Hvað segja veðurfræðingarnir

Í tvígang hefur Spegillinn talað við jarðfræðinga um upphaf litlu ísaldarinnar. Af því að einhverjir halda því fram að risaeldgos hafi hleypt henni af stað.

Hver sem orsökin var hlýtur litla ísöldin fyrst og fremst að hafa verið veðurfarslegt fyrirbrigði.

Þess vegna undrast ég mjög að Spegillinn skuli ekki hafa spurt neinn veðurfræðing út í þetta.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Trausti Jónsson

Ætli hann sé ekki hræddur við fá rangt svar - að litla ísöld hafi engin verið.

Trausti Jónsson, 15.3.2012 kl. 21:43

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Nú!

Sigurður Þór Guðjónsson, 16.3.2012 kl. 00:11

3 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Það er svona að vera að spyrja þessa veðurfræðinga.

Ég tek svari Trausta þannig að annaðhvort hafi litla ísöldin ekki verið hnattræn, og/eða hún hafi bara verið eðlilegt ástand á milli hlýindaskeiða.

Emil Hannes Valgeirsson, 16.3.2012 kl. 11:00

4 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Mér skilst að í fysta lagi hafi sú litla ekki verið hnattræn og í öðru lagi sé erfitt að henda í rauninni reiður á henni svæðisbundið. En í þriðja lagi hef ég ekki hundsvit á þessu og þætti því gaman að einhver veðurfræðingur, jafvel veðurfræðingar, yrðu vandlega speglaðir í Spegilnum. 

Sigurður Þór Guðjónsson, 16.3.2012 kl. 12:13

5 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Sæll Sigurður Þór.

Ef þú spyrðir geimveðurfræðing þessarar spurningar þá gæti ég trúað því að hann liti til himins og benti á bjarta ljósgjafann sem stundum sést þar uppi.

Hann myndi skýra frá því að þessi ljós- og hitagjafi væri alls ekki stöðugur, heldur örlítið breytilegur. Sólin væri nefnilega breytistjarna, eða variable star. Síðan gæti ég trúað því að hann sýndi okkur ferla máli sínu til stuðnings. Ef þessi sól-vitringur héti því viðeigandi nafni Solanki og  starfaði hjá Max-Planck-Institut für Sonnensystemforschung, þá gæti hann kynnt sólvirknina rúm 11.000 ár aftur í tíma, eins og hann gerði eitt sinn í tímaritinu Nature. Sumir þykjast jafnvel greina samsvörun milli þessara og annarra ámóta ferla og hitafars jarðar.

Um þennan feril hans Dr Sami Solanki og fleiri ámóta ferla eftir aðra stjörnufræðinga má lesa hér: Solar Variation.

Þarna má líka sjá hvaða aðrir þættir en bara heildarútgeislun sólar (TSI) geta komið við sögu, en oft virðast þeir gleymast í umræðunni.

Grein Dr Solanki í Nature: http://cc.oulu.fi/~usoskin/personal/nature02995.pdf

Neðst á síðunni Solar Variation er aragrúi tilvísana í svipað efni.

Nafnið "Litla ísöldin" er kannski dálítið yfirdrifið.  Þetta var auðvitað engin ísöld, heldur langt of leiðinlegt kuldaskeið.  Vonandi er langt í annað slíkt.

Góða helgi...

Ágúst H Bjarnason, 16.3.2012 kl. 13:47

6 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Samkvæmt nýlegri grein, þá er talið að samspil af eldgosum (í kringum 13. öldina - fjögur ef ég man rétt) og minni styrk sólar gæti spilað inní málið. Ekki er talið að litla ísöldin hafi verið hnattræn eða gerst á sama tíma alls staðar. Hitt er annað mál að núverandi hlýindi eru af öðrum toga, þar sem að nú eru það talin vera aukin gróðurhúsaáhrif sem sé aðal áhrifa valdurinn, þó ekki komi það nú alveg í veg fyrir aðrar náttúrulegar sveiflur, sjá t.d. Áhrifaþættir hinnar hnattrænu hlýnunar

Sveinn Atli Gunnarsson, 16.3.2012 kl. 16:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband