Bloggfærslur mánaðarins, júní 2018
9.6.2018 | 16:02
Sérstætt hitamet
Í gær hafði hiti einhvers staðar á landinu farið í 20 stig eða meira samfellt í 11 daga. Það er met í þannig dagafjölda svo snemma sumars frá a.m.k. stofnun Veðurstofunnar árið 1920.
Lengsta röð 20 stiga hita í maí einum eru 8 dagar 20.-27. maí 1987. Þau tilvik sem hiti hefur mælst 20 stig á landinu yfir mánaðarmótin maí til júní á þessum tíma eru reyndar aðeins tvö, 4 dagar frá 29.maí til 1. júní 1929 og 5 dagar, 30. maí -3. júní 1997. Enginn júní nema okkar hefur mælt 20 stiga hita alla fyrstu 8 dagana en júní 2007 gerði það fyrstu sjö dagana og það voru þá 7 dagar í samfellu. Síðan kom þá einn dagur án tuttugu stiga en eftir það fimm dagar í röð til 13. júní. Árið 2002 komu 10 tuttugu stiga dagar 4.-13. júní. Í júní 1934 í merkilegri hitabylgju, einmitt þegar jarðskjálftinn mikli var á Dalvík, mældist 20 stiga hiti einhvers staðar á landinu 9 daga í röð, frá 3.-11. júní.
Nú er tuttugu stiga syrpunni lokið og miðað við dagsetninguna 8. júni er það met að mælst hafi svo snemma sumars 20 stiga hiti eða meira 11 daga í röð. Þess ber auðvitað að gæta að veðurstöðvar sem mæla hámarkshita eru nú fleiri en nokkru sinni og möguleikarnir á að krækja í 20 stig eru þar af leiðandi líka meiri. En þetta segja tölurnar eins og þær liggja fyrir.
Tvisvar í syrpunni mældist meiri hiti en mælst hefur viðkomandi dag á landinu frá 1920, 24,3 stig í Ásbyrgi 29. maí, sem var hámarkshitinn í allri syrpunni, og daginn eftir 23,8 stig á sjálfvirku stöðinni á Skjaldþingsstöðum í Vopnafirði en 23,5 á þeirri mönnuðu með kvikasilfrinu (líka met) sem er það sem ég vil taka mark á þar sem enn er mælt á þann hátt jafnframt sjálfvirki mælingu. Enginn dagur í júní núna er með dagshitamet hámarksmeðalhita. Og enginn dagur þessa 11 daga sló met hvað varðar hlutfallslegan fjölda stöðva sem mældu 20 stig eða meira.Í raun var þetta hlutfall fremur lágt miðað við marga glæsilega daga að því leyti á fyrri árum. Enginn dagur komst heldur nærri því að vera með þeim hlýjustu gegnum árin á landsvísu að meðalhita. Æði var hitanum reyndar misskipt á landinu. Á Brú á Jökuldal var meðaltal hámarkshita þessa daga 20,6 stig en um 10 í Surtsey. Á Brú mældist 20 stiga hiti alla dagana nema 2. og 3. júní.
Það sem gerir þessa hitasyrpu sérstaka er lengd hennar með samfelldum 20 stiga dögum svo snemma sumars.
Það sem olli hlýindunum var hlý háloftahæð í grennd við landið og yfir því. Vindar voru hægir og því lengra frá sjó því hitavænna var í sólinni þar sem sjávarlofsins gætti ekki. Staður einsog mannaða stöðin á Akureyri mældi aldrei 20 stig.
Þetta finnst mörgum kannski fánýtur fróðleikur en þeir sem hafa einhvern náttúrulegan sans ættu að láta sér vel líka!
Í fylgiskjalinu má sjá innviði þessarar 11 daga hitasyrpu. Tvisvar er með smærra letri getið um stöðvar sen næstum því mældu 20 stiga hita.Þetta eru allt sjálfvirkar veðurstöðvar nema þær skáletruðu eru mannaðar. Stöðvunum er raðað í röð frá vesturlandi til austurlands. Ekki er hirt um að aðgreina stöðvarnar efir rekstraraðilum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Desember 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006