Bloggfærslur mánaðarins, október 2013
21.10.2013 | 16:38
Þurrviðrasamt það sem af er
Nú þegar 20 dagar eru liðnir af október er meðalhitinn í Reykjavík 5,3 stig sem er 0,4 stig yfir meðallaginu 1961-1990 fyrir þá daga. Október er sá mánuður sem minnst hefur hlýnað síðustu árin og er meðalhitinn á þessari öld fyrir allan mánuðinn 4,9 stig eða sama og hlýindaárin 1931-1960, en flestir aðrir mánuðir ársins á þessari öld eru komnir vel upp fyrir það meðaltal.
Á Akureyri er meðalhitinn 3,5 stig sem er aðeins 0,1 stig yfir meðallaginu 1961-1990.
Ekki er hægt að segja að þessi hiti sé neitt sérstakur, einir 17 mánuðir hafa verið hlýrri í Reykjavík fyrstu 20 dagana frá 1949, sá síðasti 2010. Hlýjast var 1959, 7,7, stig og líklega einnig árið 1946 en 1965 var meðalhitinn 7,2 stig. Kaldast var 1981, 0,6 stig, og sennilega mjög svipað 1926 og 1917.
Sólskinsstundir í höfuðborginni eru orðnar 54 sem 6 stundum minna en meðaltalið 1961-1990 en 13 stundum minna en meðaltal þessarar aldar fyrir fyrstu 20 daga mánaðarins.
Úrkoman er aðeins 11,8 mm í Reykjavík. Hún hefur aðeins verið minni árin 1993 og 1966 síðan Veðurstofan var stofnuð 1920 fyrir þessa daga. En heildar úkomumagn mánaðar getur gjörbreyst á jafnvel einum degi ef svo vill verkast og sólarstundirnar geta líka tekið stakkaskiptum á fáum dögum.
Á Akureyri er úrkoman 21,8 mm.
Fyrir utan fjögurra daga hlýindi hefur þessi mánuður ekki verið á neinn hátt merkilegur hvað hita og sól varðar en úrkoman er enn mjög lítil víðast hvar. Og afar hægviðrasamt virðist hafa verið og loftþrýstingur mikill, ekki ósvipað og í fyrra, en um þetta hef ég þó ekki nákvæmar upplýsingar. Að þessu leyti er mánuðurinn óvenjulegur enn sem komið er.
Nú er spáð kuldakasti sem virðist ætla að standa til mánaðarloka, ef marka má spárnar, og er þá næsta víst að hitinn mun fara niður fyrir öll meðallög í Reykjavík.
Og kannski fáum við aftur snjó í borginni að ég tali nú ekki um fyrir norðan. Í gær mátti heita snjólaust á veðurstöðvum en í morgun var flekkótt jörð á Ströndum
Þegar upp verður staðið mun þetta líklega teljast skítamánuður!
Mánaðarvöktun veðurs | Breytt 13.11.2013 kl. 11:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.10.2013 | 17:10
Tuttugu stiga hiti í október
Tuttugu stiga hiti eða meira hefur mælst á nokkrum veðurstöðvum á Íslandi. Þær eru allar við sjóinn á svæðinu frá Vopnafirði til Reyðarfjarðar nema tvær, Reyðará á Siglunesi og Hallormsstaður.
Á þessu svæði voru fáar veðurstöðvar með hámarksmælingar fyrr en eftir miðja tuttugustu öld.
Það var því ekki fyrr en 6. október 1959 að fyrst var skráður tuttugu stiga októberhiti á Íslandi, 20,9 stig á Seyðisfirði, en stöðin var þá nýbyrjuð með hámarksmælingar. Ekki er að efa að slíkur hiti hefði mælst áður ef stöðvar hefðu verið eins þéttar og nú er til dæmis.
Í október 1944 mældust til dæmis 19,4 stig á Húsavík þ. 4. og daginn eftir 19,0 á Sandi í Aðaldal en mælingar voru þá ekki á hitavænustu stöðunum fyrir austan.
Næst eftir 1959 mældist tuttugu stiga hiti, 20,0 stig slétt, þ. 20. 1962 á Seyðisfirði og á sama stað þ. 21. 1964, 20,9 stig.
Í byrjun október 1973 dró heldur betur til tíðinda. Fyrstu tvo dagana mældist víðar tuttugu stiga hiti eða meira en á nokkrum öðrum dögum í mælingasögunni. Fyrsta daginn kom íslandsmetið í október, 23,5 stig á Dalatanga. Á miðnætti var hitinn aðeins 9,8 stig og svipað hafi verið um kvöldið 30. september en kl. 3 um nóttina þann fyrsta var hitinn á athugunartíma 22,6 stig og 22,7 kl. 6 en þá var lesið 23,5 stig á hámarksmæli. Meðalhiti sólarhringsins varð 16,8 stig. Þennan sama dag fór hitinn í 20,2 stig á Reyðará við Siglunes en næsta dag í 22,0 stig á Seyðisfirði 20,6 á Vopnafirði og 20,0 á Hallormsstað. Klukkan 9 um morguninn þennan dag var hitinn á Seyðisfirði 21,0 stig, en 22,0 kl. 15 og enn 18,0 stig kl. 21. Fyrsta október hafði hitinn á staðnum ekki farið hærra en í 19,0 stig.
Í október 1975 mældust 20,0 stig þ. 11. á Seyðisfirði.
Á Seyðisfirði fór hitinn í 22,0 stig þ. 14. árið 1985 og 20,7 á Neskaupstað og daginn eftir voru skráð 20,9 stig á Kollaleiru sem komu þó líklega í raun kvöldið áður.
Þann 7. október 1992 mældust 21,7 stig í Neskaupstað og á Dalatanga, 21,2 á Vopnafirði, 21,1 á Seyðisfirði og 20,4 stig á Kollaleiru.
Mjög hlýtt var 22. október 2003. Þá fór hitinn í 22,1 stig á Dalatanga og sólarhringsmeðalhitinn var 16,7 stig. Þá mældist og 20,8 stig á Kollaleiru á kvikasilfri en 22,3 stig á sjálfvirku stöðinni á Neskaupstað og 21,3 stig á þeirri sjálfvirku á Eskifirði.
Árið 2007 mældust 20,2 á Sjaldþingsstöðum í Vopnafirði þ. 19. en 21,0 á þeirri sjálfvirku á Seyðisfirði.
Loks mældust svo 20,3 stig á sjálfvirku stöðinni á Kollaleiru þ. 10. í þessum mánuði, á fimmtudaginn.
Á þessu sést að tuttugu stiga hiti í október er engan vegin sjaldgæfur á austurlandi.
Litlu munaði á Sauðanesvita 14. október 1999 en þar mældust þá 19,8 stig og þann 15. árið 1985 á Akureyri þegar mældust 19,5 stig.
Í Reykjavík hefur mesti hiti í október mælst ekki nema 15,6 stig þ. 21. árið 2001 í glaða sólskini (opinbera októbermetið, 15,7 stig, er í rauninni mæling frá kl. 18 þ. 30.september 1958).
Mesti októberhiti sem mælst hefur á suður og suðvesturlandi (frá Mýrdal til Snæfellsness) er aðeins 16-17 stig.
Bloggar | Breytt 21.10.2013 kl. 13:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.10.2013 | 16:21
Snjóar snemma í Reykjavík
Í morgun var alhvítt í Reykjavík og mældist snjódýptin 13 cm og er hvergi meiri á landinu. Mun þetta vera næst mesta snjódýpt sem hefur mælst í októtber í höfuðborginni en mest hefur mælst 15 cm þ. 22. árið 1921. Ekki byrjaði þá að snjóa fyrr en eftir miðjan mánuð. Snjódýptin í morgun mun því vera mesta snjódýpt sem mælst hefur í Reykjavík svo snemma hausts frá stofnun Veðurstofunnar. Einstaka sinnum hefur fest snjó í september, mest 8 cm þ. 30. 1969. Að jafnaði festir fyrst snjó í Reykjavík fyrstu dagana í nóvember en ýmis frávik eru vitanlega á því.
Alautt að staðaldri í vor varð 25. apríl og hefur snjólausi tíminn því varað í 165 daga. Frá 1924 er það þriðji minnsti fjöldi snjólausra daga að sumri ásamt 1969. Færri voru þeir 1990, 154 dagar, en 1967 voru þeir 158. Meðaltalið frá 1949 eru 200 dagar.
Á fylgiskjalinu frosti má sjá hve nær alautt varð að vori og fyrst alhvítt að hausti frá 1949 en auk þess svona nokkurn vegin og stundum alveg hve nær alhvítt varð að hausti árin 1924-1948 en ekki hve nær fyrst varð alautt að vori að staðaldri. Um það liggja ekki fyrir upplýsingar á lausu.
Einnig má þarna sjá síðasta frost að vori og fyrsta frost að hausti frá 1920 en þá var Veðurstofan stofnuð. Þetta eru áreiðanlega upplýsingar. Einnig má sjá það sama fyrir árin 1880 til 1903, sem var á vegum dönsku veðurstofunnar, og líkast til er mikið að marka.
Og loks er það sama árin 1823-1851 og 1872-1879. En það skulu menn taka hæfilega alvarlega. Þar er ekki alltaf um raunverulega lágmarksmælingar að ræða heldur lestur á mæla á ákveðnum tímum og auk þess voru mæliaðstæður ekki eins öruggar og síðar varð. En skemmtun má af því hafa.
Hitt fylgiskjalið er svo hið hefbundna fyrir dagavaktina.
Ekki þori ég svo að hengja mig upp á að villur kunni ekki að leynast þarna.
Mánaðarvöktun veðurs | Breytt 17.10.2013 kl. 13:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
5.10.2013 | 19:42
Fyrsta næturfrostið í Reykjavík
Í nótt mældist fyrsta næturfrostið í Reykjavík á þessu hausti, -0,1 stig.
Síðasta frost í vor var 15. maí og var það einnig -0,1 stig.
Frostlausi tíminn var því 142 dagar en hann var að meðaltali 145 dagar á þessari öld (með þessu ári) en 143 dagar öll árin frá 1920.
Á einstaka veðurstöð við suður og austurströndina hefur enn ekki frosið í haust.
Mánaðarvöktun veðurs | Breytt 28.11.2013 kl. 15:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Desember 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006