Bloggfærslur mánaðarins, desember 2012
29.12.2012 | 12:22
Úrkomumet í Reykjavík
Úrkoman í morgun kl. 9 mældist 70,4 mm í Reykjavík frá því á sama tíma deginum áður. Aldrei áður hefur mælst meiri sólarhringsúrkoma í borginni í nokkrum mánuði. Gamla metið var 56,7 mm frá 5. mars 1931 en gamla metið í desember var 55,1 mm frá þeim 18. árið 1938. Á sjálfvirku stöðinni mældist úrkoman aðeins 47,0 mm í morgun. Mesta sólarhringsúrkoma í dag sem enn hafa borist fréttir um er 83,4 mm á Nesjavöllum og 74,6 í Vík í Mýrdal, 74,0 á Korpu en svo kemur Reykjavík.
Umfjöllun veðurfræðings á þessu ástandi má lesa hér.
Úrkoman núna í Reykjavík féll sem slydda, snjókoma og rigning. Það var kannski eins gott að hún féll ekki öll sem snjór því þá hefði líka komið met snjódýpt og mjög alvarleg vandamál skapast. Í morgun, eftir að rignt hafði, var snjódýptin mæld 20 cm. Hún er þá orðin meiri en á Akureyri þar sem hún var i morgun 17 cm. En þar hefur verið alhvítt allan mánuðinn. Mesta jafnfallin snjódýpt sem mælst hefur í Reykjavík er 55 cm þann 18. janúar 1937.
Á Hólum í Dýrafirði var snjódýptin 70 cm í morgun en ekki hafa enn borist snjódýptartölur frá öllum veðurstöðvum á Vestfjörðum. Slíkar tölur frá veðurstöðvum eru reyndar bagalega stopular. Í Lerkihlíð í Vaglaskógi var snjódýptin 110 cm í fyrradag en engar tölur hafa síðan komið. Snjódýptin þarna var 99 cm þ. 20. og mest á landinu. Síðan komu engar upplýsingar í sex daga frá stöðinni og vissi maður þá ekki hvað stöðinni leið eða hvar snjódýpt var mest á landinu fyrr en í fyrradag að stöðin gaf upp 110 cm og lá þá beint við að álykta að allan þennan tíma hafi mest snjódýpt á landinu verið í Lerkihlíð.
Bloggar | Breytt 3.1.2013 kl. 12:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
23.12.2012 | 20:55
Jólaveðrið
Jólaveðrið sér um sig sjálft.
En fylgiskjalið fylgist með.
Bloggar | Breytt 11.1.2013 kl. 16:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.12.2012 | 19:35
Veðurfarið árið 2013 að sögn völvunnar
Árið 2013 heilsar okkur með heldur aðgerðalitlu veðri, og verður þannig sennilega allan janúarmánuð, en þá breytir um og margar krappar lægðir eiga eftir að lenda hjá okkur í febrúar og mars.
Það verður sem sagt umhleypingasamt í febrúar og mars en fremur hlýtt hér sunnanlands. Í öðrum landshlutum verður mikill snjór enda norðlægar áttir ríkjandi meirihluta vetrar.
Snjóflóð
Ég er hrædd um að snjóflóð verði sem tekur mannslíf, mér sýnist það vera á Vestfjörðum norðanverðum. Þar sem veður verða rysjótt verður einnig erfitt fyrir sjómennina að stunda sína vinnu...
Hlýtt sumar
Tíðarfar sumarsins verður misjafnt en sumarið í heild sinni verður hlýtt, en kemur seint á Norðurlandi og Vestfjörðum. Vestan- og sunnanlands verður rakt og hlýtt vor, en sólin skín má segja í allt sumar og fá Sunnlendingar sannkallað sumar, hlýtt en mætti vera meiri væta á köflum. Fyrir norðan og vestan verða júlí og ágúst sólríkir og nokkuð hlýir en júní kaldur og þurr. Á Austurlandi verður einnig gott um miðbik sumarsins, en ansi mikil úrkoma og þungbúið veður yfir stóran hluta sumars.
Árið endar með miklum veðurhvelli, það verður bæði hvasst og mikil ofankoma. Mér sýnist mannvirki vera þar í hættu og eitthvað verður um rafmagnsleysi yfir áramótin. -
Ég skal segja ykkur það!
Mánaðarvöktun veðurs | Breytt s.d. kl. 19:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
20.12.2012 | 18:46
Ísland í aldanna rás 2001-2011 án veðurs
Áratugurinn 2001-2010 er sá hlýjasti á landinu sem mælst hefur í mælingasögunni. Sömu sögu er að segja um flestar einstakar veðurstöðvar. Þetta eru auðvitað mikil tíðindi í landi sem er jafn viðkvæmt veðurfarslega og Ísland. Auk þessa gerðust á áratugnum fjöldi merkilegra veðurartburða, sem aldrei fyrr, og nefni ég aðeins hitabylgjurnar miklu árin 2008 og 2004. Í þeirri síðartöldu var um 20 stiga hiti í Reykjavík um hánótt. Þá mældist eini sólarhringurinn sem mælst hefur nokkru sinni að meðaltali yfir tuttugu stig í borginni. Ég hygg að mörgum séu þessir dagar býsna minnisstæðir enda gjörbreyttist mannlífið i borginni.
Ekki sér þessa þó stað í bókinni Ísland í aldanna rás 2001-2010. Þar er örlítill tíðarfarsannáll í upphafi hvers árs en skemmri og efnisrýrari en í fyrri bókum. En sérstakra veðuratburða er ekki getið nema hvað sagt er frá einu snjóflóði sem gerði engan skaða og hafískomu eitt vorið sem var þó ekki neitt neitt. Og óskaplega gefur þetta veðurfarslega villandi mynd af áratugnum!
Þetta er mikil afturför frá fyrri bókum í þessari ritröð og reyndar líka frá gömlu Öldinni okkar. Í þeim bókum er hæfilega mikið vikið að veðurfari, af ritum um almenn tíðindi að ræða, enda skiptir veðrið miklu máli fyrir líf þjóðarinnar og þarf ekki neina sérstaka veðuráhugamenn til að segja sér það.
Hvernig veður og veðurfar er sniðgengið í þessari bók á einum allra merkilegasta veðuráratug í sögu þjóðarinnar er eiginlega óskiljanlegt, Fyrir utan allra merkustu einstaka atburði hefði hæglega verið hægt á aðeins um fjórðungi af blaðsíðu, hvað þá hálfri, að gefa gagnlegt yfirlit um það hve áratugurinn er sérstakur ef menn bara hefðu hugsað út í það og viljað það.
En víkjum að liðandi stund. Þessi desember er nú þegar orðinn sá sjötti sólríkasti sem mælst hefur í Reykjavík síðan byrjað var að mæla fyrir rétt rúmri öld.
Mánaðarvöktun veðurs | Breytt 22.12.2012 kl. 00:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.12.2012 | 00:29
Fyrsta tuttugu stiga frost vetrarins í byggð
Að kvöldi hins 12. fór frostið á Möðrudal í -21,7 stig og þegar komið var fram á hinn 13. fór það í -21,8 stig. Í Svartárkoti hefur frostið farið í -20,7 stig og -20,6 á Brú á Jökuldal.
Þetta er í fyrsta sinn í vetur sem frostið í byggð nær 20 stigum en 23. nóvember fór frostið á Hágöngum í -20,3 stig. Ekkert sérstaklega kalt loft er þó yfir landinu. Á Möðrudal var hins blankalogn þegar kuldarnir voru mestir og útgeislun mikil. Nú er þar farið að blása og frostið hefur snarminkað, komið vel undir tíu stig.
Mesta frost sem mælst hefur á landinu 13. desember er -25,1 stig og var það einmitt á Möðrudal árið 1988.
Meðalhitinn, það sem af er desember, er nú meira en hálft annað stig yfir meðalagi í Reykjavík en hátt upp í eitt stig undir því á Akureyri.
Ekkert bólar á jólasnjónum og hann kemur ekki næstu daga í höfuðstaðnum. En látið ekki hugfallast þið jólafólk! Ég hef nefnilega lúmskan grun um að á Þorláksmessu geri þriggja sólarhringa stórhríð í aftakaveðri um land allt með tilheyrandi ófærð og rafmagnsbilunum. Verður þá ekki hundi út sigandi.
Ættu þá allir að taka jólagleði sína!
Viðbót: Í gær, þ. 14. mældist meira sólskin í Reykjavík (3,4 klst) í vægu frosti en nokkru sinni hefur áður mælst þennan dag í ein 90 ár en mælingarnar hafa ekki alltaf verið á sama stað. Það er ekki ástæða til að kvarta yfir þessu skammdegi í höfuðborginni: björtu, ekki köldu og algerlega snjólausu.
Viðbót: Sólin er í miklu stuði í höfuðborginni. Ný sólskinsmet fyrir vikomandi daga voru enn sett þá 16. og 17. En nú er þessari sólarsypru lokið.
Mánaðarvöktun veðurs | Breytt 20.12.2012 kl. 12:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.12.2012 | 12:38
Forkastanlegt
Það er forkastanlegt að dagblað birti svona frásögn um það að illur andi hafi hertekið smábörn og geri engar athugasemdir af neinu tagi. Birti þetta bara sem hverja aðra staðreynd.
Sé sagan af hegðun barnanna rétt hlýtur að vera á henni jarðbundin skýring og ef til vill alveg grafalvarleg. Að baki kannski legið einhver ólýsanleg skelfing af völdum raunverulegrar reynslu eða umhverfis.
Svo segir óefndur særingarmaður í lokin að ljósið sé alltaf sterkara en myrkrið og ætlar þar með að börnin hafi verið á valdi hins illa en hann sé þá merkisberi ljóssins fyrir að hafa rekið burtu illu andanna.
Er ekki ástæða til að barnaverndunarfólk rannsaki aðstæður og reynslu þessara barna fremur en svona sjúklegur þvættingur sé borin fyrir fólk?
Þarna er því slegið föstu í fyrsta lagi að illir andar séu til og í öðru lagi að þeir geti hertekið saklaus börn. Og þau séu þá á valdi myrkursins. Hins illa! Svo hafi nafnlaus maður ljóssins hrakið burtu myrkrið!
Reyndar er engra heimildarmanna getið svo frásögnin er þess vegna, þó ekki væri annað, algerlega ómerk.
En það sem hlýtur samt að valda áhyggjum er það að ef eitthvað er hæft í frásögninni af hegðun barnanna virðast þau hafa átt í miklum erfileikum og liðið mikla vansæld sem full ástæða væri til rannsaka eftir skilningi 21. aldar á hegðunarvandræðum barna.
Illur andi hljóp í börnin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (27)
1.12.2012 | 19:47
Jólamánuðurinn
Þá er jólamánuðurinn desember hafinn með hoppi og híi.
Mánaðarvöktun veðurs | Breytt 13.12.2012 kl. 13:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Desember 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006