Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008
1.12.2008 | 17:22
Byltingin er hafin!
Jæja. Þá er komið að því sem legið hefur í loftinu.
Að byltingin byltist yfir.
Mótmælendur í Seðlabankanum harðneita að fara nema Davíð fari. En Davíð vill ekki fara og Geir Haarde mun ekki láta hann fara.
Það er því tímaspursmál hve nær lögreglan lætur til skarar skríða. Og mótmælendurnir munu taka hraustlega á móti.
Kylfur á lofti og piparúði! Slysavarðstofan!
Geir Jón mun verja allar aðgerðir lögreglunnar með hnúum og hnefum. Jafnvel þó þeir drepi einhvern.
Forsætisráðherra og seðlabankastjóri munu æpa um skríl. Það síðasta sem þeim dettur í hug er að líta í eigin barm.
Verði einhverjir mótmælendur handteknir og ákærðir munu þeir samstundis verða þjóðhetjur.
Og þá er garanterað að næsta aksjón mótmælenda verður að taka forsætisráðherrann og seðlabankastjórann í rúmum sínum með bareflum og eiturúðum.
Byltingin er hafin!
Enginn hefur verið handtekinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 6.12.2008 kl. 17:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.12.2008 | 13:11
Íslensk tunga á best við í íslenskum tölvum. Hvað menn athugi!
Ég á tvær tölvur og er önnur með ensku á stýrisumhverfinu en hin íslensku. Ekki ber ég það saman hvað íslenskan er viðkunnanlegri og sjálfsagðari. Reyndar líka skiljanlegri.
Samt hef ég heyrt mikla tölvumenn segja að það sé "betra" að hafa þetta á ensku. Engin rök hef ég þó heyrt fyrir því.
Ég held að þessi auðmýkt fyrir enskunni hvað tölvurnar varðar sé sambland af hugsunarleysi, vantrú á íslenskunni og hreinlega undurlægjuhætti gagnvart enskunni. Mönnum finnst fínna að hafa þetta allt á ensku en hálf hallærislegt á íslensku.
Eins og enskt tölvumál er nú leiðinlegt.
Mér finnst líka hvimleitt hve margir birta óþýddar langar tilvitnanir á ensku á bloggsíðum sínum. En auðvitað ekki á dönsku, þýsku eða búlgörsku. Allt skal á ensku vera!
Ég held fram málstað íslenskunnar á öllum sviðum. Það er málið sem við hugsum á og ef við getum ekki orðað hugsanir okkar á móðurmálinu er þess ekki að vænta að við getum orðað þær á nokkru öðru máli.
Innan við fimmtungur velur íslensku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 6.12.2008 kl. 17:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
1.12.2008 | 00:28
Athugasemd
Meðan ég var í mínu riterementi gerðist mér sú skráveifa í bloggkerfinu, eða ég hef gert hana í einhverju óráði, að athugasemdakerfið lokaðist í þeirri stöðu að leyfa ekki athugasemdir fyrr en ég væri búinn að samþykkja þær.
Og nú er ég í óðaönn að opna fyrir athugasemdirnar og verð að gera það handvirkt fyrir hverja og eina. En ég geri nú samt engar athugasemdir við það. Mest þykir mér til koma þær snjöllu athugasemdir sem komu við hina stórbrotnu greinargerð um Efnisyfirlit yfir veðurfærslur, helsta stolt og réttlætingu þessarar dæmalausu bloggsíðu.
Je, ræt!
Hysterískir aðdáendur mínir nær, en þó einkum fjær, ættu því endilega að droppa hér inn á næstunni til að skoða allar frábæru athugasemdirnar, að ekki sé minnst á athugasemdirnar við athugasemdirnar, en þó fyrst og fremst athugasemdirnar við athugasemdirnar við athugasemdirnar.
Hefur svo einhver nokkuð við þetta að athuga?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006