Bloggfærslur mánaðarins, desember 2009
18.12.2009 | 08:43
Óalandi og óferjandi
Sæmundur Bjarnason hittir oft naglann á höfuðið í látleysi sínu og hógværð. Hann segir á nýjasta bloggi sínu:
''Þeir sem allt hafa á hornum sér varðandi heimshlýnun og gróðurhúsaáhrif kunna vel að hafa rétt fyrir sér. Áróður þeirra er samt farinn að minna mig á trúarkreddur fyrri tíma. Sjálfur er ég svolítið hallur undir þá skoðun að ekki sé með öllu sannað að hlýnun andrúmsloftsins sé af mannavöldum. Þar með er ég víst orðinn afneitari og óalandi og óferjandi í ráðandi kreðsum í okkar heimshluta að minnsta kosti.
Áhættan sem því fylgir að taka mark á mér og mínum líkum í þessum efnum er samt töluverð. Hugsanlega meiri en hægt er að rísa undir. Mér finnst samt að svona afdrifarík mál megi ekki verða einkaeign sérfræðinga og stjórnmálamanna.''
Sæmundur getur alveg treyst því að hann er nú talinn óalandi og óferjandi af ráðandi kreðsum í loftslagsmálunum. Í þeim röðum hlustar enginn á þá sem hafa minnsta efa um sannfæringu þeirra sem í kreðsunni sjálfri eru: Eða eins og John Kerry orðaði það:
''Það tekur því ekki að eiga orðastað við fólk sem heldur slíku fram.''
Ég hugsa mikið um loftslagsmál, eins og ljóst ætti að vera af öllu veðurblogginu, en hef þó lítið í alvöru skipt mér af þessum hlýnunarmálum nema með smástríðni á stundum og aðallega upp á síðkastið. Ég er þó á svipuðum hugsanabrautum og Sæmundur. Og ég finn þennan þunga straum sem mætir mönnum eins og okkur sem segir:
Þið eruð helvítis asnar og skoðanir ykkar eru ekki einu sinni umræðuverðar. Við ignorum ykkur bara. Og fyrirlítum alveg í botn.
Þetta er ekki sagt svona hreint út og umbúðalaust. En samt er það meiningin.
Við slíkar aðstæður tekur maður þann kost að segja sem minnst. Það hefur enga þýðingu að tala.
Það er tilgangslaust að að reyna að kljást við algjört skoðanaofbeldi sem haldið er uppi af óbifanlegum hroka sem hefur á sér trúarlegan blæ þó því sé samt harðlega neitað.
Betra er fyrir mig, áreiðanlega einhvern einhlægasta loftslagsáhugamann á landinu, að leiða hugann að einhverju því sem er meira jákvætt og uppörvandi.
Til dæmis gömlu og góðu veðri!
Bloggar | Breytt 19.12.2009 kl. 10:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
15.12.2009 | 13:39
Umskipti í veðrinu
Síðustu tíu daga hefur verið gósentíð á landinu. Meðalhitinn þessa daga er 6,0 stig í Reykjavík og um einni gráðu lægri yfir landið í heild eða svipað og venjan er um miðjan maí eða snemma í október. Meðaltal hámarkshita hvers dags á landinu hefur verið rúm ellefu stig.
Hvergi er nú alhvít jörð nema í Svartárkoti upp af Bárðardal í meira en 400 metra hæð yfir sjó. Á nokkrum stöðum; Hólsfjöllum, í Fljótum, við Ísafjarðardjúp og í Dölum, er jörð talin flekkótt af snjó.
Annars staðar er talin alauð jörð á veðurstöðvum.
En nú eru veðurbreytingar framundan. Einar Sveinbjörnsson gerir grein fyrir þeim á bloggsíðu sinni. Á fimmtudagskvöld fer að kólna með norðanátt og éljagangi norðan til á landinu. Um helgina mun snjóa um allt norður-og austurland. Og þá verður orðið um það bil tíu stigum kaldara á landinu en verið hefur að meðaltali síðustu tíu daga.
Landið verður alhvítt að minnsta kosti frá Húnaflóa og austur um til suður Austfjarða.
Ekki sjást enn veðurhorfur alveg fram til jóla. En ástandið er þannig að ólíklegt er að nokkuð hlýni nema þá á suðurlandi rétt til að skila af sér úrkomu. Og vel er mögulegt að þá snjói þar rétt fyrir jólin.
Það þarf ekki að spyrja að því, ef dæma má eftir blogg-og fasbókarsíðum, að stór hluti þjóðarinnar muni fagna þessum umskiptum frá mildu veðri, ef ekki rjómablíðu, yfir í sannkallað vetrartríki sem gæti orðið upphaf langvinnra kuldatíðar. Það sést nefnilega ekki fram yfir þetta kuldaskeið.
Við verðum auðvitað að taka því veðri sem að höndum ber.
En mér finnst það samt bera vitni um hálf frumstætt hugarfar, mótað af glimmeruðum glansmyndum, að menn skuli beinlínis fagna umskiptum frá mildi og góðviðri yfir í sannkallaða vetrartíð, bara af því að jólin eru framundan.
Það eru víst engin jól fyrir mörgum nema þau séu hvít. Ég hef aldrei fundið mig í því.
Mér finnst jólin alltaf fegurst þegar er nákvæmlega svona veður eins og nú er í Reykjavík á þessari stundu; nánast logn, fremur bjart yfir, hiti vel yfir frostmarki og marautt.
Það er mitt draumaveður um jólin.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
14.12.2009 | 19:12
Sínum augum lítur hver á silfrið
Jón Björgvinsson brá í Speglinum upp sinni mynd af loftslagsráðstefnunni í Kaupmannahöfn.
Hann sér allt tilstandið sem heimsendatrúarbrögð.
Pistill hans var mjög ólíkur þeim sem Friðrik Páll hefur verið að flytja í Speglinum.
Sínum augum lítur hver á silfrið.
Frásögn Jóns hafði það fram yfir boðskap heimsendaspámannanna að hann var bráðfyndinn og vakti manni bjartsýni um framtíð mannkynsins.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
13.12.2009 | 19:16
Lögreglan fór offari
Danska lögreglan hefur viðurkennt að hafa farið offari gagnvart mótmælendum vegna loftslagsráðstefnunnar í Kaupmannahöfn. Hún neyddi hundruð mótmælenda til að liggja á kaldri götunni í fjórar klukkustundir. Síðan voru þeir handteknir. Einungis þrír verða ákærðir fyrir eitthvað
Lögreglan réttlætir aðgerðir sinar með því að meðal mótmælenda hafi verið fólk sem hafi ætlað sér að fremja spellvirki.
Þar með opinberar lögreglan þá hugsun sína að sjálfsagt sé að margir saklausir megi líða fyrir fáa seka eða réttara sagt fáeina sem hugsanlega geti orðið sekir.
Alls staðar er lögreglan eins.
Áfram mótmælt í Kaupmannahöfn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.12.2009 | 19:49
Trúarmengun
Allir vita nú á dögum hve nær messur eru haldnar. Það þarf ekki að hringja neinum kirkjuklukkum til að minna menn á það.
Klukknahringingar mínútunum saman eru einhver hvimleiðasta hávaðamengun sem þekkist fyrir nágrennið.
Má ekki hætta þessum ósið? Banna hann sem hverja aðra hávaðamengun?
Af sömu ástæðum er ég á móti því að múslímar fái að koma upp bænaturnum með þessum eilífu köllum sínum sem æra alveg óstöðuga.
En ef þeir töluðu táknmál á turnspírunni væri mér alveg sama!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (23)
12.12.2009 | 07:13
Hringdur inn dómsdagur
Öllum kirkjuklukkum hringt í heiminum til að minna á loftslagsmálin.
Þetta er nú meiri þvælan. Hver ákveður svona? Er enginn kirkja sem er sjálfstæð og neitar þessu? Leggjast þær allar hundflatar fyrir stjórnvöldum?
Hörmulegt var að heyra samtal við sóknarprest á Ísafirði i hádegisfréttum RÚV í gær. Hann talaði um spámenn gamla testamentisins og Nóaflóðið.
Þurfa loftslagsmálin á þessari froðufellandi banal trúardellu að halda?
Af hverju hringja menn ekki klukkum vegna offjölgunar mannkyns (megin orsakavalds í útblæstri framtíðar), rányrkju, vatnsofbeldi stórfyrirtækja, ofríki iðnríkja, fátækt, menntunarleysi og stríði?
Hvers konar hystería eru loftsslagsmálin orðin?
Það er byrjað að hringja inn dómsdag með trúarlegum ofsa eins og í lélegri Hollywoodmynd.
Svo eru menn að tala um að loftslagsmálin byggi á vísindum!
Kirkjuklukkum hringt 350 sinnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
11.12.2009 | 18:13
Harpa
Ekki er hægt að hugsa sér lágkúrulegra nafn á einu tónlistarhúsi!
Því ekki Túba?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
11.12.2009 | 10:43
Skyggnigáfa og veruleikinn
''Sigrún, sem er skyggn, segist hafa dreymt eitt skipti að hún fór til Vúlkan ásamt fleira fólki. Himinn var ægilega fallegur, blár og óranslitaður, og hús af öllum stærðum og gerðum. Og Sigrún kveðst hafa talað við mann hjá Háskóla Íslands, sem líklega hafi verið stjörnufræðingur, en hann fullyrti að plánetan væri ekki til. En margir sem Sigrún hefur talað við eru ekki á sama máli og segja sumir að hún hafi horfið en sé á bak við sólina.
Að sögn Sigrúnar hefur henni liðið mun betur frá því hún komst að þeirri niðurstöðu að hún sé frá Vúlkan. Lífsviðhorfin hafa mikið breyst. Og ég er viss um að þangað fer ég þegar þessari jarðvist minni lýkur.''
Svo segir í frétt á DV.is.
Á því leikur enginn vafi að reikistjarnan Vúlkan, sem á að vera á bak við sólina, er ekki til. Um það er til vafalaus þekking. Konan neitar samt að trúa því sem stjörnufræðingur sagði henni að Vúlkan sé ekki til. Hún heldur fast við sinn keip. Hún afneitar þekkingu vísindanna.
Sagt er að konan sé skyggn en lýsingar þær sem skyggnigáfan færir henni eru einfaldlega hennar eigin ímyndun. Vitneskja um eitthvað sem ekki er til eru ekkert nema órar. Í þessu tilfelli kannski listrænt hugarflug því konan er listamaður. En lýsingar hennar er gott dæmi um það að á bak við svokallaða skyggnigáfu er eitthvað sem ekki kemur heim og saman við veruleikann.
Allt virðist þetta samt fremur meinlítið. En þegar nánar er að gáð sést að svo er ekki. Eins og fram kemur í fréttinni neitar sumt fólk þekkingu vísindanna og staðhæfir þvert gegn staðreyndum að Vulkan sé til.
Afneitun á vísindum og traustri þekkingu er vaxandi ógnun í samfélögunum. Í staðinn kemur fáránleg trú á hindurvitni eða öfgafullar trúarsetningar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
9.12.2009 | 17:39
Loftslagsráðstefnan
Ég leyfi mér að efast um efann og efasemdamennina.
En ég efast alls ekki um það að loftslagsráðstefnan mun fyrst og fremst hugsa um efnahagslega hagsmuni öflugustu og ríkustu iðnríkjanna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
8.12.2009 | 21:59
Tillaga
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Desember 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006