Bloggfærslur mánaðarins, desember 2010
26.12.2010 | 20:01
Hitamet í Reykjavík á öðrum í jólum
Hitinn í Reykjavík er sagður hafa komist upp í 10,3 stig í dag á kvikasilfursmælinum. Undarlegt er samt að hann hefur ekki farið upp fyrir níu stig á sjálfvirku mælunum en 9,3 stig á flugvellinum.
En þetta mun vera mesti hiti sem mælst hefur á öðrum degi jóla í Reykjavík. Mest á landinu mældist 11,8 stig á Hvanneyri sem er ekkert óskaplegt.
Hiti hefur þá einhvern tíma farið upp fyrir tíu stig alla jóladagana þrjá í höfuðborginni eins og sjá má í fylgiskjalinu kræfa.
Ljóst er að sólarhringsmetið fyrir Reykjavík þennan dag verður líka slegið.
Hér fyrir neðan er kort af Evrópu á hádegi á síðasta degi ársins.
Bloggar | Breytt 6.1.2011 kl. 16:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
23.12.2010 | 12:22
Vantar lægstu töluna og svo er sólskinsmet
Síðan í gær hefur mbl.is tvisvar skrifað um kuldana á landinu sem nú ríkja og hefur tíundað ýmsar kuldatölur. En mesta frostið, -28,1 stig á Möðrudal hefur þó farið fram hjá þeim. Þetta frost mældist á sjálfvirka mælinum á Möðrudal meira að segja tvisvar, milli klukkan 17 og 18 í gær og svo aftur milli klukkan 21 og 22. Rétt eftir miðnætti mældust svo -26,8 stig á Möðrudal. Og rétt eftir klukkan eitt í nótt mældust þessi -26,2 stig á Hólasandi sem mbl. is tiltekur sem mesta frost næturinnar.
Á Grímsstöðum mældust -26,0 stig í gærkvöldi eða í nótt.
Ekkert kuldammet hefur fallið á stöðvum sem mjög lengi hafa athugað. En á Torfum í Eyjafjarðardal, sem byrjaði 1997, mældist mesta frost sem þar hefur enn komið í desember, -22, 8 stig og á Miðfjarðarnesi sem byrjaði 1999 kom líka nýtt met, -19,1 stig en það gamla, -17,0 var sett á Þorláksmessu 2004.
Dagurinn í gær var kaldasti dagur ársins á landinu og dagurinn í fyrradag líklega sá næst kaldasti.
Nú, og það fór sem mig grunaði að nú getum við glaðst yfir nýju sólskinsmeti í desember í Reykjavík. Sólarstundirnar eru nú orðnar 31,6 en gamla metið var 30,2 klst árið 1976.
Einkennilegar úrkomutölur finnst mér hafa komið oft undanfarið frá sumum sjálfvirkum hálendisstöðvum. Þær eiga það til að sýna, aldrei þó nema ein í einu, margra tuga mm úrkomu þó ekki hafi komið dropi úr lofti á öðrum stöðvum nærri þeim. Maður veit ekki hvort eitthvað er að marka þetta stundum og verið getur að tölur um mestu úrkomu á landinu í fylgiskjalinu séu ekki réttar alltaf vegna þessa. Annars er það leiðinlegt hvað bæði úrkomutölur og snjódýptartölur frá mönnuðum stöðvum og stundum sjálfvirkum, berast stopult. Stundum eftir marga daga en stundum alls ekki. Og þegar ekkert berst veit maður aldrei hvort það er vegna þess að ekkert hafi mælst eða af öðrum ástæðum.
Það ólán er á bogginu mínu að þegar maður hefur ræst Púka birtist aldrei skrifbendillinn aftur svo hægt sé að leiðrétta nema maður visti og og skoði uppkastið. Þetta er mjög óþægilegt og stafar greinilega af einhverri bilun í moggabloggskerfinu.
Frost mældist 26,2°C í nótt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 26.1.2011 kl. 16:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
22.12.2010 | 19:34
Sólskinsparadís og jólasnjór
Jæja, þá er jólasnjórinn kominn á höfuðborgarsvæðinu. Úrkoman síðdegis mældist 0,2 mm í Reykjavík og hún var snjór.
Það er mikill kuldi. Frostið hefur komist í 28,1 stig á sjálfvirka mælinum á Möðrudal. Það mun þá vera mesti kuldi sem mælst hefur á landinu þennan dag en meira frost hefur mælst ýmsa aðra daga um þetta leyti, yfir þrjátíu stig. Gamla dagsmetið var -27,0 stig í Reykjahlíð við Mývatn á kvikasilfursmæli.
Mesti hiti í dag á landinu var 2,0 stig á Sauðanesvita sem er all undarlegt. Þessi tala var þó kl. 18 við mælingu og líka á hámarksmælinum. Næst mesti hiti mældist -0,8 stig á Skagatá.
Meðalhiti desember í Reykjavík stendur nú á núlli og er í kringum meðallag.
Eftir daginn í gær voru sólskinsstundir orðnar 29,5 í Reykjavík og vantar nú aðeins kringum 40 mínútur í að mánuðirinn slái sólskinsmetið fyrir desember, 30,2 stundir 1976. Kannski hefur það gerst í dag. En nokkrar mínútur af sól seint í desember eru reyndar ekki auðfengnar. Við getum fylgst með þessu í hinu óbugandi fylgiskjali sem fylgist nú með öllu!
Þessi mánuður hefur sem sagt verið algjör sólskinspardís í höfuðstaðnum. Algjör óþarfi að rjúka til Kanríeyja!
Loftþrýstingur mánaðarins er líka í hæstu hæðum. Ég veit ekki alveg töluna en há er hún. Og loftþrýstingur ársins verður líklega nærri meti. Auk þess sýnist árið ætla að verða eitt af þeim fimm hlýjustu.
Þetta boðar áreiðanlega ísöldina sem ku vera framundan eftir því sem lesa má í ótrúlega mörgum bloggum og athugasemdum vegna vetrarkuldanna sem ríkja nú víða um heim!
Já, það er einmitt vetur.
Bloggar | Breytt 23.12.2010 kl. 06:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.12.2010 | 00:51
White Christmas
Einhvern tíma kemur að því að verði sannkallað illviðri, hríð og ófærð, um jólin á höfuðborgarsvæðinu.
Snarvitlaust veður fyrir snarvitlausa þjóð!
Mánaðarvöktun veðurs | Breytt 22.12.2010 kl. 00:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
16.12.2010 | 13:05
Eins og í sögu eftir Dickens
Þessi frétt í Ríkisútvarpinu er með ólíkindum. Þar segir að Ragnhildur G. Guðmundsdóttir formaður Mæðrastyrksnefndar hafi sagt í þættinum Vítt og breitt á Rás eitt í morgun að það hefðu komið boð frá félagsmálaráðuneytinu um að það fengi að hafa fulltrúa á miðvikudögum til að tala við skjólstæðinga og komast að því hverjir væru í þörf fyrir aðstoð. Ragnhildur sagði það virðingarleysi ef fólk gæti ekki komið til Mæðrastyrksnefndar án þess að eiga það á hættu að lenda í einhvers konar yfirheyrslum.
Maður sér fyrir sér í anda umkomulausa einstæða móður, sem kannski er auk þess öryrki, sitja frammi fyrir fulltrúum valdsins sem hreykjast með vantrúarsvip og spyrja hana nærgöngula og áreiðanlega niðurlægjandi spurninga. Og meta svo sjálfir - en ekki Mæðrastyrksnefnd -hvort hún eigi aðstoð skylda.
Þetta er grimmd og miskunnarleysi eins og klippt út úr skáldsögu frá nítjándu öld eftir Dickens. Og hún er aðeins sýnd efnalitlu fólki. Maður trúir varla sínum eigin eyrum og augum.
En það er samt staðreynd að þetta vill Félagsmálaráðuneytið og skynjar ekki hvað það er óviðeigandi, lítilsvirðandi og niðurbrjótandi fyrir skjólstæðinga Mæðrastyrksnefndar.
Og það er félagsmálaráherra sem er endanlega ábyrgur fyrir þessu. Hann ætti að skammast sín. Það verður hins vegar það síðasta sem hann gerir og hann verður örugglega á einhvern hátt afsakaður og bakkaður upp af sínu liði og samflokksmönnum.
Einhvers konar regluverk og eftirlit með hjálparstofnunum almennt er hins vegar allt önnur saga.
En þessi hugmynd Félagsmálaráðuneytisins er út úr öllum takti.
Við skulum samt leggja hana vel á minnið og hverjir standa á bak við hana.
15.12.2010 | 20:13
Kuldaboli stangar Evrópu
Rétt eftir miðnætti komst hitinn á Eskifirði í 16 stig. Núna er þar fimm stiga frost. Umskiptin eru ansi harkaleg.
Eftir að kuldinn hefur gjörsigrað landið á morgun mildast ofurlítið í svip en síðan kemur alvöru kuldinn og víða mun líklega snjóa. Það lítur svo út fyrir hörkukulda og norðaustan átt fram yfir jól.
En kuldaboli er ekki aðeins að stanga okkur. Hann veður nú yfir alla Evrópu eins og naut í flagi!
Á kortinu hér fyrir neðan má sjá þetta myndrænt. Svarta núll stigs línan í 850 hPa fletinum er þar á hádegi suður um allt. Á Miðjarðarhafsströnd Frakklands er nú með kvöldinu komið frost við sjávarmál. Vindstraumar sjást líka greinilega á kortunum og ekki eru það suðrænir þeyvindar. Neðra kortið sýnir stöðu mála eftir sólarhring. Það gæti farið að snjóa í Atlasfjöllum í Afríku.
Bloggar | Breytt 16.12.2010 kl. 14:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.12.2010 | 12:34
Hringlandi vitleysa
Þegar ég var barn og unglingur var klukkunni breytt tvisvar á ári. Það var mikið vesen og menn voru ansi þreyttir á því. Loks var ákveðið 1967 að hætta þessu hringli og færa klukkuna í eitt skipti fyrir öll til heimstíma sem ætti að gilda allt árið. Af því var ýmis konar hagræði. En það fylgdu því líka vissir ókostir.
Í nær hálf öld hafa menn svo ekkert hugsað meira út þetta. Og ekkert vesen!
En fyrir fáum árum hafa komið upp þær geggjuðu hugmyndir að flýta klukkunni enn meira.
Og nú vilja nokkrir alþingismenn færa klukkuna aftur til baka um klukkustund.
Helsta og jafnvel eina röksemdin sem þeir færa fyrir því er sú að það sé betur í samræmi við stillingu líkamsklukkunnar í okkur.
Lítið veit ég um þau fræði. En eitt liggur hversdagslegri skynsemi í augum uppi. Ef líkamsklukka manna vill stilla sig sem næst gangi sólarinnar þá hlýtur hún að kolruglast mikinn hluta ársins í Íslendingum. Ekki síður um hásumarið. Og þessu verður aldrei breytt. Þjóðin hlýtur reyndar að hafa aðlagast þessu vel gegnum aldirnar.
Það er náttúrlegt skammdegi og langdegi á Íslandi. Undan því verður ekki vikist. Nú er sá furðulegi hugsunarháttur uppi að seinkun klukkunar muni ekki aðeins auka birtuna heldur verði það hreinlega allra meina bót. En birtan mun ekki aukast. Hún verður auðvitað sú sama. Birtutíminn færist bara til. Þó klukkunni verði seinkað munu menn eftir sem áður í mesta skammdeginu rorra í myrkri nokkra klukkutíma eftir að þeir mæta í vinnu eða skóla. Trúa menn því í alvöru að birting einum klukkutíma fyrr skipti einhverjum sköpum? Og þá dimmir klukkutíma fyrr. Sólin sest þá klukkan hálf þrjú í svartasta skammdeginu í Reykjavík. Frábært! Það er ekki hve nær birtir og hve nær dimmir sem gerir skammdegið erfitt fyrir marga. Það er einfaldlega hvað birtutíminn er skammur yfirleitt. Og því verður ekki breytt.
Það er kannski góðra gjalda vert út af fyrir sig að við færum eftir samræmdum sóltíma fyrir Ísland.
Aðalatriðið er samt það að góð sátt hefur verið um núverandi fyrirkomulag í nær hálfa öld og ekkert klukkuhringl. En verði klukkunni seinkað má bóka það að fljótlega fari að heyrast heimturekar raddir sérvitringa um það að flýta klukkunni á sumrin til að auka sólar og birtutímann eftir vinnudag og undan því verði látið því Íslendingar eru mjög viðkvæmir fyrir hvers kyns sérvitringum. Einkanlega þeim sem eru alveg út úr kú.
Þá verðum við aftur kominn í eilíft klukkuhringl.
Núverandi málamiðlun um klukkuna hefur reynst afar vel.
Það er þessi venjulega dilla í Íslendingum, rugl og ráðleysi, að fara að hrófla við því.
Slíkt er ávísun á enn frekara hringl með klukkuna. Að við hrökkvum hálfa öld aftur í tímannn.
Það er bara hringlandi vitleysa!
Bloggar | Breytt 17.12.2010 kl. 15:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
13.12.2010 | 15:18
Desemberhitinn kominn upp fyrir meðallag
Hitinn í desember er nú kominn lítillega yfir meðallagið bæði í Reykjavik og á Akureyri. Góð hlýindi hafa staðið í fjóra daga. Næstu tvo daga verður áfram hlýtt. Síðan snýst til norðvestanáttar og svo norðurs og síðan norðausturs. Með nokkrum látum þegar dregur að næstu helgi.
Síðan eru bara kuldar og þræsingar eins langt og sést og fer kólnandi þegar á líður.
Líkast til verður ekki sunnanblær og þíður um jólin. Ekki er ég samt viss um jólasnjó í Reykjavík. Aðrir vita það kannski betur.
Desember 1917 var afar kaldur lengst af. Eftir látlausan kulda kom loks þessi líka fína hláka um jól og áramót. Ísafold skrifaði 29. desember '' Með jólunum gerði mikla hláku, sem haldist hefir óslitin að heita má síðan, til mikillar hagsældar, jafnt búand sem bæjarmönnum og er hlákan sögð ná um land allt.''
Á þessum árum voru Íslendingar enn vitrir og veðurdjúpir og fögnuðu hláku um jólin þó hún tæki upp snjó. Amerísk glysvæðing um white christmas hafði enn ekki heltekið þjóðina.
Nú er öldin önnur!
Áfram er fylgiskjalið að njósna um veðrið.
Mánaðarvöktun veðurs | Breytt 17.12.2010 kl. 00:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.12.2010 | 01:12
Skammdegishitabylgja
Um klukkan níu og tíu í kvöld var 17 stiga hiti á báðum veðurstöðvunum við Kvísker í Öræfum. Hlýtt loft er yfir landinu og hnjúkaþeyr á Kvískerjum ofan af Öræfajökli.
Sums staðar fyrir norðan og austan hefur verið 12-14 stiga hiti.
Kortið er af Brunni Veðurstofunnar.
Veðurfar | Breytt 13.12.2010 kl. 14:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.12.2010 | 17:35
Mikilvægt mál
Móðir fór með barnið sitt af Barnaspítala Hringsins til Englands vegna þess að hún óttaðist um líf þess.
Læknarnir svara með því að kæra hana til barnaverndaryfirvalda.
Vilja síðan ekki ræða málið við fjölmiðla og bera við trúnaðarskyldu.
Það er bara fyrirsláttur eins og málum er nú komið. Þetta er orðið opinbert mál og er háalvarlegt.
''Að sögn Rögnu hafa læknar Barnaspítalans ennfremur tilkynnt hana til landslæknisembættisins vegna opinberrar gagnrýni hennar á störf lækna á Barnaspítalanum. Ég hef staðið mig vel og finnst leiðinlegt að þeir hafi ákveðið að fara þessa leið. Ég hef bara verið að lýsa minni upplifun og mínum tilfinningum þegar ég hef talað við fjölmiðla og bloggað um hvernig læknarnir haga sér gagnvart dóttur minni. Þeir segja að ég hafi verið að koma fram með alvarlegar ásakanir. Mér finnst eins og það sé verið að reyna að þagga niður í mér," segir hún.''
Og er það ekki einmitt lóðið! Verið sé að reyna að þagga niður í manneskjunni og gagnrýni hennar á Barnaspítalann.
Það verður mjög athyglisvert að sjá við viðbrögð barnaverndaryfirvalda og Landlæknis. Hvort þeir aðilar samsami sig sjónarmiðum Barnaspítalans í einu og öllu og taki þátt í að brjóta gagnrýni á hann á bak aftur.
Sem sagt: Ef menn telja íslenska lækna vanhæfa og óttast um líf þeirra sem þeim þykir vænt um í þeirra höndum og leita þeim lækninga erlendis eiga þeir á hættu að læknarnir beiti öllum þeim brögðum sem kerfið hefur yfir að ráða til að brjóta þá einstaklinga á bak aftur.
Ég trúi því ekki fyrr en á reynir að íslensku ''læknamafíunni'' takist það ætlunarverk sitt eins og ekkert sé.
Einstaklingurinn hlýtur að hafa eitthvert vald og einhvern rétt til að gæta lífs skyldmenna sinna telji hann að því sé ógnað. Velja sjálfur hvar hann leitar lækninga en ltilteknir læknar ákveði það ekki einhliða fyrir hann.
Það að móðir sé kærð til barnaverndaryfirvalda þegar hún stendur í þeirri trú að hún sé að bjarga lífi barnsins síns er eiginlega ómennska utan við allt ímyndunarafl.
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Desember 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006