Byltingin er hafin!

Jæja. Þá er komið að því sem legið hefur í loftinu. 

Að byltingin byltist yfir.

Mótmælendur í Seðlabankanum harðneita að fara nema Davíð fari. En Davíð vill ekki fara og Geir Haarde mun ekki láta hann fara.

Það er því tímaspursmál hve nær lögreglan lætur til skarar skríða. Og mótmælendurnir munu taka hraustlega á móti.

Kylfur á  lofti og piparúði! Slysavarðstofan!

Geir Jón mun verja allar aðgerðir lögreglunnar með hnúum og hnefum. Jafnvel þó þeir drepi einhvern.

Forsætisráðherra og seðlabankastjóri munu æpa um skríl. Það síðasta sem þeim dettur í hug er að líta í eigin barm. 

Verði einhverjir mótmælendur handteknir og ákærðir munu þeir samstundis verða þjóðhetjur.

Og þá er garanterað að næsta aksjón mótmælenda verður að taka forsætisráðherrann og seðlabankastjórann í rúmum sínum með bareflum og eiturúðum.

Byltingin er hafin!   


mbl.is Enginn hefur verið handtekinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Já, byltingin er hafin en allt of margir fela sig heima og þora ekki að taka þátt en munu ekki láta sitt eftir liggja að njóta ávaxtanna ef þeir verða einhverjir en þykjast ekkert vita ef illa tekst til.

corvus corax, 1.12.2008 kl. 18:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband