Bloggfćrslur mánađarins, desember 2009

Hvur skollinn

Vefsíđu Kristinna stjórnmálasamtaka var lokađ í einn dag en hefur hefur nú veriđ opnuđ aftur en tvćr  greinar sem ţar voru um uppeldis-og fjölsyldumál hafa veriđ teknar út.

Hver andskotinn ćtli hafi veriđ á seyđi?

Eru nú sjálf Kristin stjórnmálasamtök farin ađ skrifa svo ókristilegar greinar um uppeldis-og fjölskyldumál ađ ţćr eru ekki birtingarhćfar.

Svo bregđast  krosstré.

 


Heitstrengin

Héđan í frá ćtla ég ađ vera góđi strákurinn. Halo

Engu nćr

Menn urđu engu nćr af ađ hlusta á tvo af mestu ţverhausum landsins tala um loftslagsmálin í Kastljósi.

Svona uppákoma ţjónar engum tilgangi. 

 


Ótrúverđug rannsókn

Formađur loftslagsnefndar Sameinuđu ţjóđanna vekur ekki upp vonir um ađ rannsókn nefndarinnar á ''fölsunum'' vísindamanna um niđurstöđur rannsókna verđi trúverđug. Hann var áđur búinn ađ segja ađ nefndin myndi rannsaka ásakanirnar til hlítar.

Eftir ţessi orđ hans munu fáir nema sanntrúađir leggja trúnađ á heiđarleika rannsóknarinnar. 

Hann er búinn ađ setja tóninn.

Rannsóknin verđur líklega bara réttlćting og kattarţvottur.

 


mbl.is Pachauri gagnrýnir tölvuţrjóta
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Fyrirgefning og sátt

Ég spurđi um daginn í gamni á Fasbókinni hver vćri lélegasta bókin um ţessi jól.

Nú er ég í alvöru búinn ađ finna svariđ. Ţađ er bókin ''Fyrirgefning og sátt'' sem Skálholtsútgáfan gefur út.

Hún er ámáttlegasti ţvćttingur sem ég hef lesiđ.

 


Opiđ bréf til umsjónarmanna blog.is frá Nimbusi og Mala

Í morgun, međan Nimbus var yfir bloggsíđunni sinni, gerđist ţađ ađ frábćrar kattamyndir sem  ágćtur mađur hefur sent margar inn á síđuna hurfu allar sem ein.

Ţessar myndir voru í okkar augum ein höfuđprýđin á ţessari síđu.  Eins og ţeir sem lesa bloggiđ  vita og ţeir eru oft margir ţegar Nimbus nennir ađ sinna ţví almennilega, er hann mikill kattaunnandi og hefur heimiliskötturinn hans, monsjör Mali the malicious, sem međ honum skrifar ţetta bréf, veriđ á margan hátt einhvers konar einkennismerki síđunnar. Umrćddar kattarmyndir hafa stílađ upp á ţetta af mikilli snilld.

Ţćr hafa sett hlýlegan og vinalegan blć á bloggiđ okkar. 

Ţeirra er sárt saknađ, ekki bara af okkur, heldur áreiđanlega líka af sumum okkar  lesendum  sem kunna ađ meta eitthvađ annađ á bloggsíđum en endalaust nagg og nöldur um kreppuna og icesave.

Eftir brottfall ţessara mynda er bloggsíđa okkar ekki söm og áđur. Monsjör Mali tekur ekki á heilum sér og er alveg hćttur ađ mala vegna sorgar yfir ţví ađ  verđa ađ sjá á bak öllum ţessum góđu bloggvinum sínum.

Viđ gerum ráđ fyrir ađ umsjónarmenn blogg.is geti skýrt út  fyrir okkur hvers vegna myndirnar hurfu af bloggsíđuni og er hér međ vinsamlega um ţćr skýringar beđiđ.

En fyrst og fremst hvort ţess sé ekki ađ vćnta ađ ţćr birtist aftur í öllum sínum vinalegu skemmtilegheitum. Ţá verđur aftur bjart og hlýtt á bloggi.

Međ bestu kveđjum 

Nimbus og Mali the malicious.

pict2381a.jpg

 

 


Hiđ góđa

Er ekki hćgt ađ kynnast hinu góđa og iđka hiđ góđa nema í gegnum guđstrú?

Hvađ segja ţeir sem allt vita um ţađ? 


Spá

Gćti trúađ ađ ţetta verđi kaldur og snjóasamur desember sem muni draga árshitann verulega niđur.

Annars má ég hundur heita. 

 


Íslensku bókmenntaverđaunin. Frćđibćkurnar

Ţessar frćđibćkur hafa veriđ nefndar til íslensku frćđibókaverđlaunanna:

Helgi Björnsson: Jöklar á Íslandi, í útgáfu Opnu
Kristín G. Guđnadóttir: Svavar Guđnason, í útgáfu Veraldar
Árni Heimir Ingólfsson: Jón Leifs – líf í tónum, Mál og menning gefur út
Jón Karl Helgason: Mynd af Ragnari í Smára, Bjartur gefur út
Ţórdís Elva Ţorvaldsdóttir: Á mannamáli. Ofbeldi á Íslandi, JPV gefur hana út.

Ég hef lesiđ allar ţessar bćkur nema bókina um Svavar sem ég hef ţó gluggađ í talsvert  og  sýnist hún vera meiriháttar. Er reyndar ekki búinn međ jöklabókina.

Ađ mínum dómi er Á mannamáli ekki í sama gćđaflokki og hinar bćkurnar.  Ég held ađ menn séu fyrst og fremst ađ sýna málefninu virđingu međ ţví ađ tilefna ţá bók.  

Ég tel ađ ţađ sé ađ öđru leyti óvenju erfitt ađ gera upp á milli tilnefndra bóka.  

Gaman vćri ef harđsvíruđ raunvísindabók, Jöklar á Íslandi, hlytu verđlaunin. Tala nú ekki um ef jöklarnir eru á síđasta snúningi. En ćtli frćđirit um jökla eigi minnsta séns á viđ jafn virđuleg fyrirbćri  og ćvisögur mikilsmetinna listamanna?

Ćtli ţađ verđi ekki annađ hvort Svavar eđa Jón Leifs en ţó fyrst og fremst Ragnar í Smára.

Hún er svo andskoti skáldskaparleg! 

 


Ekki mátti tćpara standa

Nóvember var frostlaus í Vestmannaeyjum. En í nótt fór ađ frjósa ţar.  Klukkan ţrjú í nótt sýndi sjálfvirki mćlirinn fyrst frost og á sama tíma var lesiđ -0,1 stig á kvikasilfursmćlinum. Klukkan níu sýndi lágmarksmćlirinn svo ađ mest hafđi frostiđ orđiđ -0,9 stig.

Í Surtsey var hitinn á hádegi 0,0 stig en lágmarksmćlirinn hafđi mćlt -0,2° stig á síđustu klukkustund. Ţetta er fyrsta frostiđ ţar. 

Ţađ mátti sem sagt ekki tćpara standa međ frostlausan nóvember á Stórhöfđa, Vestmannaeyjabć og Surtsey. 

Hins vegar má ekki gleyma ţví ađ í október mćldist frost bćđi á Stórhöfđa og í bćnum ţó nóvember hafi veriđ frostlaus. Ţađ hefđi veriđ meira gaman ef ţar hefđi ekki frosiđ í október en slíkt hendir stundum.

Í Surtsey er frostiđ sem var ađ mćlast rétt áđan hins vegar fyrsta frostiđ sem ţar hefur mćlst í allt haust. 

Dćmi eru um frostlausan mars á veđurstöđ og nú nóvember.  Syđst á landinu ćtti ađ geta orđiđ  frostlaust frá ţví einhvern tíma í febrúar og fram í desember viđ allra óvenjulegustu ađstćđur. 


« Fyrri síđa

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband