Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009

Röng aðferð við uppsagnir Seðlabankastjóra

Bréfið sem Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sendi bankastjórum Seðlabankans  er ansi klaufalegt. Þar segir meðal annars:

''Vill ríkisstjórnin kanna hvort vilji sé til þess af yðar hálfu að biðjast lausnar frá embætti nú þegar og leggjast þannig á sveif með stjórnvöldum í viðleitni þeirra til að endurvekja trúverðugleika og traust á Seðlabanka Íslands.''

Það er ekki hægt að neita því að orðalag þetta er fremur lítilsvirðandi. Beðnir vinsamlega um að segja af sér og taka afsstöðu með skoðunum ríkisstjórnarinnar. 

Miklu betra hefði verið að segja mönnunum hreinlega upp. Skipa þeim en biðja þá ekki. Að biðja einhvern í svona kringumstæðum  lætur hann standa frammi fyrir vali þó hann hafi í rauninni ekki neitt val. Og það er bæði íþyngjandi og auðmýkjandi.

Í beinni uppsögn er það ómak tekið af mönnum að þurfa að velja, hafa frumkvæði af nokkru tagi og láta uppi skoðun af nokkru tagi.

Engar reglur eru til um það hvernig segja eigi upp seðlabankastjórum. Bein uppsögn ætti því að vera auðveld með lágmarksrökum. 

Vegna skipulagsbreytinga væru fullgild og óvéfengjaleg lágmarksrök bak við þessa uppsögn af því að þau eru sannleikurinn. Það stendur vissulega til að breyta skipulaginu hvað yfirmenn Seðlabankans varðar. 

Mönnum er nú sagt upp vegna skipulagsbreytinga út um allt þjóðfélagið. Þetta hefði því verið einföld og auðveld leið. Ekki hefði þá einu sinni þurft að nefna hið augljósa: að Seðlabankinn nýtur nú einskis trausts í heiminum.

En það að að biðja menn að vera svo góðir að víkja er auðmýkjandi aðferð og hlýtur að vekja upp andstöðu þeirra er fyrir verða. Það gefur líka Sjálfstæðismönnum, sem yppta öxlum yfir öllum uppsögnum í þjóðfélaginu undanfarið nema seðlabankastjóranna, færi á því að tala um   hatursherferð og þeir hafa nokkuð til síns máls.

Að lítillækka menn er ekki aðgerð sem ber vott um virðingu heldur óvirðingu og hún sprettur ekki af öðru en einhvers konar óvild.


mbl.is Ingimundur baðst lausnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Brjótum niður tónlistarhúsið

Bygging Tónlistarhússins er í uppnámi. Það er þarna ægilega ljótt og hálfkarað.

En engir peningar eru til svo hægt verði að klára það. Menn eru í stökustu vandræðum með framhaldið.

Ég hef séð húsið á líkani og það er út af fyrir sig flott og fallegt. En á þessum stað finnst mér það alveg hörmung. Ég fæ nú bara innilokunarkennd þegar ég er við höfnina þar sem sást alltaf til fjalla áður en þetta hús fór að kæfa allt. Ekki líst mér heldur á þetta pírumpár sem á að tengja húsið við meintan miðbæ sem enginn hefur þó verið áratugum saman.

Skiptar skoðanir eru meðal tónlistarmanna um húsið. Þeir eru alls ekki allir gapandi af eftirvæntingu. Sagt er að vanti einmitt þá stærð tónleikasala sem mest eru notaðir. 

Auk þess fælir frá þetta ráðstefnuflipp og hólelbissness sem er inni í dæminu. Eitthvað svona góðærisstórubólulegt sem ekkert kemur tónlist við. Enginn hefur heldur áhuga á músik varðandi þetta hús þó það hafi verið markmiðið að halda þar tónleika. Nú ræða menn bara hvað framkvæmdir við húsið geta fært mörgum atvinnu. Enginn minnist á tónlist. Menningarleg hugsun dó út í  henni stórubólu.   

Tónlist er reyndar það sem mér finnst mest gaman af í lífinu - fyrir utan gott veður. 

Eigi að síður sé ég bara eitt ráð með þetta tónlistarhús til að forða meira veseni en orðið er. 

Brjótum það niður með öflugum múrbrjótum! Svo ekki standi steinn yfir steini. 

P.S. Ljóta svarta seðlabankahúsið má gjarna fylgja með.

 


Gjörspilltur forstjóri

Þetta er nú forstjóri í lagi. Fær bílinn sinn endurnýjaðan upp á 14 miljónir á kostnað fyrirtækisins meðan aðrir starfsmenn verða fyrir stórfelldum niðurskurði. Þegar bifvélavirki hjá fyrirtækinu bloggaði um þetta, en þó án þess að nefna nafn fyrirtækisins, var hann látinn fjúka.

Forstjóri Toyota er Úlfar Steindórsson að því er fram kemur á netsíðu fyrirtækisins.

Það er rangur maður sem var rekinn. Það á að láta forstjórann fara. Ekki bifvélavirkjann.

Ef forstjórinn situr áfram eins og ekkert hafi í skorist er það blettur á íslensku samfélagi sem hreinlega er ekki hægt að líða á atvinnuleysistímum þegar byrjað er að reyna er að sporna við ranglæti og spillingu. Hér er mynd af spillta forstjóranum.

bilde2.jpg

 

 


mbl.is Bloggari rekinn fyrir skrif
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar eru nú blessuð gróðurhúsaáhrifin?

Allt á kafi í snjó á Bretlandi! Strætisvagnar hættir að ganga! Fólk skelfur úr kulda!

Kreppan hremmir þjóðina!

Já, hvar eru nú blessuð gróðurhúsaáhrifin!?

Engir mega svara nema þeir sem gríðarlegt vit hafa á!

Tounge


mbl.is Seinkun á flugi til London
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband