Veðurreyndur silfurreynir

Silurreynirinn við Grettisgötu 17, sem stendur til að fella, hefur búið við reykvískt veðurfar frá 1908. Hann man kuldaskeið 19. aldar sem náði þó vel fram á tuttugustu öld og þar með frostaveturinn 1918, hlýskeiðið sem hófst upp úr 1920, hafísárin sem hófust 1965 og kuldaskeiðið í kjölfarið sem stóð næstum út 20. öldina og loks hið mikla hlýindaskeið það sem af er 21. aldar. Að fella svo reynda og veðurvitra lífveru sem á allt sitt undir sveiflum náttúrunnar er hreinlega glæpur.   

 

Þá er júní kominn á skrið og byrjar alveg sæmilega.

Fylgiskjalið fylgist með.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Elsta veðurminningin

Þennan dag árið 1960 mældist mesti hiti sem mælst hefur í nútímahitamælaskýli í Reykjavík, 20,6 stig. Um það má lesa í þessari bloggfærslu.

En frá þessum degi er líka elsta veðurminningin sem ég á  hvað varðar veðurfarslegt atriði sem ég get dagsett upp á dag. Hef alltaf munað að um kvöldið var sagt við mig að í dag hafi mælst 21 stigs hiti í bænum.

Ég var tólf ára og hafði engan sérstakan áhuga fyrir veðri.

Sá áhugi kviknaði ekki fyrr en sumarið 1967, kannski eftir á að hyggja vegna veðurkortanna í sjónvarpinu sem þá voru nýlega farin að birtast.  Um vorið las ég Veðurfræði Jóns Eyþórssonar og eitthvað var ég byrjaður að fylgjast með veðrinu um það leyti.

Það var hins vegar nákvæmlega 11. júlí 1967 sem ég byrjaði að fylgjast kerfisbundið með daglegu veðri og hef gert það síðan. 

Mér er þessi mikla veðurdella mín hálfgerð ráðgáta. Ég var að verða tvítugur þegar hún kom yfir mig og hún er síðasta stóra áhugamálið sem ég hef tileinkað mér en ég hef mörg áhugamál. Og nú má segja að þetta sé það sterkasta.

Netið hefur auðvitað eflt þennan áhuga á seinni tímum en netið er það besta sem fyrir veðurdellumenn gat komið.

Mér finnst róandi að pæla í veðrinu. Það gengur bara sinn gang óháð vitleysisganginum í mannlífinu.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Hlý vorbyrjun

Ekki er hægt að kvarta yfir þessari vorbyrjun. Í Reykjavík er spretta gróðurs líklega hálfum mánuði fyrr en venjulega. 

Meðalhitinn i Reykjavík er nú 8,15 stig eða  3,4 stig yfir meðallaginu 1961-1990 en  0,3 stig yfir meðallagi þessarar aldar fyrir fyrstu tíu daga maímánaðar. Aðeins var hlýrra þessa daga að meðaltali árin 2011, 2006, 1961 og 1935. Nærri því eins hlýtt var 2008

Ómögulegt er þó að segja til um hvernig mánuðurinn mun reynast í hitanum þegar hann er allur. Maímánuðirnir 2011 og 2006 voru aðeins í kringum meðallagið 1961-1990 en 1961 var með hlýjustu mánuðum og 1935 er hlýjasti maí sem mælst hefur í Reykjavík. Maí 2008 varð vel hlýr.  Ef okkar mái héldi núverandi hitafráviki hvers dags upp á við  til loka myndi hann þó sló 1935 út og verða hlýjasti maí sem mælst hefur í Reykjavík. En það mun líklega ekki verða.

Á Akureyri er meðalhitinn núna 6, 2 stig eða 2,7 stig yfir meðallaginu 1961-1990.

Úrkoman sem af er má heita í meðallagi bæði  í Reykjavík og á Akureyri og það hjálpar auðvitað til með gróðurinn að úrkoman sé nægjanleg. 

Sólskinsstundir i Reykjavík eru níu fleiri en meðaltalið fyrstu tíu dagana segir til um. 

Ekki hægt að kvarta yfir þessu. Svo er bara að sjá hvað verður með framhaldið. 

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Hlýindi

Það hefur víst ekki farið framhjá hinum vorþyrstu að hlýtt hefur verið á landinu í gær og í dag. Í gær komst hitinn mest í 18,1 stig í Skaftafelli en í dag 16,3 á Húsafelli. Ekki eru þetta þó dagsmet, hvað þá mánaðarmet. Hiti hefur nokkrum sinnum komist yfir 20 stig á landinu í apríl og það svo snemma sem þann þriðja.

Slkilyrði hafa verið í háloftunum fyrir um 17 stiga hita eða jafnvel meira á Reykjavíkurvæðinu og víðar en ekki hefur það skilað sér til jarðar. En þetta er sá hiti sem við bíðum eftir hér í Reykjavk að fari að koma í apríl. Mesti hiti sem mælst hefur í Reykjavík í apríl eru snautleg 15,2 stig. þ. 29. árið 1942. En talsvert meiri hiti hefur mælst víða á suður og vesturlandi. En tuttugu stiga hiti hefur aldrei mælst í apríl nema austan til á landinu á nokkrum stöðum. Í dag fór hitinn í Reykjavik í 13,1 stig og 11,1 í gær en á Akureyri komst hitinn í dag í 14, 5 stig en 13,5 í gær. Mesti hiti sem mælst hefur í Reykjavík á sumardaginn fyrsta er 13,5 stig.

Þó engin met hafi hafi verið slegin er þetta svo mikill hiti að hann mun ekki standa nema í fáa daga. Meðaltal hámarkshita í Reykjavík 23. apríl. nær ekki sjö stigum. Í Reykjavík er það ekki fyrr en um 20. maí sem hámarkshiti að staðaldri nær tíu stigum að meðaltali hvern dag og það stendur fram undir 20. september. Það er hins vegar mjög um þetta leyti, kringum sumardagin fyrsta, sem hámarkshiti á landinu að staðaldri nær 10 stigum og stendur fram í miðjan október. En auðvitað geta hlýir dagar komið og farið snemma vors og á haustin. 

Meðalhiti þessa mánaðar er  tvö stig yfir meðallagi í Reykjavík en tvö og hálft á Akureyri, miðað við 1961-1990, en rúmlega eitt stig á báðum stöðunum miðað við síðustu tíu ár. Næstu daga mun meðalhitinn enn rísa.

Snjólaust hefur verið á Akureyri í um það bil viku og víða annars staðar norðanlands er enginn snjór eða bara flekkótt jörð, jafnvel á Hólsfjöllum og við Mývatn, en alhvít jörð  er þó enn á stöku stað. 

Fylgiskjalið fylgist með. 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Hlý aprílbyrjun í Reykjavík

Meðalhitinn fyrstu 11 daga mánaðarins er 5,7 stig í Reykjavík. Það er 4,0 stig yfir meðallaginu 1961-1990 en 2,8 stig yfir meðallagi þessarar aldar fyrir sömu daga. Jafnhlýtt var fyrstu 11 apríldagana 1955 en enga aðra mánuði fyrir þau ár, frá 1949, sem dagsmeðaltöl liggja laus fyrir. En sterkar líkur eru á því, eftir upplýsingum sem til eru um eldri hitamælingar þó ekki séu það raunverulega dagsmeðaltöl, að hlýrra hafi verið 1929 en einkum 1926 þessa fyrstu daga.
 
En ekki er hægt að kvarta yfir byrjuninni á þessum apríl hvað hitann varðar.
 
En nú er sem sagt að kólna þó varla sé hægt að kalla það almennilegt páskahret en um þau má hér um lesa. 

mbl.is Páskahretið verður á sínum stað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband