Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2009
3.8.2009 | 12:42
Veðurklisjur í fréttum
Í þessari frétt er sagt frá því að rigning, kuldi og vindur hafi sett svip sinn á Íslendingadaginn i Gimli í Kanada sem var á laugardaginn. Ekki er þó greint frá því hve kuldinn var mikill, vindurinn eða rigningin. En þetta er svo sem í lagi í frétt þó ónákvæmt sé og huglægt fremur en eitthvað sem raunverulega er hægt að átta sig á.
En þegar því er svo bætt við að veðrið hafi því verið óvenju íslenskt tekur steininn úr. Hvað á slík staðhæfing eiginlega að merkja? Jú, af henni gæti maður helst haldið að algengasta íslenska veðrið sé rigning, kuldi og vindur, án þess að þau fyrirbrigði séu skýrð nánar, hvað búi í rauninni að baki þessum orðum.
Hvað veðrið í Gimli varðar á laugardag var hitinn þar 15-18 stig frá kl 10 til kl. 7 um kvöldið en þá kólnaði nokkuð. Þetta er auðvitað í kaldara lagi eftir árstíma en kemur þó oft fyrir. Það rigndi nokkuð um kl. 7 um morguninn og aftur í um það bil tvo tíma rétt fyrir hádegi. Annars var þurrt. Vindurinn var norðaustlægur og var svona 4-8 m/s. Daginn eftir var 20 stiga hiti þegar mest var, alveg þurrt og vindurinn náði aldrei 4 m/s. Þetta var ''íslenska'' veðrið.
Þær eru ósköp þreytandi þessar hugsunarlausu klisjur í íslenskum fréttum þar sem íslenskt veðurfar er sagt einkennast af kulda, vindi og rigningu, án þess að það sé nokkurn tíma skýrt nánar. Ég held að fréttir fjölmiðla hér séu yfirleitt traustar og áreiðanlegar - nema þegar kemur að veðri. Það heyrir til algjörra undantekninga að fjölmiðlar segi frá veðri í sambandi við atburði sem eru að gerast, ekki síst á útihátíðum, öðruvísi en éta bara upp veðurhrós heimamanna (sem er hin hliðin á íslensku illvirðaklisjunni), að í þeirra sveit sé ''alltaf gott veður'' og bongóblíða og álíka merkingarleysi í svipuðum dúr. Aldrei neitt þannig að menn verði nokkru nær. Þó þarf lítið til, nefna hitastig (sem ekki er mælt í sól), hvort blæs eða er hægviðri og svo skýjafarið og ef rignir. Í einni setningu gætu menn gert öðrum sæmilega grein fyrir raunverulegu veðri á staðnum ef menn létu héraðsveðurskrumið eiga sig.
Hvað veðurfar hér á landi varðar er það ekki ekki eins slæmt og þessar rok-kulda-og vinda klisjur vilja vera láta eða jafn himneskt og bongóblíðuoflætið. Það er oftast nær alveg skaplegt. Á sumrin er það einmitt oft í stíl við það sem verið hefur síðustu daga en þá var veðrið mjög venjulegt miðað við árstíma, hægviðrasamt, sums staðar nokkur rigning, en á fleiri stöðum þurrt og allvíða sól og hitinn alveg þokkalegur til útiveru að degi til.
Þetta er algengasta íslenska sumarveðrið. Ekki eitthvað grenjandi illviðri með vindi, kulda og rigningu.
En veðrið á Íslandi er auðvitað margbreytilegt - alveg eins og í Kanada eins og vel sést á fréttinni.
![]() |
Íslenskt veður á Íslendingadeginum í Gimli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Veðurfar | Breytt s.d. kl. 16:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
2.8.2009 | 23:33
Vantar Doctor e
Nú vantar sárlega Doctor e til að segja sannleikann um svona athæfi með hæfilega vel völdum orðum.
Fyrirsögn þessarar fréttar er villandi. Foreldrarnir reyndu EKKI að lækna barn sitt heldur héldu lækningu einmitt frá því með mannfjandsamlegu og geðveikislegu trúarrugli.
Trú sem myrðir.
![]() |
Reyndu að lækna dóttur sína með bænum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.8.2009 | 12:29
Afbragðsgóður júlímánuður
Júlímánuðurinn sem var að líða er ekki aðeins sá þurrasti í Reykjavík frá 1889 heldur fæ ég ekki betur séð en hann sé sá þriðji hlýjasti hvað hitann varðar, reiknað eftir átta mælingum á sólarhring á þriggja stunda fresti. Ég fæ þannig út töluna 12,75.
Hlýrri voru júlí 1991, 13,0 stig og 2007, 12,80 stig. Af þessum þremur mánuðum var júlí 2009 auðvitað sá þurrasti, sem fyrr segir, en hann var líka sá sólríkasti af þeim. Af því ég veit ekki enn sólskinsstundir eins dagsins, þegar var mjög lítil sól, veit ég þó ekki alveg nákvæma tölu. Hún mun samt vera kringum 257 klst og það nægir til að koma mánuðinum í kringum sjötta sæti yfir sólríkustu júlímánuði frá 1911.
Það er því ekki að ófyrirsynju að hann Emil bloggvinur og hvítglóandi veðuráhugafanatíker setur mánuðinn í fyrsta sæti yfir mestu góðviðrismánuði sem hann hefur gefið einkunnir eftir sínu kerfi frá 1986.
Lengi vel leit út fyrir að þetta yrði hlýjasti júlí sem mælst hefur í borginni og hann stóð af sér allar hrakspár þar um fram að þ. 23. en þá dundi alræmt kuldakast yfir. Þann 22. var meðalhitinn 13,5 stig en féll um 0,6 stig á næstu fjórum dögum. Síðan hlýnaði á ný en ekki svo mikið að það næði aftur hæsta meðaltalinu og hélt meðalhitinn reyndar áfram að falla til mánaðarloka miðað við hæstu stöðu.
Tvisvar komst hiti í 21,1 stig, þ. 12. og 20. Úrkomudagar voru aðeins 8 og ekki verið færri í júlí síðan 1960. Mesta sólarhringsúrkoma varð aldrei meiri en 4,7 mm (29.) og hefur ekki verið minni síðan í systurmánuðinum júlí 1958.
Hér er hægt að skoða innviði þessa mánaðar fyrir hvern dag.
Fram eftir mánuðinum var tiltölulega enn hlýrra í Stykkishólmi en í Reykjavík en þar kólnaði enn meira er á leið og er mánuðurinn þar ekki með allra hlýjustu júlímánuðinum. En mánuðurinn var þar vel hlýr og einnig á suðurlandi.
Hann er líka vel í hlýrra lagi yfir landið í heild og er varla (með fyrirvara) að hann komist inn á lista yfir 20 hlýjustu júlímánuði hvað það varðar frá því um 1870 eftir þeim aðferðum sem ég hef notað til að finna hlýja og kalda mánuði.
Þó kreppan sé fúl og margir fúlir á móti ættum við að meta það við veðurguðina að þeir dekstra alveg við okkur.
En sumir eru jafnvel fúlír líka yfir því í nafni global waming!
Viðbót 3. ág. Mánuðurinn reyndist í 3.-4. sæti í hlýindum ásamt júli 1936. Og sólskinið var 259,4 klst og var þetta þá 5.-6. sólríkasti júlí ásamt júlí 1960.
Bloggar | Breytt 4.8.2009 kl. 15:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.8.2009 | 14:52
Ósvífnin er takmarkalaus
''Sjáandinn'', sem spáði STÓRUM skjálfta kl. 23:15 fyrir nokkrum kvöldum, er ekki af baki dottinn. Viðtal er við hana á Vísi is. í dag. Þar telur hún að smáskjálfti sem reið yfir á Reykjanesi í gærkvöldi, mörgum dögum eftir ætlaðan spáskjálfta og á röngum tíma og svo lítill að ekki er orð á honum gerandi, sanni að hún hafi spáð rétt. En hún spáði sterkum skjálfta, sem myndi valda usla, Samt segir hún sigri hrósandi:
Það hlaut að vera. Sá hlær best sem síðast hlær," segir Lára og hlær glöð í bragði.
Þessvegna svaf ég svona vel í nótt, ég hef ekki sofið svona vel í marga mánuði."
Lára segist hafa orðið fyrir miklu áreiti síðan hún spáði skjálftanum og ekkert gerðist. Nú hafi hann hinsvegar riðið yfir.
Ég sagði þetta!" segir Lára
Hún segir gærkvöldið bara byrjunina, og næst komi eldgos.
Hún segir jarðhræringarnar þó ekki það versta sem sé í vændum, heldur sjái hún annan og miklu verri atburð framundan. Honum vill hún ekki segja fréttastofu frá eftir viðbrögð fólks síðast, en segist hins vegar ætla að vara yfirvöld við strax eftir helgi.
Þetta segir ''sjáandinn''á Vísi is.
Ósvífin er með ólíkindum. Allir sjá að spá hennar rættist ekki. En samt er það sem hún spáði ,skýrt og greinilega, teygt og togað til að eiga við annars konar atburð á allt öðrum tíma.
Og nú spáir ''sjáandinn'' einhverjum hörmungum, ''miklu verri' atburðum.
Náttúruhafafarir eru alvarlegir atburðir sem geta kostað mannslíf og mikið eignatjón. Að gera sér leik að því að vekja ótta með því að spá slíku með hlakkandi ósvífni varðar hugsanlega við lög og það er siðferðilega fyrir neðan allar hellur. Ekki er hægt að líða slíkt í ljósi þess að menn taki ekki mark á þessu hvort eð er. Þetta sé bara skemmtiefni. Málið er einmitt það að furðu margir taka einhvers konar mark á þessu og verja athæfi ''sjáandans'' og peppa hann upp á ýmsan hátt. Til dæmis fjölmiðlarnir að hleypa honum að sér. Og þetta er næu mest lesna fréttin á Visi is. og segir margt um óvísindalegan þankagang þjóðrinnar og eftirsókn hennar eftir óskynsamlegum dulfræðoiorum á sviði lífsiins sem er fullkomlega raunvísindalegt.
Nýlega var Doctor E gerður útrækur af Moggablogginu fyrir kalla skjálftasjáandann geðsjúkling og glæpakvendi.
Það eru að vísu stór orð.
En hvað á eiginlega að kalla það andlega ástand manneskju sem trekk í trekk boðar hörmulegar náttúruhamfarir og virðist hlakka í henni, þrátt fyrir það að reynslan sýni að ekki sé mark á henni takandi. Hvað á að kalla slíkt taktleysi, tillitsleysi og skort á skynsamlegri hugsun?
Hekla getur auðvitað gosið hve nær sem er og líka Katla. Fylgst er með þessum eldfjöllum með mælitækjum og mörgum öðrum, þar með töldum Vestmannaeyjum og Reykjanesi. Eldgos gerir einhvert boð á undan sé, þó það geti verið stutt.
Á svo að segja að þessu hafi öllu verið spáð af ''sjáanda'' og upphefð hans eigi að vera mikil þegar næsta eldgos á sér stað?
Það er óskiljanlegt í eldfjallalandi þar sem jarðvísindi standa á háu stigi að fjölmiðlar skuli dekra við jarðskjálfta-og eldgosaspár ''sjáanda'', rétt eins og jarðeðlisfræðin tilheyri hinu yfirnáttúrlega.
Ekki þarf svo að spyrja að þeirri hættu sem gæti stafað af því ef vísindamenn gæfu út viðvaranir um náttúruvá en sumir myndu kannski hundsa vegna síendurtekinna spádóma í fjölmiðlum um slíka atburði.
Fjölmiðlar verða að sýna lágmarksábyrgð.
Bloggar | Breytt 2.8.2009 kl. 11:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Desember 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006