Bloggfærslur mánaðarins, mars 2012

Hvað segja veðurfræðingarnir

Í tvígang hefur Spegillinn talað við jarðfræðinga um upphaf litlu ísaldarinnar. Af því að einhverjir halda því fram að risaeldgos hafi hleypt henni af stað.

Hver sem orsökin var hlýtur litla ísöldin fyrst og fremst að hafa verið veðurfarslegt fyrirbrigði.

Þess vegna undrast ég mjög að Spegillinn skuli ekki hafa spurt neinn veðurfræðing út í þetta.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Einn vetrarmánuður eftir

Nú eru þrír af fjórum vetrarmánuðum liðnir. Desember var fremur kaldur og snjóasamur, janúar snjóþungur suðvestanlans en í hlýrra lagi yfir landið og febrúar var alls staðar snjóléttur og afar hlýr, líklega í fimmta eða sjötta hlýjasta sæti allra febrúarmánaða. 

Nú er bara að sjá hvað mars gerir. Hann byrjaði með talsverðum hlýindum.

Fylgiskjalið vaktar mánuðinn með öndina í hálsinum.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband