Loftslagsráðstefnan

Ég leyfi mér að efast um efann og efasemdamennina.

En ég efast alls ekki um það að loftslagsráðstefnan mun fyrst og fremst hugsa um efnahagslega hagsmuni öflugustu og ríkustu iðnríkjanna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ívar Pálsson

Gott að þú efist, Sigurður Þór. Það bendir til gagnrýnnar hugsunar, sem er lítt í tísku þessa dagana.

"Samningur" 6.700.000.000 manna um að draga úr vaxtarhraða meintrar hlýnunar jarðar hlýtur að vera góður fyrir alla, ekki satt? Sérstaklega fámenn eyríki á norðurhjara.

Ívar Pálsson, 9.12.2009 kl. 18:39

2 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Ísinn minn bráðnaði þegar ég las þetta.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 9.12.2009 kl. 18:54

3 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ætlarðu ekki að mótmæla Villi? Þá verður þér kannski stungið í svartholið.

Sigurður Þór Guðjónsson, 9.12.2009 kl. 22:30

4 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Ég efast ekki um það að þú ert mikill efasemdarmaður Sigurður.

Ágúst H Bjarnason, 10.12.2009 kl. 06:06

5 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Ég er alltaf að mótmæla Siggi. Ég mótmæli því t.d. að Ólafur Gufa sé að díla við Íran, svörtustu sauðina í bók Amnesty International, þegar hans eigin þjóð þarf á honum að halda. Ég mótmæli því að við þurfum að halda uppi forseta sem er gufaður upp, eða notfærir sér loftslagsráðstefnuna til að frysta þjóð sína og ata hana auri. Það gera bara svín. 

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 10.12.2009 kl. 09:49

6 Smámynd: Sigurður Grétar Guðmundsson

"Samningur" 6.700.000.000 manna um að draga úr vaxtarhraða meintrar hlýnunar jarðar hlýtur að vera góður fyrir alla, ekki satt? Sérstaklega fámenn eyríki á norðurhjara.

Ívar, þetta segir þú í þinni athugasemd.

Hversvegna er svona mikilvægt að draga úr hlýnun hjá fámennum ríkjum á norðurhveli jarðar?

Sagan segir okkur, og við Íslendingar eigum ótrúlega góðar heimildir um loftslag og veðurfar fyrr á öldum í Íslendingasögum og Annálum, að mestu hörmungar sem yfir alþýðu þessa lands gekk á 16. og fram á 19. öld var kuldi og hafís sem stundum umlukti landið 100%. Því miður bendir ýmislegt til að við séum á leið inn í kalt tímabil á Norðurhveli sem muni ná hámarki um 2030.

Þess vegna er algjör óþarfi að berjast gegn agnarsmárri stærð í gufuhvolfi sem er CO2 og er aðeins 0,0387% af öllu því sem í gufuhvolfinu er.

Sumir á blogginu kalla CO2 "Lífsandann" og það er ágætt nafn á þessari einni mikilvægust undirstöðu lífs á jörðinni. Það er með ólíkindum að hægt sé að trylla nánast alla stjórnmálmenn heimsins (þar á meðal á Íslandi) til að mæta á eina fáránlegustu samkomu sem haldin hefur verið, Loftslagsráðstefnuna í Kaupmannahöfn, þangað sem menn koma á 140 einkaþotum og tekist hefur að skrapa saman 1200 límósínur fyrir "stórmennin" og þurfti að leita til Svía og Þjóðverja til að það tækist.

Þetta lið lætur sér auðvitað ekki nægja venjulega leigubíla. 

Sigurður Grétar Guðmundsson, 10.12.2009 kl. 10:35

7 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ísland hefur aldrei 100% verið umlykt hafís. Þó CO2 sé nauðsynlegt fyrir lífið getur það samt verið skaðlegt í of miklu magni. Það eru áhrifin sem máli skipta en ekki hlutfallið af öllum þeim lofttegundum sem i andrúmsloftinu eru. Auk þess eru gróðurhúsaloftegundir, sem valda hlýnun andrúmsloftsins  af mannavöldum, fleiri en það eitt.

Íslendingasögur eru ekki nothæfar heimildir um veðurfar. Og annálar eru gloppóttir og sérstaklega er 15. öldin fátækleg, nánast algjör eyða. Merkilegar rannsóknir á setlögum í stöðuvötnum og sjó undan norðausturlandi hafa verið gerðar en hafa ekki verið almennilegar kynntar almenningi í Íslandi en birst í útlendum vísindaritum.

Sigurður Þór Guðjónsson, 10.12.2009 kl. 13:27

8 Smámynd: Ívar Pálsson

Sigurður Grétar, athugasemd mín var misheppnuð kaldhæðni: Ég tek 100% undir skrif þín. Auðvitað er ráðstefnan í Kaupmannahöfn ekki samningur allra jarðarbúa, enda ekki hægt að semja um þessa firru án þess að valta yfir smælingja eins og okkur.

Ívar Pálsson, 10.12.2009 kl. 14:50

9 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Ditto.

Halldór Egill Guðnason, 11.12.2009 kl. 02:32

10 Smámynd: Sigurjón

Ef ég man rétt, er N 78% af gufuhvolfinu og O tæplega 20%.  Þarna eru sumsé 98% gufuhvolfsins komin og aðeins 2% eftir.  Hversu mikið getur eiginlega verið af þessum ,,gróðurhúsalofttegundum" og hver eru áhrif þeirra?  Spyr sá sem ekki veit...

Sigurjón, 12.12.2009 kl. 03:52

11 Smámynd: Sigurður Grétar Guðmundsson

Sigurjón, þegar þú dregur andann þá færðu í lungun tæp 20% af súrefni og tæp 80% af köfnunarefni. Það má líta á köfnunarefnið sem vagninn sem flytur okkur súrefnið sem við að sjálfsögðu nýtum okkur til lífsviðurværis, skilum köfnunarefninu.

En í loftlögum gufuhvolfsins er ýmislegt fleira og þá er rétt að líta á það sem ég nefni ætíð gróðurhúshjálminn sem er mín þýðing á "greenhouse effect". Þessi hjálmur varnar því að við töpum öllum þeim varma sem sólin hefur gefið okkur á sólríkum degi, raunar gefur hún okkur varma hvort sem er sólríkt eða skýjað.  Ef gróðurhúshjálmurinn væri ekki til væri meðalhiti á jörðinni ekki +14,°C heldur -18°C, jörðin væri óbyggileg. Í öllu gufuhvolfinu er hlutfall koltvísýrings CO2 0,0387, ef við viljum greina þetta enn frekar og segja að af þeim lofttegundum sem eru í gróðurhúsahjálminum þá sé CO2 nálægt 1%, en vatnsgufa er þar 95% svo nokkrar fleiri gastegundir í mjög litlu magni svo sem metan.

Gegn þessari lífsnauðsynlegu vörn, gróðurhúsahjálminum, og einni að minnstu einingum hans, koltvísýringi CO2 sem er undirstaða alls lífs á jörðinni, er öll barátta furðulegra öfgaafla sem hefur tekist að trylla nánast alla stjórnmálmenn heimsins. Þess vegna er þessi yfirgengilega ráðstefna í Kaupmannahöfn, þar sem menn og konur lifa í vellystingum á sama tíma og 17000 börn deyja úr hungri á degi hverjum. Þessir pólitísku fulltrúar, óheiðarlegir vísindamenn og fylgifiskar þeirra koma til Kaupamannahafnar í 140 einkaþotum, nota 1200 límósínur sem tókst að skrapa saman í Danmörku, Þýskalandi og Svíþjóð, éta og drekka og fá niðurgreidda kynlífsþjónustu.

Hve lágt getur mannkynið sokkið í fáránleika, heimsku og sukki !!!

Sigurður Grétar Guðmundsson, 12.12.2009 kl. 12:19

12 Smámynd: Sigurjón

Þakka þér fyrir svarið Sigurður Grétar.  Þetta er fróðlegt og ég er alveg sammála þér: Þessi ráðstefna er dæmd til að misheppnast og það er yfirgengileg frekja og viðurstyggð af vesturlöndum að krefjast þess að fyrrum nýlendur þeirra dragi saman og hreinsi þar með upp skítinn eftir þau.  Öss!

Sigurjón, 12.12.2009 kl. 16:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband