Ólympíuleikar kúgunnar

''Að sögn Amnesty International eru aðgerðir stjórnvalda svívirðilegar. Samtökunum berast fregnir af daglegum handtökum aðgerðasinna í Sotjsí og á svæðinu í grennd við ólympíuleikana. Fólk er handtekið fyrir það eitt að tjá hug sinn friðsamlega.''

Þetta eru ólympíuleikarnir sem íslenski íþróttamálaráðherrann kenndi við frið í umræðum á Alþingi! 

Kannski er þetta friðarhugjsón Illuga Gunnarssonar ráðherrra sem ekki þorði að láta bera mikið á treflinum sínum á leikunum. Með réttu hefur óttast svona meðferð.  

 


mbl.is Meðlimum Pussy Riot sleppt úr haldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Metkuldar

Í nótt mældist mikið frost á landinu. Á Neslandatanga við Mývatn fór það niður í -28,2 stig. Það mun vera dægurmet fyrir kulda fyrir 18. febrúar á landinu! Gamla metið var aðeins -20,2 stig og var mælt í Reykjahlíð við Mývatn árið 1966. Dagurinn stóð óneitanlega vel við höggi með sitt hæsta dagslágmark fyrir allan mánuðinn! Mesti kuldi sem mælst hefur í öllum febrúar á landinu er -30,7 stig hinn 4. árið 1980 í Möðrudal.  

Í Möðrudal mældist í nótt -26,1 stig, -25,6 í Svartárkoti, -21,8 á Brú á Jökuldal og -20,8 á Staðarhóli í Aðaldal.

Kaldast varð í byggð en ekki á fjöllum. Kaldast á fjöllum var -27,6 stig á Brúarjökli, -27,3 stig við Kárahnjúka og -26,9 við Upptyppinga.

Allt eru þetta sjálfvirkar stöðvar.  Ekki hafa enn komið upplýsingar frá mönnuðu stöðvunum en það er eitt af framafaraskrefum Veðurstofunnar að taka hitaupplýsingar frá þeim út af almenna vef sínum en þó eru opnar leynileiðir þangað daginn eftir viðkomandi dag. Á sjálfvirku stöðinni á Grímsstöðum á Fjöllum, þar sem líka er kuldavænasta mannaða stöðin, varð frostið reyndar ''aðeins'' -17,1 stig. 

Viðbót 19.2.: Í nótt bættu kuldarnir um betur. Frostið fór í -28,9 stig í Svartárkoti. Það er líka dagshitamet í kulda á landinu fyrir 19. febrúar. Gamla metið var -24,0 stig á Grímsstöðum 1911. 

 


Öfugmæli

Veðufréttamaðurinn í sjóvarpinu í kvöld tönnlaðist á veðurblíðu sem spáð er sunnanlands á morgun. Samt verður frost allan sólarhringinn. Í gær var glaðasólskin og 3-5 stiga hiti í Reykjavik. Það má hiklaust kalla blíðu en var ekki kölluð það í veðurfréttum. 

Í dag var bjart en frost mátti heita allan daginn í Reykjavík, hámkarskhitinn varð +0.1 stig. Það kalla ég hins vegar ekki neina blíðu. Frostið bítur en strýkur ekki blíðlega um vanga. Á morgun verður líklega frost allan daginn. 

Bjart veður með frosti þó um vetur sé finnst mér ekki vera nein veðurblíða. Það er bara öfugmæli. En það má kalla það fagurt veður ef menn vilja.

Að geti komi raunverulega blítt veður um hávetur í glaða sólskini sýna sumir síðustu dagar svo ekki verður um villst, ekki bara gærdagurinn heldur líka 8. og 9. febrúar sem voru sólríkir og nær frotlaustir allan sólarhringinn og með þriggja til fimm stiga síðdegishita. En enginn hefur haft fyrir því að nefna veðurblíðu um þessa daga.  Það er þó alveg himinn og haf hvað blíðleika varðar milli þeirra og þess sen spáð er fyrir morgundaginn. En svo þegar kemur bjart veður með frosti - köldustu dagar ársins á suðurlandi - þá er allt í einu komin veðurblíða!

Skil nú bara satt að segja ekki svona tilfinningaleysi fyrir verðurlagi og fyrir merkingu orða.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Það fréttnæmasta um nýliðin janúar

Það er ekki sérlega fréttnæmt að alhvítt hafi verið á Akureyri allan mánuðinn eins og segir þarna í fyrirsögn fréttarinnar. Það gerist næstum því fjórða hvern janúar. Fréttnæmara er að þetta mun vera tíundi hlýjasti janúar á landinu en sá næst hlýjasti við Berufjörð á austfjörðum þar sem mælt hefur verið frá 1873. En allra fréttnæmast er þó það, miðað við óvenjuleika, að þetta er eini janúar síðan mælingar hófust þar sem ekki hefur mælst frost á íslenskri veðurstöð. Á Vattarnesi fór hiti aldrei lægra en í 0,4 stig og 0,0 stig í Seley.

Ýmislegt er reyndar óvenjulegt við þennan janúarmánuð eins og hér má lesa. 

Af sérstökum ástæðum hef ég ekki getað sinnt fylgiskjalinu um tíma. En nú er það komið. Það birtir ýmsar veður upplýsingar hvers dags fyrir Reykjavík (blað1) , Akureyri (blað 2) og landið (blað 1) . Hægt er að sjá janúar með því að skrolla upp skjalið. 

 


mbl.is Alhvít jörð á Akureyri allan janúar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Sotsjí

Meðalhitinn í Sotsjí í febrúar er 6 stig. Gangur daglegs hita er að meðaltali 3-10 stig. Mesti hiti sem nokkru sinni hefur mælst í mánuðinum er 24 stig en mestur kuldi -14 stig. Mánaðarúrkoman er um 125 mm og úrkomudagar eru 14 að meðaltali.

Hér er hægt að sjá töflu nokkurra daglegra veðurþátta fyrir Sotsjí eftir því sem febrúar 2014 líður.

Lengst til vinstri er dagsetningin, þá lágmarkshiti (blátt), meðalhiti sólarhringsins (grænt), hámarkshiti (rautt), þá vik hitans frá dagsmeðaltal og loks lengst til hægri sólarhringsúrkoman í millimetrum. Neðst á síðunni er línurit sem sýnir daglegan lágmarkshita, meðalhita og hámarkshita en deplarnir fyrir ofan og neðan sýna mesta og minnsta hita sem mælst hefur á staðnum viðkomandi dag.

Dálkurinn til hægri sem tölusettur er 1-29 sýnir hver mestur hiti hefur mælst viðkomandi dag og hvaða ár. Ef svo er smellt á bláa dökka flötinn fyrir ofan dagsetningarnar kemur á sama hátt upp lægsti hiti sem mælst hefur viðkomandi dag og hvaða ár það hefur verið. 

Hér sést febrúarveðurfar í Sotsjí. Og hér ásamt daglegu veðri.   

Daglegt veður í Sotsjí er víða hægt að sjá, til dæmis á  Wunderground (með gerfinhattamynd)WeatherOnline, Weather Channel, Weather Network,  Weather City, AccuWeather, BBC Weather (með korti)

Hér er líka Rússlandskort yfir hita og skýjafar. 

Þetta er svo síða ólympíuleikana í Sotsjí.

 

     

 

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband