Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2011

Sumarið heldur áfram

Nú er hann ágúst mættur á sviðið. Hann getur nú lumað á ýmsu. Árið 2004 kom til dæmis einhver mesta hitabylgja sem komið hefur og þá mældist eini dagurinn sem í Reykjavík hefur farið yfir 20 stig að meðalhita.

Eftir verslunarmannahelgi byrjar yfirleitt sá söngur í mörgum hornum að nú sé sumarið búið. En við látum svoddan bull ekki á okkur fá og fylgjumst í fylgiskjalinu, blaði eitt og tvö,  með  árangri þessa  ágúst sem allmiklar vonir eru bundnar við.

Kannski slær hann öll met.

Eða þá að hann verður sjálfum sér og öðrum til háborinnar skammar! 

Fylgiskjalið er búið þeim eiginleikum að hægt er að skrolla upp á eldri mánuði ársins og svo er hægt að skrolla til hliðar. 

Endilega skrollið eins og þið eigið lífið að leysa! 

 

 

 

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Yfirburðir höfuðstaðarins

Menn ættu ekki að vanmeta veðurfarslega yfirburði Reykjavíkur!

En í fylgiskjalinu geta menn nú séð ýmislegt um veðrið á landinu í júlí í heild.

Ég hef hálf partinn á tilfinningunni að hámarkshiti í Reykjavík sé grunsamlega hár. En það er nú bara tilfinning og kannski bara ímyndun. Og ef ég myndi skipta milli sólarhringa kl. 18 eins og Veðustofan gerir yrði hann enn þá hærri. Vitað er að einhver vandræði voru á hámarksmælingum um tíma.

 

 


mbl.is Besta veðrið við Dillon
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband