18.2.2014 | 13:08
Metkuldar
Í nótt mældist mikið frost á landinu. Á Neslandatanga við Mývatn fór það niður í -28,2 stig. Það mun vera dægurmet fyrir kulda fyrir 18. febrúar á landinu! Gamla metið var aðeins -20,2 stig og var mælt í Reykjahlíð við Mývatn árið 1966. Dagurinn stóð óneitanlega vel við höggi með sitt hæsta dagslágmark fyrir allan mánuðinn! Mesti kuldi sem mælst hefur í öllum febrúar á landinu er -30,7 stig hinn 4. árið 1980 í Möðrudal.
Í Möðrudal mældist í nótt -26,1 stig, -25,6 í Svartárkoti, -21,8 á Brú á Jökuldal og -20,8 á Staðarhóli í Aðaldal.
Kaldast varð í byggð en ekki á fjöllum. Kaldast á fjöllum var -27,6 stig á Brúarjökli, -27,3 stig við Kárahnjúka og -26,9 við Upptyppinga.
Allt eru þetta sjálfvirkar stöðvar. Ekki hafa enn komið upplýsingar frá mönnuðu stöðvunum en það er eitt af framafaraskrefum Veðurstofunnar að taka hitaupplýsingar frá þeim út af almenna vef sínum en þó eru opnar leynileiðir þangað daginn eftir viðkomandi dag. Á sjálfvirku stöðinni á Grímsstöðum á Fjöllum, þar sem líka er kuldavænasta mannaða stöðin, varð frostið reyndar ''aðeins'' -17,1 stig.
Viðbót 19.2.: Í nótt bættu kuldarnir um betur. Frostið fór í -28,9 stig í Svartárkoti. Það er líka dagshitamet í kulda á landinu fyrir 19. febrúar. Gamla metið var -24,0 stig á Grímsstöðum 1911.
Mánaðarvöktun veðurs | Breytt 20.2.2014 kl. 13:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.2.2014 | 20:47
Öfugmæli
Veðufréttamaðurinn í sjóvarpinu í kvöld tönnlaðist á veðurblíðu sem spáð er sunnanlands á morgun. Samt verður frost allan sólarhringinn. Í gær var glaðasólskin og 3-5 stiga hiti í Reykjavik. Það má hiklaust kalla blíðu en var ekki kölluð það í veðurfréttum.
Í dag var bjart en frost mátti heita allan daginn í Reykjavík, hámkarskhitinn varð +0.1 stig. Það kalla ég hins vegar ekki neina blíðu. Frostið bítur en strýkur ekki blíðlega um vanga. Á morgun verður líklega frost allan daginn.
Bjart veður með frosti þó um vetur sé finnst mér ekki vera nein veðurblíða. Það er bara öfugmæli. En það má kalla það fagurt veður ef menn vilja.
Að geti komi raunverulega blítt veður um hávetur í glaða sólskini sýna sumir síðustu dagar svo ekki verður um villst, ekki bara gærdagurinn heldur líka 8. og 9. febrúar sem voru sólríkir og nær frotlaustir allan sólarhringinn og með þriggja til fimm stiga síðdegishita. En enginn hefur haft fyrir því að nefna veðurblíðu um þessa daga. Það er þó alveg himinn og haf hvað blíðleika varðar milli þeirra og þess sen spáð er fyrir morgundaginn. En svo þegar kemur bjart veður með frosti - köldustu dagar ársins á suðurlandi - þá er allt í einu komin veðurblíða!
Skil nú bara satt að segja ekki svona tilfinningaleysi fyrir verðurlagi og fyrir merkingu orða.
Bloggar | Breytt 17.2.2014 kl. 18:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
13.2.2014 | 20:08
Það fréttnæmasta um nýliðin janúar
Það er ekki sérlega fréttnæmt að alhvítt hafi verið á Akureyri allan mánuðinn eins og segir þarna í fyrirsögn fréttarinnar. Það gerist næstum því fjórða hvern janúar. Fréttnæmara er að þetta mun vera tíundi hlýjasti janúar á landinu en sá næst hlýjasti við Berufjörð á austfjörðum þar sem mælt hefur verið frá 1873. En allra fréttnæmast er þó það, miðað við óvenjuleika, að þetta er eini janúar síðan mælingar hófust þar sem ekki hefur mælst frost á íslenskri veðurstöð. Á Vattarnesi fór hiti aldrei lægra en í 0,4 stig og 0,0 stig í Seley.
Ýmislegt er reyndar óvenjulegt við þennan janúarmánuð eins og hér má lesa.
Af sérstökum ástæðum hef ég ekki getað sinnt fylgiskjalinu um tíma. En nú er það komið. Það birtir ýmsar veður upplýsingar hvers dags fyrir Reykjavík (blað1) , Akureyri (blað 2) og landið (blað 1) . Hægt er að sjá janúar með því að skrolla upp skjalið.
Alhvít jörð á Akureyri allan janúar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánaðarvöktun veðurs | Breytt 15.2.2014 kl. 19:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.2.2014 | 10:54
Sotsjí
Meðalhitinn í Sotsjí í febrúar er 6 stig. Gangur daglegs hita er að meðaltali 3-10 stig. Mesti hiti sem nokkru sinni hefur mælst í mánuðinum er 24 stig en mestur kuldi -14 stig. Mánaðarúrkoman er um 125 mm og úrkomudagar eru 14 að meðaltali.
Hér er hægt að sjá töflu nokkurra daglegra veðurþátta fyrir Sotsjí eftir því sem febrúar 2014 líður.
Lengst til vinstri er dagsetningin, þá lágmarkshiti (blátt), meðalhiti sólarhringsins (grænt), hámarkshiti (rautt), þá vik hitans frá dagsmeðaltal og loks lengst til hægri sólarhringsúrkoman í millimetrum. Neðst á síðunni er línurit sem sýnir daglegan lágmarkshita, meðalhita og hámarkshita en deplarnir fyrir ofan og neðan sýna mesta og minnsta hita sem mælst hefur á staðnum viðkomandi dag.
Dálkurinn til hægri sem tölusettur er 1-29 sýnir hver mestur hiti hefur mælst viðkomandi dag og hvaða ár. Ef svo er smellt á bláa dökka flötinn fyrir ofan dagsetningarnar kemur á sama hátt upp lægsti hiti sem mælst hefur viðkomandi dag og hvaða ár það hefur verið.
Hér sést febrúarveðurfar í Sotsjí. Og hér ásamt daglegu veðri.
Daglegt veður í Sotsjí er víða hægt að sjá, til dæmis á Wunderground (með gerfinhattamynd), WeatherOnline, Weather Channel, Weather Network, Weather City, AccuWeather, BBC Weather (með korti).
Hér er líka Rússlandskort yfir hita og skýjafar.
Þetta er svo síða ólympíuleikana í Sotsjí.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.1.2014 | 13:08
Þögn
Styrmir Gunnarsson er með pistil í Morgunblaðinu á laugardaginn. En mikið undrar mig að þessi maður sem er sískrifandi og fengið hefur það orð á sig að vera sérstakur málsvara geðsjúkra skuli ekki hafa vikið opinberlega einu orði að því atviki þegar lögreglan drap geðveikan mann í desember. Ekki eitt orð fremur en atvikið hafi ekki átt sér stað.
Hið sama má reyndar segja um næstum því alla þá sem leggja það í vana sinn að láta álit sitt í ljós í fjölmiðlum eða fara með völd af einhverju tagi, ráðherrar, alþingismenn, heilbrigðisstarfsmenn og framámenn af öllu tagi. Innanríkisráðherra hrósaði þó störfum Lögreglunnar fyrir vandaða vinnu. Og í leiðara Fréttablaðsins var lokið lofsyrði á Lögregluna fyrir yfirvegun og gott starf.
Það dó maður.
Ýmislegt bendir þó þvert á móti til að aðgerðir Lögreglunnar hafi verið ómarkvissar og flausturslegar og ekki tekið mið af aðstæðum. Það er kannski einna sorglegast og alvarlegast við þetta atvik að maðurinn sem var drepinn, sumir segja reyndar myrtur, var alvarlega geðveikur fíkill sem hefði átt að reyna að nálgast með þeim faglega hætti er við á í slíkum tilfellum. En allra sorglegast var að lesa furðu víða á netinu að það hafi bara verið alveg sjálfsagt að skjóta manninn einmitt vegna þess hvernig hann var. Um það atriði að minnsta kosti hefði Styrmir Gunnarsson og margir fleiri nú alveg mátt tjá sig í ljósi þess að helstu valdamenn hafa um áramótin kvartað um ógætilega umræðu á netmiðlum.
Menn eru sammála um það að þetta atvik marki tímamót í sögu löggæslu í landinu og þá jafnframt í sögu þjóðarinnar í vissum skilningi. Þetta hlýtur því að hafa verið einhver afdrifaríkasti atburður nýliðins árs. Samt er alveg augljóst að menn forðast að ræða hann.
Atburðurinn mun vera til rannsóknar hjá Ríkissaksóknara. Sama yfirvaldi og tekið hefur á móti tugum kæra frá borgurunum vegna starfshátta Lögreglunnar án þess að gefa út eina einustu ákæru!
Maðurinn hefur nú verið grafinn í kyrrþey og hefur ekki fengið um sig nein eftirmæli svo ég viti.
Og þó hann hafi verið geðsjúklingur og öryrki til margra áratuga var hann fyrst og fremst manneskja sem þrátt fyrir veikindin átti sína tilfinninga og samskiptasögu eins og annað fólk, alls kyns óteljandi blæbrigði skynjana, hugsana, minninga og tilfinninga sem fylgja því að vera manneskja.
Sagt hefur verið að heill alheimur farist þegar einhver deyr.
Það gerðist líka þegar ríkisvaldið drap þennan mann.
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006