008 kl. 23:09

4 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

Ég hef bara eitt að segja um veturinn að þessu sinni:

Farðu burt þú fúli vetur.
Fjandans til, ef þú getur.
Ógeðslegur sem úldinn fretur
Æluþörf þú að mér setur.

Brjánn Guðjónsson, 22.10.2008 kl. 13:08

5 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

Jenný, Mali gegnir hlutverki veðurathugunarkattar

Brjánn Guðjónsson, 22.10.2008 kl. 17:26

6 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Og nú hefur það gengið eftir sem hér er sagt frá: mjög hlýtt loft er yfir landinu, sums staðar yfir 10 stig og snjórinn bráðnar.

Sigurður Þór Guðjónsson, 31.10.2008 kl. 20:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband