Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008
12.6.2008 | 19:37
Vík í Mýrdal í stuði
Í dag varð mesti hiti á landinu 20,5 stig á mönnuðu veðurstöðinni í Vík í Mýrdal. Það var "sól og blíða" náttúrlega með hitanum. Á sjálfvirku stöð Vegagerðarinnar á Mýdalssandi sýnist sem hitinn hafi komist næstum því í 22 stig mest og hann var 21 stig á heilu klukkutímunum í norðanátt alveg frá kl. 15 til kl. 17 og 20 stig voru kl. 14 og 18.
Rekja má ætt mína í Mýrdal margar aldir aftur í tímann svo ég er alltaf mjög veikur fyrir veðrinu þar. Mér finnst þess vegna skandall að veðurstöðin í Vík skuli ekki koma fram á töflunum með hinum stöðvunum á vef Veðurstofunnar.
Og svo vil ég fara að fá almennilegt Kötlugos!
Bloggar | Breytt 13.6.2008 kl. 00:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
10.6.2008 | 16:16
Endanleg svör
Ég sá þessar spurningar á bloggsíðunni hennar Önnu Karen, sem fann þær einhvers staðar annars staðar og ég vil alveg ólmur og uppvægur svara þeim.
1.ERTU SKÍRÐ/UR Í HÖFUÐIÐ Á EINHVERJUM ?
Ég heiti eftir móðurafa og ömmu minni.
2. HVENÆR FÓRSTU SÍÐAST AÐ GRÁTA ?
Þegar ég fæddist.
3. FINNST ÞÉR ÞÚ SKRIFA VEL ?
Ég má heita ólæs og óskrifandi.
5. ÁTTU BÖRN ? EF JÁ HVE MÖRG ?
Mali er minn einkasonur og situr til hægri handar föðurins.
6. EF ÞÚ VÆRIR EINHVER ANNAR EN ÞÚ ERT,VÆRIRÐU VINUR ÞINN ?
Erkifjandi.
7. NOTARÐU KALDHÆÐNI MIKIÐ ?
Aldregi í lífinu!
8. FÆRIRÐU Í TEYGJUSTÖKK ?
Ég læt ekki teygja mig og toga.
9. HVAÐA MORGUNMATUR ER Í UPPÁHALDI HJÁ ÞÉR ?
Hákallalýsi.
10. REIMARÐU FRÁ ÞEGAR ÞÚ FERÐ ÚR SKÓNUM ?
Kann nú bara ekki að reima skó.
11. TELURÐU ÞIG ANDLEGA STERKAN ?
Gífurlega.
12. HVERNIG ÍS ER Í UPPÁHALDI HJÁ ÞÉR ?
Hafís.
13. HVAÐ ER ÞAÐ FYRSTA SEM ÞÚ TEKUR EFTIR Í FARI FÓLKS ?
Hvort stelpur eru sætar en ekkert sérstakt hjá strákunum.
14.RAUÐUR EÐA BLEIKUR VARALITUR?
Eldrauður og æsandi.
15. HVAÐ MISLÍKAR ÞÉR MEST VIÐ SJÁLFAN ÞIG ?
Helvítis góðmennskan alltaf hreint!
16. HVAÐA MANNESKJU SAKNAR ÞÚ MEST ?
Míó Krítarkattar sem var fyrsti kötturinn í lífi mínu.
17. VILTU AÐ ALLIR SEM LESA ÞETTA SVARI ÞESSUM LISTA ?
Segi eins og Anna Karen að annað væri guðlast. En líka klám.
18. HVAÐA LIT AF BUXUM OG SKÓM ERTU Í NÚNA ?
Ég er núna buxnalaus og skólaus.
19. HVAÐ VAR ÞAÐ SÍÐASTA SEM ÞÚ BORÐAÐIR ?
Gamaldags ýsa með kartöflum.
20. Á HVAÐ ERTU AÐ HLUSTA NÚNA ?
Bullið í sjálfum mér.
21. EF ÞÚ VÆRIR LITUR, HVAÐA LITUR VÆRIR ÞÚ ?
Helblár og ógnvænlegur.
22. HVAÐA LYKT FINNST ÞÉR BEST ?
Það er skítalykt af þessari spurningu.
23. VIÐ HVERN TALAÐIRÐU SÍÐAST Í SÍMA ?
Algjöra mektarpersónu.
24. LÍKAR ÞÉR VEL VIÐ ÞÁ MANNESKJU SEM SENDI ÞÉR ÞESSAR SPURNINGAR?
Hún er algjört æði!
25. UPPÁHALDSÍÞRÓTT SEM ÞÚ HORFIR Á ?
Þegar Íslendingar tapa stórt.
26. ÞINN HÁRALITUR ?
Gamall og grár.
27. AUGNLITUR ÞINN ?
Vatnsglær í gegn.
28. NOTARÐU LINSUR ?
Ég er gleraugnaglámur.
29. UPPÁHALDSMATUR ?
Kjet.
30. HRYLLINGSMYND EÐA GÓÐUR ENDIR?
Skelfilegur endir!
31. SÍÐASTA BÍÓMYND SEM ÞÚ SÁST Í BÍÓ ?
Borat.
32. KNÚS OG KOSSAR EÐA LENGRA Á FYRSTA DEITI ?
Ég vil bara gera það strax án tafar.
33. UPPÁHALDS EFTIRRÉTTUR ?
Ét aldrei neitt á eftir að ég er búnn að borða. Mér finnst það algjör tvíverknaður.
34. HVER ER LÍKLEGASTUR TIL AÐ SVARA ÞESSU OG BIRTA ?
Björn Bjarnason.
35. HVER ER ÓLÍKLEGASTUR ?
Það veit sá sem allt veit.
36. HVAÐA BÓK ERTU AÐ LESA ?
Illviðri á Íslandi í þúsund ár.
37. HVAÐA MYND ER Á MÚSAMOTTUNNI ÞINNI ?
Músin mín notar ekki mottu. Hún ryðst bara inn á skítugum tánum.
38. Á HVAÐ HORFÐIRÐU Í SJÓNVARPINU Í GÆR ?
Veðurfréttir.
39. ROLLING STONES EÐA BÍTLARNIR ?
Bach er bestur!
40. HVAÐ ER ÞAÐ LENGSTA SEM ÞÚ HEFUR FARIÐ FRÁ ÍSLANDI ?
Til Krítar þar sem ég hitti hann Mió og varð aldrei samur maður eftir og hann ekki samur köttur.
41. HVERJIR ERU ÞÍNIR HELSTU EIGINLEIKAR ?
Allir þeir sem prýða mega einn mann.
42. HVAR FÆDDISTU ?
Í Vestmó.
43. SVÖR FRÁ HVERJUM ERTU SPENNTUST/SPENNTASTUR AÐ FÁ SJÁ ?
Anna Karen er búin að svara og ætli það sé þá ekki páfinn sjálfur.
Bloggar | Breytt 4.12.2008 kl. 16:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
10.6.2008 | 11:50
Sambærilegt eða ekki
Er það sambærilegt að auglýsa eftir fólki til að leika í erótískri mynd eða klámmynd sem tekin er að mestu leyti upp í útlöndum og því að auglýsa eftir fólki til að selja ólögleg eiturlyf eða fíkniefni hér heima og erlendis? Gaman væri að eitursnjallir athugasemdarar segðu skoðun sína á því.
En rökstyddu mál sitt skýrt og greinilega.
Bloggar | Breytt 4.12.2008 kl. 16:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
7.6.2008 | 13:10
Klukkufærslan á Seyðisfirði
Seyðfirðingar vilja endilega flýta klukkunni á sautjánda júní. Þeir vilja fá að njóta sólarinnar klukkustund lengur, segja þeir, en hún fer á bak við fjöllin klukkan sjö á kvöldin. Þá fáu daga sem hún skín.
Það er svona að vera í skjóli hárra fjalla. Verst að skuli ekki vera hægt að flytja þau eftir þörfum.
Varla er þetta eini staðurinn á landinu þar sem fjöll eru að flækjast fyrir sólinni. Getur þá ekki verið að fjöldi annarra staða vilji fara að hringla með klukkuna, sumir flýta en aðrir jafnvel seinka?
Nú er það á flestra vitorði - en sumir virðast semt ekki vita það - að við erum á vitlausum tíma nú þegar, klukkustund á undan sólartíma frá 1968. Það verða þá tveir tímar á undan á Seyðisfirði. Afleiðingin verður meðal annars sú að besti tími dagsins helst ekki í hendur við notadrýgsta sólskinið. Það verður langt liðið á daginn þegar sólin fer að ná sér verulega á strik og lofthitinn þá í kjölfarið. Nú þegar er sólarhádegi á austfjörðum fyrr eftir klukkunni en annars staðar á landinu.
Þessi hugmynd er svo mikil vitleysa að maður gæti haldið að hún væri brandari. En Seyðfirðingum er víst fúlasta alvara og ætla að halda borgarafund um málið. Bæjarstjórinn á Seyðisfirði segist ekki halda að þetta muni skapa nokkur vandræði. Maður skyldi þó halda að það vísi einmitt á vesen, ekki síst t.d. fyrir útlenda ferðamenn, að hafa tvö tímabelti í jafn litlu landi og Íslandi. Menn verða að breyta klukkunni þegar þeir fara frá Egilsstöðum og Neskaupstað til Seyðisfjarðar!
Og kannski verður þessi della að eins konar faraldri eins og margar mjög heimskulegar hugmyndir hafa tilhneigingu til að verða, - því vitlausari því vinsælli - að úti um allar koppagrundir fari menn að heimta að flýta klukkunni í sinni sveit á sumrin. Kannski höfum við þá ekki aðeins tímana tvenna á landinu heldur tímana marga.
Ég held annars að klukkumálin séu á forræði ríkisvaldsins en ekki sveitarfélaga. Þau geta ekki breytt klukkunni upp á sitt einsdæmi. Það munu stjórnvöld ekki taka í mál. Ég vona að minnsta kosti að stjórnsýslan sé ekki orðin svo kolrugluð. Sá ágæti maður Vilhjálmur Egilsson hafði ekki erindi sem erfiði með margítrekuðum tillögunum sínum á þingi með að flýta klukkunni.
Best væri auðvitað að við værum alltaf á því sem næst réttum sólartíma og seinkuðum klukkunni í eitt skipti fyrir öll. Klukkan hefur nefnilega áhrif á okkar náttúrlegu lífsklukku. Okkur líður best þegar hún er sem næst eðlilegum sólargangi. Ef klukkan er það ekki er hætt við að menn ruglist alvarlega í ríminu.
Og nú er orðið deginum ljósara að þau ósköp hafa einmitt uppáfallið vesalings Seyðfirðingana!
Bloggar | Breytt 4.12.2008 kl. 16:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
5.6.2008 | 23:54
Ísland er ekki ósnortið land
Björk og Sigurrós ætla að halda tónleika til að vekja athygli á ósnortinni náttúru landsins.
Gallinn er bara sá að Ísland er ekki ósnortið land. Þvert á móti hefur hér orðið meiri gróður og jarðvegseyðing af mannavöldum en víðast hvar annars staðar. Jafnvel Kjölur og Sprengisandur voru að miklu leyti gróðri vaxin á fyrri tíð.
Útlendingar halda auðvitað- og víst margir Íslendingar líka - að hið gróðurlausa landslag sé afleiðing af því að loftslagið bjóði ekki upp á meiri gróður. En það er rangt. Loftslagsins vegna gæti verið skógur og annar gróður mjög víða þar sem nú eru naktir melar.
Þetta tal um ósnortna náttúru Íslands er einhver lélegasta goðsögn sem um getur.
Bloggar | Breytt 4.12.2008 kl. 16:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
3.6.2008 | 22:55
Mali er farinn að sveifla skottinu!
Eftir að Mali rófubrotnaði hefur hann ekki sveiflað sínu langa og glæsilega skotti. Ég var farinn að halda að hann gæti það aldrei aftur.
En viti menn! Fór hann ekki að sveifla því í kvöld, ekki eins flott og áður að vísu en samt ansi flott og svo er þetta kannski bara byrjunin á mjög listrænum skotttilburðum.
Og hann er greinilega svo glaður að hann ræður sér ekki fyrir fögnuði og veiðihug. Og hann gerir sig svo grimmdarlegan að ég er bara hálf smeykur við hann. Það er æði í augunum á honum.
Mikil gæfa var það nú samt að kynnast honum Mala. Hann er örugglega eina manneskjan sem skilur mig!
Mali | Breytt 6.12.2008 kl. 17:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
3.6.2008 | 21:30
Bangsasögur
Endurtekning sögunnar:
1361 Gottskálksannáll: Kom bjarndýr af sjó í Eyrar sveit á Breiða firði um haustið móti imbrudögum og voru hvergi ísar í nálægð. Var það bjarndýr unnið í Staðar sveit á Snæfells nesi litlum tíma síðar.
Það sem hefði getað gerst:
1321 Skálholtsannáll: Kom hvítabjörn mikill af ísum norður á Ströndum og drap viij menn í Heljarvík og reif alla í sundur og át upp suma alla.
Bloggar | Breytt 4.12.2008 kl. 16:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
3.6.2008 | 18:04
Eftir á að hyggja
Ísbjarna er að vænta á Íslandi hve nær sem er. Þeir eru hættuleg rándýr sem éta fólk með bestu lyst þegar þeir eru ósköp svangir. Þeir eru hins vegar í útrýmingarhættu og eru friðaðir. Það er því einkennilegt hugsunarleysi að ekki skuli þegar vera til áætlun um hvernig bregðast eigi við þeim. Þeir tímar geta hæglega komið að ekki einn heldur margir ísbirnir geti verið á vappi um landið. Það sýnir sagan. Ekki gegnur að menn ætli sér bara að drepa sjálfkrafa alla birni sem til landsins koma.
Bloggar | Breytt 4.12.2008 kl. 16:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
3.6.2008 | 15:27
Aumingja Bjössi!
Aumingja Bjössi! Að vera felldur. Ekki ætla ég samt að vandlætast yfir því. En hins vegar spyr ég sjálfan mig: Hvernig komst hann til landsins?
Hvar er hafísinn?
Ísbjörninn felldur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 4.12.2008 kl. 16:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
1.6.2008 | 16:35
Stórskrýtin tilvísun dómsmálaráðherra
Björn Bjarnason dómsmálaráðherra víkur að mér á bloggsíðu sinni:
"Skrifin um hleranamálið taka á sig skrýtinn svip eins og hér má sjá. Víst er, að ég fer ekki varhluta af því, að sumum er ókleift að ræða þessi mál efnislega, af því að þeim er svo mikið í mun að reka hornin í mig. Hvað skyldi vandlætarinn Sigurður Þór annars segja um skrif Jónasar Kristjánssonar um föður minn? Undir hvað skyldi Sigurður Þór flokka þann hug, sem þar býr að baki?"
Mér er hulin gáta hvers vegna Björn veltir fyrir sér hvað ég segi um skrif Jónasar Kristjánssonar um föður hans. Ég hef ekki lesið þau enda þarf ég ekki að svara fyrir önnur skrif en mín eigin.
Og það er allt í lagi með þau. Mér finnst að menn eigi að "vandlætast" yfir hlerunarmálinu þó Björn Bjarnason skrifi um það af fyrirlitningu. Og ég hef ekki sagt neitt um föður hans nema það að hann hafi verið oflofaður eins og flestir aðrir stjórnmálamenn og að hann hafi verið úlfur í sauðargæru - í hlerunarmálinu. Og það var hann. Er hægt að segja annað um mann sem leggur á hleri yfir einkamálum annara? Ég er hins vegar ekki svo skyni skroppinn að ég geri mér ekki grein fyrir því að menn eiga sér margar hliðar. Það er misskilningur að ýja að því að ég sé í flokki þeirra sem hafa almennt eitthvað mikið út á Bjarna Benediktsson að setja. Þvert á móti hef ég töluverðar mætur á honum. Hann fjallaði meira að segja skynsamlega um veðrið oft og tíðum í Reykjavíkurbréfum sínum í þá gömlu góðu daga þó stundum hafi þeir verið kaldir og stríðir!
Mér finnst aftur á móti eins og mörgum öðrum að Björn ætti ekki að vera að svara fyrir hlerunarmálið af augljósum ástæðum. Láta það öðrum eftir. Og vísun Björns til geðveikramála, jafnvel þó óbein væri, finnst mér ekki sæmileg en það hefur líklega einmitt verið sá punktur sem honum finnst "skrýtinn" í þeim skrifum mínum sem hann vísar til. Og ég þykist reyndar hafa fjallað ekki minna "efnislega" um hleranamálið en Björn sjálfur. En það er ekki um sama skilning að ræða.
Pistlar mínir á blogginu, bæði sá sem Björn vísar til og aðrir, eru annars síst skrýtnari en það sem hann sjálfur lætur frá sér fara á sinni síðu.
Tilvísun hans til einhverra skrifa Jónasar Kristjánssonar í sambandi við mig er ekki aðeins skrýtin heldur alveg stórskrýtin.
Bloggar | Breytt 4.12.2008 kl. 16:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006